Komu á fót vefsíðu sem finnur hagstæðasta húsnæðislánið Daníel Freyr Birkisson skrifar 29. nóvember 2017 17:00 Ólafur Örn Guðmundsson. Ólafur Örn Guðmundsson „Okkur langaði að auðvelda ferlið við að taka lán og að bera saman lánamöguleika,“ segir Ólafur Örn Guðmundsson, annar stofnenda fjártæknivefsíðunnar Aurbjargar. Nafnið er orðaleikur og er dregið af orðunum „aur“ og „björg“. Hugmynd og smíð síðunnar er í höndum Ólafs og Þórhildar Jensdóttur, kærustu hans. Uppfærslu er að vænta á síðunni á morgun. „Síðan kom út fyrir tveimur mánuðum og felur hún í raun í sér lánasamanburð. Þetta er ein sameiginleg lánareiknivél. Inni á henni eru allir stærstu húsnæðislánaveitendur landsins þannig að notendur þurfa ekki að fara inn á hverja einustu síðu hjá hverjum einasta lánveitanda til þess að reikna út lánakjörin og bera þau saman. Þú getur síðan reiknað út greiðslubyrði út frá lánsupphæð og lánstíma og fengið niðurstöður sem er raðað frá ódýrasta láninu,“ segir Ólafur.Bæta við samanburði á sparnaðarreikningumUppfærslu er að vænta frá Aurbjörgu fimmtudaginn 30. nóvember en þá verður hægt að nálgast samanburð á vöxtum og kjörum á innlánsvöxtum hjá Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankanum. Ólafur segir þetta lið í framtíðarsýn Aurbjargar en stefnt er að frekari uppfærslum á næstu mánuðum. „Við ætlum til dæmis að bera saman kort, farsímagreiðslur og þjónustu tryggingafélaganna. Hugmyndin er að kovera fjármálamarkaðinn í heild.“ Mjög miklar breytingar hafa verið á vöxtum húsnæðislána undanfarið. „Í tilefni þess tókum við saman gagnvirkt graf sem sýnir þróun verðtryggðra húsnæðislána (grunnlán) með breytilegum vöxtum. Á grafinu eru sýndir nokkrir af stærstu lífeyrissjóðum landsins en grafið sýnir mikla lækkun á breytilegum vöxtum húsnæðislána sem hafa lækkað allt að 20 prósent sem af er á þessu ári.“ Hann bendir einnig á að fjármálalæsi hér á landi sé ábótavant og sé hugmyndin að reyna að efla það. „Við sjáum tækifæri og viljum koma á framfæri fróðleik um fjármál. Í nýju uppfærslunni verður flipi sem heitir „Fróðleikur um lán“.“Aurbjörg er fjártæknivefsíða sem hjálpar þér með fjármálin.aurbjörgViðbrögðin góðHann segir viðbrögð síðunnar hafa verið góð. „Það er greinilega mikil vöntun á svona síðum. Þetta þekkist mjög vel erlendis en svona síða hefur ekki verið til á Íslandi. Það eru til síður [erlendis] eins og moneysupermarket.com sem einfalda fjármálaákvarðanir fyrir neytendur og skapar samkeppni banka – neytendum til hagsbóta.“ Ólafur leggur um þessar mundir stund á mastersnám í verkfræði við DTU háskólann í Kaupmannahöfn ásamt kærustu sinni, Þorhildi Jensdóttur. Þau vinna bæði í síðunni samhliða náminu. Eins og áður segir mun ný uppfærsla líta dagsins ljós þann 30. nóvember en hana má sjá á aurbjorg.isHér fyrir neðan er hægt að sjá gagnvirkt graf á vegum Aurbjargar sem sýnir þróun breytilegra vaxta húsnæðislána. Húsnæðismál Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira
„Okkur langaði að auðvelda ferlið við að taka lán og að bera saman lánamöguleika,“ segir Ólafur Örn Guðmundsson, annar stofnenda fjártæknivefsíðunnar Aurbjargar. Nafnið er orðaleikur og er dregið af orðunum „aur“ og „björg“. Hugmynd og smíð síðunnar er í höndum Ólafs og Þórhildar Jensdóttur, kærustu hans. Uppfærslu er að vænta á síðunni á morgun. „Síðan kom út fyrir tveimur mánuðum og felur hún í raun í sér lánasamanburð. Þetta er ein sameiginleg lánareiknivél. Inni á henni eru allir stærstu húsnæðislánaveitendur landsins þannig að notendur þurfa ekki að fara inn á hverja einustu síðu hjá hverjum einasta lánveitanda til þess að reikna út lánakjörin og bera þau saman. Þú getur síðan reiknað út greiðslubyrði út frá lánsupphæð og lánstíma og fengið niðurstöður sem er raðað frá ódýrasta láninu,“ segir Ólafur.Bæta við samanburði á sparnaðarreikningumUppfærslu er að vænta frá Aurbjörgu fimmtudaginn 30. nóvember en þá verður hægt að nálgast samanburð á vöxtum og kjörum á innlánsvöxtum hjá Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankanum. Ólafur segir þetta lið í framtíðarsýn Aurbjargar en stefnt er að frekari uppfærslum á næstu mánuðum. „Við ætlum til dæmis að bera saman kort, farsímagreiðslur og þjónustu tryggingafélaganna. Hugmyndin er að kovera fjármálamarkaðinn í heild.“ Mjög miklar breytingar hafa verið á vöxtum húsnæðislána undanfarið. „Í tilefni þess tókum við saman gagnvirkt graf sem sýnir þróun verðtryggðra húsnæðislána (grunnlán) með breytilegum vöxtum. Á grafinu eru sýndir nokkrir af stærstu lífeyrissjóðum landsins en grafið sýnir mikla lækkun á breytilegum vöxtum húsnæðislána sem hafa lækkað allt að 20 prósent sem af er á þessu ári.“ Hann bendir einnig á að fjármálalæsi hér á landi sé ábótavant og sé hugmyndin að reyna að efla það. „Við sjáum tækifæri og viljum koma á framfæri fróðleik um fjármál. Í nýju uppfærslunni verður flipi sem heitir „Fróðleikur um lán“.“Aurbjörg er fjártæknivefsíða sem hjálpar þér með fjármálin.aurbjörgViðbrögðin góðHann segir viðbrögð síðunnar hafa verið góð. „Það er greinilega mikil vöntun á svona síðum. Þetta þekkist mjög vel erlendis en svona síða hefur ekki verið til á Íslandi. Það eru til síður [erlendis] eins og moneysupermarket.com sem einfalda fjármálaákvarðanir fyrir neytendur og skapar samkeppni banka – neytendum til hagsbóta.“ Ólafur leggur um þessar mundir stund á mastersnám í verkfræði við DTU háskólann í Kaupmannahöfn ásamt kærustu sinni, Þorhildi Jensdóttur. Þau vinna bæði í síðunni samhliða náminu. Eins og áður segir mun ný uppfærsla líta dagsins ljós þann 30. nóvember en hana má sjá á aurbjorg.isHér fyrir neðan er hægt að sjá gagnvirkt graf á vegum Aurbjargar sem sýnir þróun breytilegra vaxta húsnæðislána.
Húsnæðismál Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira