Yrði hissa ef fjárlagafrumvarpið yrði lagt óbreytt fyrir þingið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. nóvember 2017 15:38 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG. Vísir/Vilhelm Þingmaður Vinstri grænna segir að það kæmi sér mjög á óvart ef fjárlagafrumvarp Benedikts Jóhannessonar yrði lagt fram á Alþingi í óbreytti mynd. Fréttastofa RÚV hefur heimildir fyrir því að það sé vilji formanna flokkanna að leggja frumvarpið fram óbreytt, með nýjum formála þó, í því skyni að flýta fyrir setningu Alþingis. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í samtali við fréttastofu fyrir hádegi að hún vonaðist eftir því að þing gæti komið saman í næstu viku. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að það kæmi sér mjög á óvart ef frumvarpið fráfarandi ráðherra yrði lagt fram. Það væri skrýtið en það sé þó bara hennar skoðun. „Þau hafa ekki tekið neina ákvörðun hvernig þau haga þessu,“ segir Bjarkey. Ljóst er að nokkrir möguleikar eru í stöðunni fyrir formenn flokkanna er varðar nýtt fjárlagafrumvarp. Hægt væri að leggja það óbreytt fram með eða án nýs formála, gera breytingar í ákveðnum köflum eða smíða nýtt frá grunni. Ljóst er að síðasti kosturinn er sá tímafrekasti og má telja líklegt að formennirnir forðist þann kost. Bjarkey minnir jafnframt á að fjárlagafrumvörp taki alltaf breytingum í meðferð þingsins. Frumvarpið fer fram í þremur umræðum með tilheyrandi atkvæðagreiðslum. „Það eru gerðar töluverðar breytingar á frumvarpinu milli breytinga. Það yrði ekkert öðruvísi með þetta.“ Fjárlagafrumvarp Benedikts Jóhannessonar hlaut töluverða gagnrýni frá Katrínu Jakobsdóttur og sagði hún meðal annars að „sveltistefna“ væri lögfest með frumvarpinu. Þá sagði þingmaður Sjálfstæðisflokksins að engin af skattahækkunartillögum Viðreisnar hefði hlotið afgreiðslu í þingnefndum undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Bjarkey sagði fund þingmanna VG með formanninum á öðrum tímanum hafa verið góðan. Málefnasamningur flokkanna hafi verið kynntur en hún hafi eins og fleiri þingmenn, sem starfað hafi að sáttmálanum, verið að mestu meðvituð um innihald hans. Nú stendur yfir fundur formanna allra flokka þar sem fjárlagafrumvarpið er meðal umræðuefna.Að neðan má sjá upptöku frá kynningu fráfarandi fjármálaráðherra á fjárlagafrumvarpinu. Kosningar 2017 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Sjá meira
Þingmaður Vinstri grænna segir að það kæmi sér mjög á óvart ef fjárlagafrumvarp Benedikts Jóhannessonar yrði lagt fram á Alþingi í óbreytti mynd. Fréttastofa RÚV hefur heimildir fyrir því að það sé vilji formanna flokkanna að leggja frumvarpið fram óbreytt, með nýjum formála þó, í því skyni að flýta fyrir setningu Alþingis. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í samtali við fréttastofu fyrir hádegi að hún vonaðist eftir því að þing gæti komið saman í næstu viku. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að það kæmi sér mjög á óvart ef frumvarpið fráfarandi ráðherra yrði lagt fram. Það væri skrýtið en það sé þó bara hennar skoðun. „Þau hafa ekki tekið neina ákvörðun hvernig þau haga þessu,“ segir Bjarkey. Ljóst er að nokkrir möguleikar eru í stöðunni fyrir formenn flokkanna er varðar nýtt fjárlagafrumvarp. Hægt væri að leggja það óbreytt fram með eða án nýs formála, gera breytingar í ákveðnum köflum eða smíða nýtt frá grunni. Ljóst er að síðasti kosturinn er sá tímafrekasti og má telja líklegt að formennirnir forðist þann kost. Bjarkey minnir jafnframt á að fjárlagafrumvörp taki alltaf breytingum í meðferð þingsins. Frumvarpið fer fram í þremur umræðum með tilheyrandi atkvæðagreiðslum. „Það eru gerðar töluverðar breytingar á frumvarpinu milli breytinga. Það yrði ekkert öðruvísi með þetta.“ Fjárlagafrumvarp Benedikts Jóhannessonar hlaut töluverða gagnrýni frá Katrínu Jakobsdóttur og sagði hún meðal annars að „sveltistefna“ væri lögfest með frumvarpinu. Þá sagði þingmaður Sjálfstæðisflokksins að engin af skattahækkunartillögum Viðreisnar hefði hlotið afgreiðslu í þingnefndum undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Bjarkey sagði fund þingmanna VG með formanninum á öðrum tímanum hafa verið góðan. Málefnasamningur flokkanna hafi verið kynntur en hún hafi eins og fleiri þingmenn, sem starfað hafi að sáttmálanum, verið að mestu meðvituð um innihald hans. Nú stendur yfir fundur formanna allra flokka þar sem fjárlagafrumvarpið er meðal umræðuefna.Að neðan má sjá upptöku frá kynningu fráfarandi fjármálaráðherra á fjárlagafrumvarpinu.
Kosningar 2017 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Sjá meira