Konurnar öflugar í glæpasögunum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2017 19:00 Bókatíðindi eru væntanleg í hús í vikunni sem fyrir mörgum er fyrsta merki um að jólin nálgist. Bókajólin í ár einkennast af glæpasögum og hafa aldrei fleiri konur verið meðal glæpasagnahöfunda. Glæpasagnadrottningin Yrsa hefur rutt veginn en hún er sú kona sem hefur selt flestar bækur á Íslandi. Á árinu koma hundrað og fimmtíu nýjar barna og -unglingabækur út á Íslandi og tvö hundruð nýjar skáldsögur. En hvernig eru íslensk skáld að standa sig í útgáfunni?Bryndís Loftsdóttir, frá Félagi íslenskra bókaútgefenda.„Íslensk skáld standa sig nú alltaf ótrúlega vel og það vekur alheimsathygli hvað við gefum út margar bækur á hverju ári. En í ár þegar við lítum á Bókatíðindin sem borin eru í hús í næstu viku. Þá eru aðeins færri íslenskar skáldsögur en í fyrra en fleiri glæpasögur en nokkru sinni áður,“ segir Bryndís Loftsdóttir, frá Félagi íslenskra bókaútgefenda. Bryndís segir að minnsta kosti sextán nýjar glæpasögur komi út á árinu og um fjörutíu prósent höfunda séu konur. Það þýði að aldrei hafi eins margar konur gefið út glæpasögu sem séu gleðitíðindi. „Ég held nefnilega að konur séu ekki jafn sleipar þegar kemur að því að myrða í alvörunni og þær virðast ekki standa körlunum langt að baki þegar kemur að því að skrifa um glæpi.“ Og sú sem ruddi veginn hlýtur að vera Yrsa Sigurðardóttir sem er sú kona sem hefur selt flestar bækur á Íslandi. Og afköstin eru ekki lítil. „Ég er búin að skrifa í 13 ár. Þetta er 13. bókin mín og áður skrifaði ég fimm barnabækur,“ segir Yrsa. Yrsa fagnar fleiri konum á markaðinn og hefur engar áhyggjur af samkeppninni. En hún bíður þessa dagana spennt eftir bókinni sinni eins og margir aðrir íslenskir höfundar þar sem seinkun hefur orðið á sendingum frá útlöndum - þar sem allar íslenskar bækur eru prentaðar núna. „Bókin mín er einhvers staðar úti í gámi í hafsjó. Kemur vonandi í höfn. En kemur í næstu viku en hún var prentuð í Finnlandi og kemur í næstu viku. En hér er prufueintak, Gatið.“ En þegar bókin er komin í hendurnar, eru þá komin jól hjá Yrsu? „Ég er alltaf rosalega glöð á hádegi á aðfangadag, þá er allt búið og að koma nýtt ár þegar maður er aftur orðinn venjulegur borgari. Og byrjuð á næstu bók? Já, ég byrja að hugsa um næstu bók bara bráðlega.“ Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Bókatíðindi eru væntanleg í hús í vikunni sem fyrir mörgum er fyrsta merki um að jólin nálgist. Bókajólin í ár einkennast af glæpasögum og hafa aldrei fleiri konur verið meðal glæpasagnahöfunda. Glæpasagnadrottningin Yrsa hefur rutt veginn en hún er sú kona sem hefur selt flestar bækur á Íslandi. Á árinu koma hundrað og fimmtíu nýjar barna og -unglingabækur út á Íslandi og tvö hundruð nýjar skáldsögur. En hvernig eru íslensk skáld að standa sig í útgáfunni?Bryndís Loftsdóttir, frá Félagi íslenskra bókaútgefenda.„Íslensk skáld standa sig nú alltaf ótrúlega vel og það vekur alheimsathygli hvað við gefum út margar bækur á hverju ári. En í ár þegar við lítum á Bókatíðindin sem borin eru í hús í næstu viku. Þá eru aðeins færri íslenskar skáldsögur en í fyrra en fleiri glæpasögur en nokkru sinni áður,“ segir Bryndís Loftsdóttir, frá Félagi íslenskra bókaútgefenda. Bryndís segir að minnsta kosti sextán nýjar glæpasögur komi út á árinu og um fjörutíu prósent höfunda séu konur. Það þýði að aldrei hafi eins margar konur gefið út glæpasögu sem séu gleðitíðindi. „Ég held nefnilega að konur séu ekki jafn sleipar þegar kemur að því að myrða í alvörunni og þær virðast ekki standa körlunum langt að baki þegar kemur að því að skrifa um glæpi.“ Og sú sem ruddi veginn hlýtur að vera Yrsa Sigurðardóttir sem er sú kona sem hefur selt flestar bækur á Íslandi. Og afköstin eru ekki lítil. „Ég er búin að skrifa í 13 ár. Þetta er 13. bókin mín og áður skrifaði ég fimm barnabækur,“ segir Yrsa. Yrsa fagnar fleiri konum á markaðinn og hefur engar áhyggjur af samkeppninni. En hún bíður þessa dagana spennt eftir bókinni sinni eins og margir aðrir íslenskir höfundar þar sem seinkun hefur orðið á sendingum frá útlöndum - þar sem allar íslenskar bækur eru prentaðar núna. „Bókin mín er einhvers staðar úti í gámi í hafsjó. Kemur vonandi í höfn. En kemur í næstu viku en hún var prentuð í Finnlandi og kemur í næstu viku. En hér er prufueintak, Gatið.“ En þegar bókin er komin í hendurnar, eru þá komin jól hjá Yrsu? „Ég er alltaf rosalega glöð á hádegi á aðfangadag, þá er allt búið og að koma nýtt ár þegar maður er aftur orðinn venjulegur borgari. Og byrjuð á næstu bók? Já, ég byrja að hugsa um næstu bók bara bráðlega.“
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira