Byrjuð að ræða skiptingu ráðuneyta Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 15. nóvember 2017 12:00 Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson við upphaf fundar formannanna í gær. vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að byrjað sé að ræða skiptingu ráðuneyta í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum flokksins við Sjálfstæðisflokk og Vinstri græn sem nú standa yfir. Eina sem liggur fyrir í því hvernig ráðuneytum verður skipt er það að lagt er upp með að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, verði forsætisráðherra. Þá er byrjað að skrifa málefnasamninginn en heimildir fréttastofu herma að samningurinn verði lagður fyrir flokksráð Vinstri grænna á laugardag og kosið um hann. Flokksráðið þarf að samþykkja málefnasamninginn svo flokkurinn taki sæti í ríkisstjórn en eins og greint hefur verið frá er mikil ólga innan VG vegna viðræðnanna við Sjálfstæðisflokkinn. Til að mynda greiddu tveir þingmenn flokksins atkvæði gegn því á þingflokksfundi að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson. Sigurður Ingi segir í samtali við fréttastofu að viðræðurnar gangi vel en formennirnir hittust á fundi núna fyrir hádegi. „Við höldum bara áfram með það sem við vorum að vinna með í gær og það er í sjálfu sér lítið að frétta á meðan þessi vinna er í gangi þessa dagana,“ segir Sigurður Ingi. Hlutirnir ættu að skýrast undir lok vikunnar. „Við erum annars að vegar að viða að okkur efni og hins vegar að skrifa málefnasamning, þannig að það er svona ýmislegt í gangi.“Er farið að raða niður ráðuneytum? „Þetta er bara eitt af því sem við þurfum að ræða og erum að ræða þannig að það mun skýrast,“ segir Sigurður Ingi. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ágreiningur gæti orðið um atvinnumál og umhverfismál Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna eru bjartsýnir á stjórnarmyndunarviðræðurnar sem hófust formlega í gær. Telja stjórn flokkanna geta aukið stöðugleika í stjórnmálum. 15. nóvember 2017 06:00 Áfram fundað um stjórnarmyndun í dag Formenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna munu eiga fund fyrir hádegi í dag í formlegum viðræðum flokkanna þriggja um myndun ríkisstjórnar. 15. nóvember 2017 09:53 Kæmi þægilega á óvart ef stjórnarsamstarfið gengur snurðulaust fyrir sig Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði, segir það ákveðið stílbrot í íslenskum stjórnmálum ef flokkarnir sem eru lengst til hægri og vinstri, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn, fara saman í ríkisstjórn. 14. nóvember 2017 13:15 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að byrjað sé að ræða skiptingu ráðuneyta í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum flokksins við Sjálfstæðisflokk og Vinstri græn sem nú standa yfir. Eina sem liggur fyrir í því hvernig ráðuneytum verður skipt er það að lagt er upp með að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, verði forsætisráðherra. Þá er byrjað að skrifa málefnasamninginn en heimildir fréttastofu herma að samningurinn verði lagður fyrir flokksráð Vinstri grænna á laugardag og kosið um hann. Flokksráðið þarf að samþykkja málefnasamninginn svo flokkurinn taki sæti í ríkisstjórn en eins og greint hefur verið frá er mikil ólga innan VG vegna viðræðnanna við Sjálfstæðisflokkinn. Til að mynda greiddu tveir þingmenn flokksins atkvæði gegn því á þingflokksfundi að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson. Sigurður Ingi segir í samtali við fréttastofu að viðræðurnar gangi vel en formennirnir hittust á fundi núna fyrir hádegi. „Við höldum bara áfram með það sem við vorum að vinna með í gær og það er í sjálfu sér lítið að frétta á meðan þessi vinna er í gangi þessa dagana,“ segir Sigurður Ingi. Hlutirnir ættu að skýrast undir lok vikunnar. „Við erum annars að vegar að viða að okkur efni og hins vegar að skrifa málefnasamning, þannig að það er svona ýmislegt í gangi.“Er farið að raða niður ráðuneytum? „Þetta er bara eitt af því sem við þurfum að ræða og erum að ræða þannig að það mun skýrast,“ segir Sigurður Ingi.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ágreiningur gæti orðið um atvinnumál og umhverfismál Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna eru bjartsýnir á stjórnarmyndunarviðræðurnar sem hófust formlega í gær. Telja stjórn flokkanna geta aukið stöðugleika í stjórnmálum. 15. nóvember 2017 06:00 Áfram fundað um stjórnarmyndun í dag Formenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna munu eiga fund fyrir hádegi í dag í formlegum viðræðum flokkanna þriggja um myndun ríkisstjórnar. 15. nóvember 2017 09:53 Kæmi þægilega á óvart ef stjórnarsamstarfið gengur snurðulaust fyrir sig Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði, segir það ákveðið stílbrot í íslenskum stjórnmálum ef flokkarnir sem eru lengst til hægri og vinstri, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn, fara saman í ríkisstjórn. 14. nóvember 2017 13:15 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Ágreiningur gæti orðið um atvinnumál og umhverfismál Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna eru bjartsýnir á stjórnarmyndunarviðræðurnar sem hófust formlega í gær. Telja stjórn flokkanna geta aukið stöðugleika í stjórnmálum. 15. nóvember 2017 06:00
Áfram fundað um stjórnarmyndun í dag Formenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna munu eiga fund fyrir hádegi í dag í formlegum viðræðum flokkanna þriggja um myndun ríkisstjórnar. 15. nóvember 2017 09:53
Kæmi þægilega á óvart ef stjórnarsamstarfið gengur snurðulaust fyrir sig Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði, segir það ákveðið stílbrot í íslenskum stjórnmálum ef flokkarnir sem eru lengst til hægri og vinstri, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn, fara saman í ríkisstjórn. 14. nóvember 2017 13:15