Segist hafa fengið afbókun vegna fréttaflutnings um að eldsumbrot séu í raun hafin í Öræfajökli Erla Björg Gunnarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 26. nóvember 2017 13:26 Öræfajökull minnir á sig þessa dagana. vísir/gunnþóra Eigandi ferðaþjónustufyrirtækis segist hafa fengið afbókun vegna fréttaflutnings um að eldsumbrot séu í raun hafin í Öræfajökli. Jarðeðlisfræðingur sem lagði þetta mat á stöðuna í viðtali á föstudag segir aftur á móti skýrt að kvikuinnskot hafi orðið og enginn geti spáð um framhaldið. Á föstudag var viðtal við Ólaf G. Flóvenz jarðhitasérfræðing í fréttum Stöðvar 2 þar sem hann sagði eldsumbrot í raun hafin í Öræfajökli og langlíklegast sé kvika komin mjög nærri yfirboði, og hafi jafnvel þegar komist í gegn.Töldu ekki öruggt að koma Sigurður Guðmundsson eigandi South East Iceland í Hornafirði segir fréttina hafa haft áhrif á viðskiptin. Á föstudagskvöld hafi hann fengið símhringingu frá sex manna hópi sem hafi séð fréttina og vildi afbóka vegna eldsumbrota. „Ég reyndi að koma þeim í skilning um það að það væru ekki hafin eldsumbrot og þetta væri í raun og veru bara viðtal og mat þessa manns að kvikan væri þarna komin nálægt yfirborði, en það væru ekki komin eldsumbrot, eins og við vitum að kom fram í fréttinni. En þau skildu þetta þannig að eldsumbrot væru hafin og að skilgreining þeirra á eldsumbrotum væri að kvikan væri komin upp á yfirborð og það væri ekki öruggt að koma hérna.“Ólafur G. Flóvenz, forstjóri ÍSOR, er jarðeðlisfræðingur og jarðhitasérfræðingur.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Sigurður hefur ekki heyrt um aðrar afbókanir. Hann viti þó til þess að þó nokkur fjöldi fólks hafi orðið ringlað af fréttaflutningnum og reynt að fá botn í stöðuna, þ.e. hvort hafið sé eldgos í Öræfajökli.Var um að ræða þjófstart á eldgosi? Margir sérfræðingar hafa lagt sitt mat á stöðuna í Öræfajökli út frá sinni sérfræðikunnáttu í fréttum síðustu daga og eru sannarlega ekki allir sammála. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur sagði til að mynda í fréttum RÚV í gær, þvert á mat Ólafs, að engar vísbendingar væru um að eldsumbrot séu hafin í Öræfajökli, heldur sýni gögn þvert á móti að jarðhiti sé á svæðinu. Ólafur Flóvens telur að allir séu sammála um það að það hafi komið einhvers konar kvikuinnskot inn í rætur öræfajökuls. Spurningin sé bara hversu hátt þetta innskot hafi farið.Ertu að þjófstarta eldgosi?„Nei, ég held ég hafi tekið mjög skýrt fram í fréttum að þetta gæti alveg verið atburður sem er um garð genginn. Það gerðist eitthvað þarna, það kom einhver innspýting inn í eldstöðina. Við vitum ekkert og enginn getur sagt hvert framhaldið er. Kannski hefur þetta bara verið atburður sem gerðist einu sinni, og svo er þetta búið,“ segir Ólafur Flóvenz jarðhitasérfræðingur. „Menn þurfa auðvitað að vera vakandi fyrir því að það getur allt mögulegt gerst en það er hins vegar engin ástæða til að fara á taugum yfir þessu.“ Tengdar fréttir Íbúar rólegir þrátt fyrir hræringar í Öræfajökli "Maður má ekki hræða sig á þessum hlutum,“ segir starfsmaður í söluskálanum Freysnesi. Íbúar í Öræfum eru rólegir þrátt fyrir fréttir síðustu daga. 22. nóvember 2017 07:00 Telur að kvikan sé grunnt undir yfirborði fjallsins Súr og seigfljótandi kvika er komin upp undir yfirborð bergsins undir öskju Öræfajökuls, telur forstjóri Íslenskra orkurannsókna. 25. nóvember 2017 07:00 Kvika komin upp undir yfirborð Öræfajökuls Langlíklegast er að kvika sé komin mjög nærri yfirborði Öræfajökuls, að mati jarðeðlisfræðings, sem telur eldsumbrot í raun hafin. 24. nóvember 2017 23:00 Áætlun vísar veginn ef gos verður í Öræfajökli Almannavarnir stefna að því að rýma svæðið við Öræfajökul áður en eldgos kann að brjótast þar út. Náist það ekki í tæka tíð verður unnið samkvæmt nýrri neyðaráætlun. 23. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Eigandi ferðaþjónustufyrirtækis segist hafa fengið afbókun vegna fréttaflutnings um að eldsumbrot séu í raun hafin í Öræfajökli. Jarðeðlisfræðingur sem lagði þetta mat á stöðuna í viðtali á föstudag segir aftur á móti skýrt að kvikuinnskot hafi orðið og enginn geti spáð um framhaldið. Á föstudag var viðtal við Ólaf G. Flóvenz jarðhitasérfræðing í fréttum Stöðvar 2 þar sem hann sagði eldsumbrot í raun hafin í Öræfajökli og langlíklegast sé kvika komin mjög nærri yfirboði, og hafi jafnvel þegar komist í gegn.Töldu ekki öruggt að koma Sigurður Guðmundsson eigandi South East Iceland í Hornafirði segir fréttina hafa haft áhrif á viðskiptin. Á föstudagskvöld hafi hann fengið símhringingu frá sex manna hópi sem hafi séð fréttina og vildi afbóka vegna eldsumbrota. „Ég reyndi að koma þeim í skilning um það að það væru ekki hafin eldsumbrot og þetta væri í raun og veru bara viðtal og mat þessa manns að kvikan væri þarna komin nálægt yfirborði, en það væru ekki komin eldsumbrot, eins og við vitum að kom fram í fréttinni. En þau skildu þetta þannig að eldsumbrot væru hafin og að skilgreining þeirra á eldsumbrotum væri að kvikan væri komin upp á yfirborð og það væri ekki öruggt að koma hérna.“Ólafur G. Flóvenz, forstjóri ÍSOR, er jarðeðlisfræðingur og jarðhitasérfræðingur.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Sigurður hefur ekki heyrt um aðrar afbókanir. Hann viti þó til þess að þó nokkur fjöldi fólks hafi orðið ringlað af fréttaflutningnum og reynt að fá botn í stöðuna, þ.e. hvort hafið sé eldgos í Öræfajökli.Var um að ræða þjófstart á eldgosi? Margir sérfræðingar hafa lagt sitt mat á stöðuna í Öræfajökli út frá sinni sérfræðikunnáttu í fréttum síðustu daga og eru sannarlega ekki allir sammála. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur sagði til að mynda í fréttum RÚV í gær, þvert á mat Ólafs, að engar vísbendingar væru um að eldsumbrot séu hafin í Öræfajökli, heldur sýni gögn þvert á móti að jarðhiti sé á svæðinu. Ólafur Flóvens telur að allir séu sammála um það að það hafi komið einhvers konar kvikuinnskot inn í rætur öræfajökuls. Spurningin sé bara hversu hátt þetta innskot hafi farið.Ertu að þjófstarta eldgosi?„Nei, ég held ég hafi tekið mjög skýrt fram í fréttum að þetta gæti alveg verið atburður sem er um garð genginn. Það gerðist eitthvað þarna, það kom einhver innspýting inn í eldstöðina. Við vitum ekkert og enginn getur sagt hvert framhaldið er. Kannski hefur þetta bara verið atburður sem gerðist einu sinni, og svo er þetta búið,“ segir Ólafur Flóvenz jarðhitasérfræðingur. „Menn þurfa auðvitað að vera vakandi fyrir því að það getur allt mögulegt gerst en það er hins vegar engin ástæða til að fara á taugum yfir þessu.“
Tengdar fréttir Íbúar rólegir þrátt fyrir hræringar í Öræfajökli "Maður má ekki hræða sig á þessum hlutum,“ segir starfsmaður í söluskálanum Freysnesi. Íbúar í Öræfum eru rólegir þrátt fyrir fréttir síðustu daga. 22. nóvember 2017 07:00 Telur að kvikan sé grunnt undir yfirborði fjallsins Súr og seigfljótandi kvika er komin upp undir yfirborð bergsins undir öskju Öræfajökuls, telur forstjóri Íslenskra orkurannsókna. 25. nóvember 2017 07:00 Kvika komin upp undir yfirborð Öræfajökuls Langlíklegast er að kvika sé komin mjög nærri yfirborði Öræfajökuls, að mati jarðeðlisfræðings, sem telur eldsumbrot í raun hafin. 24. nóvember 2017 23:00 Áætlun vísar veginn ef gos verður í Öræfajökli Almannavarnir stefna að því að rýma svæðið við Öræfajökul áður en eldgos kann að brjótast þar út. Náist það ekki í tæka tíð verður unnið samkvæmt nýrri neyðaráætlun. 23. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Íbúar rólegir þrátt fyrir hræringar í Öræfajökli "Maður má ekki hræða sig á þessum hlutum,“ segir starfsmaður í söluskálanum Freysnesi. Íbúar í Öræfum eru rólegir þrátt fyrir fréttir síðustu daga. 22. nóvember 2017 07:00
Telur að kvikan sé grunnt undir yfirborði fjallsins Súr og seigfljótandi kvika er komin upp undir yfirborð bergsins undir öskju Öræfajökuls, telur forstjóri Íslenskra orkurannsókna. 25. nóvember 2017 07:00
Kvika komin upp undir yfirborð Öræfajökuls Langlíklegast er að kvika sé komin mjög nærri yfirborði Öræfajökuls, að mati jarðeðlisfræðings, sem telur eldsumbrot í raun hafin. 24. nóvember 2017 23:00
Áætlun vísar veginn ef gos verður í Öræfajökli Almannavarnir stefna að því að rýma svæðið við Öræfajökul áður en eldgos kann að brjótast þar út. Náist það ekki í tæka tíð verður unnið samkvæmt nýrri neyðaráætlun. 23. nóvember 2017 07:00