Uppsagnir hjá Pressunni: Allar eignir til sölu fyrir „skynsamlegt verð“ Daníel Freyr Birkisson skrifar 28. nóvember 2017 13:14 Starfsfólki Pressunnar hefur verið sagt upp. Ný stjórn segir eignir félagsins til sölu. vísir/pjetur Stjórn Pressunnar hefur sagt upp öllu starfsfólki félagsins og hefur útgáfa landshlutablaða þess verið stöðvuð. RÚV greindi frá fyrr í dag. Ómar R. Valdimarsson, stjórnarmaður, sagði í samtali við Vísi að allar eignir félagsins væru til sölu fyrir skynsamlegt verð. Indíana Hreinsdóttir, ritstjóri Akureyri Vikublaðs, greindi frá því á Facebook-síðu sinni að útgáfa blaðsins hefði verið sett í stöðvun. Ómar R. Valdimarsson, nýr stjórnarmaður félagsins, staðfesti við fréttastofu að Indíana væri önnur tveggja launamanna sem hefðu misst starfið. Hann segir að fyrirtækið sé með fjölda verktaka í starfi sem eðli málsins samkvæmt væru ekki starfsmenn félagsins. „Við erum enn í þeim fasa að ná utan um rekstur blaðanna,“ segir Ómar og bætir við að fjárhagsstaða félagsins sé ekki góð. „Við vissum að [staðan] væri slæm og höfum ekki enn komist yfir öll fjárhagsgögn þannig við getum ekki nákvæmlega sagt til um hver staðan er en hún er ekki þannig að ég geri ráð fyrir að fyrirtækið verði rekið áfram,“ bætir hann við.Allar eignir félagsins komnar á sölu Hann segir öll blöðin vera komin á sölu en Pressan gefur út landshlutablöðin Akureyri Vikublað, Austurland, Reykjanes, Suðra, Vesturland, Vestfirði, Ölduna, Sleggjuna, Birtu, Hafnarfjörð, Kópavog og Reykjavík Vikublað. „Allar eignir félagsins eru til sölu fyrir skynsamlegt verð en það er spurning hvort stjórnin taki það að sér að selja þetta eða láta það eiga sig,“ segir Ómar og bendir á að seinni kosturinn feli það í sér gefa félagið upp til gjaldþrotaskipta. „Þá er það bara skiptastjóra að greiða úr því“.Björn Ingi Hrafnsson vísaði ásökunum eigenda Pressunnar á bug síðastliðinn föstudag.Vísir/ValliNý stjórn tók við félagi Pressunnar síðastliðinn föstudag og greindi hún frá því að grunur lægi á að fyrri stjórn hafi misfarið með fjármuni félagsins og annarra því tengdu og að kröfuhöfum hafi verið mismunað með ólögmætum hætti. Þá kom einnig fram að félagið gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar vegna skulda gagnvart tollstjóra upp á 150 milljónir króna í opinber gjöld.Sjá einnig: Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafaBjörn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi útgefandi Pressunnar, svaraði nýrri stjórn í kjölfar ásakana um misferli með fjármuni Pressunnar og sakaði Dalsmenn, nýja eigendur félagsins, um svik og að reyna að koma félaginu í þrot.Sjá einnig: Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrotEftir eigendaskiptin er eignarhald Pressunnar í höndum sjö félaga. Eignarhaldsfélagið Dalurinn ehf. er þar með stærstan hlut í félaginu, rúmlega 68 prósent. Dalsmenn eru þeir Árni Harðarson, Vilhelm Róbert Wessmann, Jóhann G. Jóhannsson, Halldór Kristmannsson og Hilmar Þór Kristinsson. Björn Ingi Hrafnsson á 18 prósent hlut í félaginu í gegnum félög sín Kringluturninn og Kringlueignir. Fjölmiðlar Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Stjórn Pressunnar hefur sagt upp öllu starfsfólki félagsins og hefur útgáfa landshlutablaða þess verið stöðvuð. RÚV greindi frá fyrr í dag. Ómar R. Valdimarsson, stjórnarmaður, sagði í samtali við Vísi að allar eignir félagsins væru til sölu fyrir skynsamlegt verð. Indíana Hreinsdóttir, ritstjóri Akureyri Vikublaðs, greindi frá því á Facebook-síðu sinni að útgáfa blaðsins hefði verið sett í stöðvun. Ómar R. Valdimarsson, nýr stjórnarmaður félagsins, staðfesti við fréttastofu að Indíana væri önnur tveggja launamanna sem hefðu misst starfið. Hann segir að fyrirtækið sé með fjölda verktaka í starfi sem eðli málsins samkvæmt væru ekki starfsmenn félagsins. „Við erum enn í þeim fasa að ná utan um rekstur blaðanna,“ segir Ómar og bætir við að fjárhagsstaða félagsins sé ekki góð. „Við vissum að [staðan] væri slæm og höfum ekki enn komist yfir öll fjárhagsgögn þannig við getum ekki nákvæmlega sagt til um hver staðan er en hún er ekki þannig að ég geri ráð fyrir að fyrirtækið verði rekið áfram,“ bætir hann við.Allar eignir félagsins komnar á sölu Hann segir öll blöðin vera komin á sölu en Pressan gefur út landshlutablöðin Akureyri Vikublað, Austurland, Reykjanes, Suðra, Vesturland, Vestfirði, Ölduna, Sleggjuna, Birtu, Hafnarfjörð, Kópavog og Reykjavík Vikublað. „Allar eignir félagsins eru til sölu fyrir skynsamlegt verð en það er spurning hvort stjórnin taki það að sér að selja þetta eða láta það eiga sig,“ segir Ómar og bendir á að seinni kosturinn feli það í sér gefa félagið upp til gjaldþrotaskipta. „Þá er það bara skiptastjóra að greiða úr því“.Björn Ingi Hrafnsson vísaði ásökunum eigenda Pressunnar á bug síðastliðinn föstudag.Vísir/ValliNý stjórn tók við félagi Pressunnar síðastliðinn föstudag og greindi hún frá því að grunur lægi á að fyrri stjórn hafi misfarið með fjármuni félagsins og annarra því tengdu og að kröfuhöfum hafi verið mismunað með ólögmætum hætti. Þá kom einnig fram að félagið gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar vegna skulda gagnvart tollstjóra upp á 150 milljónir króna í opinber gjöld.Sjá einnig: Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafaBjörn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi útgefandi Pressunnar, svaraði nýrri stjórn í kjölfar ásakana um misferli með fjármuni Pressunnar og sakaði Dalsmenn, nýja eigendur félagsins, um svik og að reyna að koma félaginu í þrot.Sjá einnig: Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrotEftir eigendaskiptin er eignarhald Pressunnar í höndum sjö félaga. Eignarhaldsfélagið Dalurinn ehf. er þar með stærstan hlut í félaginu, rúmlega 68 prósent. Dalsmenn eru þeir Árni Harðarson, Vilhelm Róbert Wessmann, Jóhann G. Jóhannsson, Halldór Kristmannsson og Hilmar Þór Kristinsson. Björn Ingi Hrafnsson á 18 prósent hlut í félaginu í gegnum félög sín Kringluturninn og Kringlueignir.
Fjölmiðlar Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira