Körfubolti

Rekinn af velli í fyrsta sinn á fimmtán ára ferli

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
LeBron kvartar hér yfir því að hafa verið rekinn í sturtu.
LeBron kvartar hér yfir því að hafa verið rekinn í sturtu. vísir/getty
LeBron James var sendur snemma í sturtu í fyrsta sinn síðan hann kom í NBA-deildina en félagi hans, Kevin Love, sá til þess að Cleveland lagði gamla liðið hans LeBron, Miami, í nótt.

Love skoraði 38 stig í leiknum og þar af 32 stig í fyrri hálfleik sem var lygilegur hjá honum. James skoraði 21 stig, tók 12 fráköst, gaf 6 stoðsendingar og stal 5 boltum áður en hann fór í sturtu. Þetta var níundi sigurleikur Cleveland í röð.

LeBron er búinn að spila í deildinni í 15 ár og þetta var leikur númer 1.082 hjá honum. Hann fékk sturtuferðina fyrir mótmæli er lítið var eftir af þriðja leikhluta.

Úrslit:

Cleveland-Miami  108-97

Chicago-Phoenix  99-104

Minnesota-Washington  89-92

Utah-Denver  106-77

Sacramento-Milwaukee  87-112

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×