Veiðigjöldin hækka yfir 100% í þorsk og ýsu Sigurður Páll Jónsson skrifar 15. nóvember 2017 10:04 Þegar þessi orð eru skrifuð er á teikniborðinu hugmynd um ríkisstjórn frá vinstri til hægri eða frá hægri til vinstri, ég er ekki viss. Það er vissulega mikilvægt að koma á starfhæfri ríkisstjórn sem fyrst, ríkisstjórn sem getur tekið samhent á verkefnum með skýra stefnu og sýn á verkefnin, því mörg brýn verkefni bíða úrlausna. Eitt þeirra er einmitt tilefni þessa pistils. Veiðigjöldin voru sett á fyrir um fimm árum, var það gert án tillits til stærðar eða smæðar útgerða. Fljótlega gerðu menn sér grein fyrir því að litlar og meðal stórar og oftast skuldsettar útgerðir mundu sigla í gjaldþrot ef ekkert væri að gert. Sett var inn þrepaskipting í gjaldtöku með tilliti til kvótaminni útgerða og eins gátu skuldsett útgerðarfyrirtæki sótt um vaxtaafslátt árlega. Við þessar aðgerðir björguðust margir frá gjaldþroti. Ekki var þó og er ekki enn, tekið til tillit til þess hvort útgerðir eru eingöngu með bát og eða fiskvinnslu heldur er tekin ein niðurstaða út úr greininni í heild og sú krónutala dreifð á allar útgerðir. Þá eru veiðigjöldin sem greidd eru í dag reiknuð út frá afkomu greinarinnar árið 2015 til 2016, sem sagt eftir-á skattur. Afkoma sjávarútvegsins á þeim tíma var prýðilegur en á þessu ári alls ekki góð. Aðferðin býður því upp á skekkju sem getur valdið alvarlegum vanda, sérstaklega fyrir minni og meðalstórar útgerðir. Á nýju fiskveiðiári nú í haust er búið að fella niður allan afslátt. Álagning veiðigjalda t.d þorsks og ýsu hafa hækkað yfir 107% og 127% á milli ára. Veiðigjald af hverju lönduðu þorskkílói fer úr 11,09 kr pr kg í 22,98 kr og ýsan úr 11,53 kr í 26,20 kr pr kg miðað við óslægðan afla, og munar því um minna. Algengt er að gjaldið sé á milli 8,5 til 9 % af aflaverðmæti. Einn smábátaeigandi orðaði það svo.”Við erum tveir um borð, það hefur fjölgað um einn og hálfan háseta sem ekki láta sjá sig, en þiggja fulla greiðslu.” Það gefur auga leið að við svo búið verður ekki unað, sérstaklega fyrir litlar og meðalstórar útgerðir, aðgerða er þörf. Undirritaður hefur rætt við ýmsa aðila og hafa menn viðrað hugmyndir í þá átt að koma á þannig gjaldtöku að sem flestir geti við unað. Lagfæringar á veiðigjaldakerfinu eru því bráðnauðsynlegar enda hefur skattlagning sem kemur verst niður á minni og meðalstórum útgerðum langmest áhrif á smærri sjávarbyggðir landsins þar sem þær eru gjarnan mikilvægur stólpi í atvinnulífi í byggðarlaginu. Því hefur gallað kerfi ekki bara óæskileg áhrif á atvinnugreinina sjálfa heldur allt nærumhverfi hennar líka, t.d. þá sem atvinnu hafa af tengdum greinum og í viðkomandi byggðum. Það er því ákaflega mikilvægt að skynsamleg lausn náist á þessum vanda sem fyrstHöfundur er þingmaður Norðvesturkjördæmi fyrir Miðflokkinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Skoðun Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar þessi orð eru skrifuð er á teikniborðinu hugmynd um ríkisstjórn frá vinstri til hægri eða frá hægri til vinstri, ég er ekki viss. Það er vissulega mikilvægt að koma á starfhæfri ríkisstjórn sem fyrst, ríkisstjórn sem getur tekið samhent á verkefnum með skýra stefnu og sýn á verkefnin, því mörg brýn verkefni bíða úrlausna. Eitt þeirra er einmitt tilefni þessa pistils. Veiðigjöldin voru sett á fyrir um fimm árum, var það gert án tillits til stærðar eða smæðar útgerða. Fljótlega gerðu menn sér grein fyrir því að litlar og meðal stórar og oftast skuldsettar útgerðir mundu sigla í gjaldþrot ef ekkert væri að gert. Sett var inn þrepaskipting í gjaldtöku með tilliti til kvótaminni útgerða og eins gátu skuldsett útgerðarfyrirtæki sótt um vaxtaafslátt árlega. Við þessar aðgerðir björguðust margir frá gjaldþroti. Ekki var þó og er ekki enn, tekið til tillit til þess hvort útgerðir eru eingöngu með bát og eða fiskvinnslu heldur er tekin ein niðurstaða út úr greininni í heild og sú krónutala dreifð á allar útgerðir. Þá eru veiðigjöldin sem greidd eru í dag reiknuð út frá afkomu greinarinnar árið 2015 til 2016, sem sagt eftir-á skattur. Afkoma sjávarútvegsins á þeim tíma var prýðilegur en á þessu ári alls ekki góð. Aðferðin býður því upp á skekkju sem getur valdið alvarlegum vanda, sérstaklega fyrir minni og meðalstórar útgerðir. Á nýju fiskveiðiári nú í haust er búið að fella niður allan afslátt. Álagning veiðigjalda t.d þorsks og ýsu hafa hækkað yfir 107% og 127% á milli ára. Veiðigjald af hverju lönduðu þorskkílói fer úr 11,09 kr pr kg í 22,98 kr og ýsan úr 11,53 kr í 26,20 kr pr kg miðað við óslægðan afla, og munar því um minna. Algengt er að gjaldið sé á milli 8,5 til 9 % af aflaverðmæti. Einn smábátaeigandi orðaði það svo.”Við erum tveir um borð, það hefur fjölgað um einn og hálfan háseta sem ekki láta sjá sig, en þiggja fulla greiðslu.” Það gefur auga leið að við svo búið verður ekki unað, sérstaklega fyrir litlar og meðalstórar útgerðir, aðgerða er þörf. Undirritaður hefur rætt við ýmsa aðila og hafa menn viðrað hugmyndir í þá átt að koma á þannig gjaldtöku að sem flestir geti við unað. Lagfæringar á veiðigjaldakerfinu eru því bráðnauðsynlegar enda hefur skattlagning sem kemur verst niður á minni og meðalstórum útgerðum langmest áhrif á smærri sjávarbyggðir landsins þar sem þær eru gjarnan mikilvægur stólpi í atvinnulífi í byggðarlaginu. Því hefur gallað kerfi ekki bara óæskileg áhrif á atvinnugreinina sjálfa heldur allt nærumhverfi hennar líka, t.d. þá sem atvinnu hafa af tengdum greinum og í viðkomandi byggðum. Það er því ákaflega mikilvægt að skynsamleg lausn náist á þessum vanda sem fyrstHöfundur er þingmaður Norðvesturkjördæmi fyrir Miðflokkinn.
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar