Fyrsti fundur formlegra stjórnarmyndunarviðræðna í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. nóvember 2017 08:30 Formenn flokkanna þriggja funda í dag ásamt sex öðrum fulltrúum frá flokkunum. vísir/eyþór/hanna/daníel Fyrsti fundur formlegra stjórnarmyndunarviðræðna Sjálfstæðiflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna er í dag. Auk formannanna þriggja, þeirra Bjarna Benediktssonar, Katrínar Jakobsdóttur og Sigurðar Inga Jóhannssonar, munu tveir til viðbótar frá hverjum flokki sitja fundinn en það er sami hópur og var í óformlegum viðræðum flokkanna sem fóru fram á föstudag og laugardag. Sigurður Ingi segir í samtali við Vísi að fundurinn í dag leggist vel í sig. „Við ætlum bara að leggjast yfir þetta fyrst þessi hópur í dag. Svo munum við fá „input“ innan úr stjórnkerfinu varðandi staðreyndir, tölur og annað slíkt,“ segir Sigurður Ingi. Aðspurður á hverju verði byrjað í dag segir Sigurður Ingi að það verði byrjað þar sem frá var horfið um helgina og fara ofan í það sem verið var að ræða þá. „Svona það sem felst í að breyta óformlegum viðræðum í formlegar.“ Lagt er upp með það að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, verði forsætisráðherra ef af myndun ríkisstjórnar þessara þriggja flokka verður og má því gera ráð fyrir því að hún leiði stjórnarmyndunarviðræðurnar. Greint var frá því í Fréttablaðinu í dag að viðræður flokkanna um málefni væru mjög langt komnar. Ólíkar áherslur flokkanna í skattamálum munu verða lagðar til hliðar að mestu leyti en þó er áformað að gera breytingar í skattamálum í tengslum við komandi kjaraviðræður. Þá verður beðið með formlegar viðræður um skiptingu ráðuneyta bæði hvað varðar fjölda ráðuneyta og hvernig þeim verður skipt, þar til fyrir liggur að flokkarnir nái saman um málefnin. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín: Setjum hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. 13. nóvember 2017 14:14 Ekki þörf á að boða neinn til Bessastaða Leiðtogar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hafa tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að þeir séu reiðubúnir til að hefja formlegar viðræður. 13. nóvember 2017 17:09 Óbreytt staða í skattamálum Málefnaviðræður flokkanna eru mjög langt komnar. Ríkisstjórn gæti orðið til um næstu helgi. Ágreiningur um ráðherraembætti geymdur þar til síðast. Átök gætu orðið milli flokkanna um utanríkisráðuneytið. 14. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Erlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira
Fyrsti fundur formlegra stjórnarmyndunarviðræðna Sjálfstæðiflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna er í dag. Auk formannanna þriggja, þeirra Bjarna Benediktssonar, Katrínar Jakobsdóttur og Sigurðar Inga Jóhannssonar, munu tveir til viðbótar frá hverjum flokki sitja fundinn en það er sami hópur og var í óformlegum viðræðum flokkanna sem fóru fram á föstudag og laugardag. Sigurður Ingi segir í samtali við Vísi að fundurinn í dag leggist vel í sig. „Við ætlum bara að leggjast yfir þetta fyrst þessi hópur í dag. Svo munum við fá „input“ innan úr stjórnkerfinu varðandi staðreyndir, tölur og annað slíkt,“ segir Sigurður Ingi. Aðspurður á hverju verði byrjað í dag segir Sigurður Ingi að það verði byrjað þar sem frá var horfið um helgina og fara ofan í það sem verið var að ræða þá. „Svona það sem felst í að breyta óformlegum viðræðum í formlegar.“ Lagt er upp með það að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, verði forsætisráðherra ef af myndun ríkisstjórnar þessara þriggja flokka verður og má því gera ráð fyrir því að hún leiði stjórnarmyndunarviðræðurnar. Greint var frá því í Fréttablaðinu í dag að viðræður flokkanna um málefni væru mjög langt komnar. Ólíkar áherslur flokkanna í skattamálum munu verða lagðar til hliðar að mestu leyti en þó er áformað að gera breytingar í skattamálum í tengslum við komandi kjaraviðræður. Þá verður beðið með formlegar viðræður um skiptingu ráðuneyta bæði hvað varðar fjölda ráðuneyta og hvernig þeim verður skipt, þar til fyrir liggur að flokkarnir nái saman um málefnin.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín: Setjum hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. 13. nóvember 2017 14:14 Ekki þörf á að boða neinn til Bessastaða Leiðtogar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hafa tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að þeir séu reiðubúnir til að hefja formlegar viðræður. 13. nóvember 2017 17:09 Óbreytt staða í skattamálum Málefnaviðræður flokkanna eru mjög langt komnar. Ríkisstjórn gæti orðið til um næstu helgi. Ágreiningur um ráðherraembætti geymdur þar til síðast. Átök gætu orðið milli flokkanna um utanríkisráðuneytið. 14. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Erlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira
Katrín: Setjum hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. 13. nóvember 2017 14:14
Ekki þörf á að boða neinn til Bessastaða Leiðtogar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hafa tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að þeir séu reiðubúnir til að hefja formlegar viðræður. 13. nóvember 2017 17:09
Óbreytt staða í skattamálum Málefnaviðræður flokkanna eru mjög langt komnar. Ríkisstjórn gæti orðið til um næstu helgi. Ágreiningur um ráðherraembætti geymdur þar til síðast. Átök gætu orðið milli flokkanna um utanríkisráðuneytið. 14. nóvember 2017 06:00