Sigmundur Davíð segir VG veita Sjálfstæðisflokknum uppreist æru Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. nóvember 2017 10:45 Formaður Miðflokksins segir mögulega ríkisstjórn VG, D og B vera viðbrögð við tapi flokkanna þriggja í kosningum. Vísir/Anton Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að með myndun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna sé síðastnefndi flokkurinn að veita fyrstnefnda flokknum uppreist æru. Hann segir hegðun Sjálfstæðisflokksins í viðræðunum óvenjulegaÞetta skrifar Sigmundur Davíð í pistli á vefsíðu Miðflokksins. Þar segir hann að honum finnist margt sérkennilegt við yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður sem staðið hafa yfir þessa vikuna. Segir hann að sumir flokksmenn flokkanna þriggja hafi róið að því öllum árum að koma á sambærilegri stjórn í stjórnarmyndunarviðræðum fyrir ári síðan, án árangurs. Þá blasi það við að „starfandi formenn flokkanna þriggja þurfa allir á því að halda að komast í ríkisstjórn til að halda velli, þ.e. komast hjá því að verða settir af eða deyja (pólitískt) úr leiðindum.“ Þá þykir honum undarlegt að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sé svo áhugasamur um að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum. „Formaður flokksins þráir nú að komast í ríkisstjórn með fólki sem hefur um langt skeið kallað hann glæpamann og öðrum verri nöfnum. Hann leitast við að koma til valda fólki sem gekk hart fram við að reyna að koma fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra í fangelsi, ásamt fjármálaráðherra flokksins,“ skrifar Sigmundur Davíð og vitnar þar til Landsdómsmálsins. Þá segir Sigmundur Davíð að full ástæða sé til þess að óska Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, til hamingju takist henni að mynda slíka ríkisstjórn, enda hafi hún þá beygt grasrót eigin flokks sem og Sjálfstæðisflokkinn á sama tíma. „Eftir allar hástemmdu yfirlýsingarnar um hið óstjórntæka íhald hefur Vg nú ákveðið að veita Sjálfstæðisflokknum uppreist æru. Af fréttum að dæma virðist Vg auk þess ætla að leyfa formanni Sjálfstæðisflokksins að verða ráðherra í ríkisstjórninni þrátt fyrir fyrri efasemdir þar um,“ skrifar Sigmundur Davíð og bætir við að raunar virðist Bjarni vera farþegi í stjórnarmyndunarviðræðunum. Telur Sigmundur að stjórnarmyndunarviðræður flokkanna þriggja séu afleiðing „grundvallarbreytinga í stjórnmálum hér á landi og víðar“. „Ríkisstjórn mynduð á grundvelli ímyndarstjórnmála verður alltaf ríkisstjórn byggð á hégóma frekar en stefnu, ríkisstjórn um stólana sem menn sitja í en ekki verkefnin sem þeir ætla að vinna að. Slík stjórn er byggð á nálægð við völd en ekki málefnum, hvort sem menn reyna að skýra það með frösum á borð við „breiða skírskotun” eða hreinskilni Bjarna Benediktssonar um „sterka stjórn óháða einstaka málefnum flokkanna“,“ skrifar Sigmundur Davíð sem telur þó líklegt að flokkarnir nái saman og muni mynda ríkisstjórn. Kosningar 2017 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að með myndun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna sé síðastnefndi flokkurinn að veita fyrstnefnda flokknum uppreist æru. Hann segir hegðun Sjálfstæðisflokksins í viðræðunum óvenjulegaÞetta skrifar Sigmundur Davíð í pistli á vefsíðu Miðflokksins. Þar segir hann að honum finnist margt sérkennilegt við yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður sem staðið hafa yfir þessa vikuna. Segir hann að sumir flokksmenn flokkanna þriggja hafi róið að því öllum árum að koma á sambærilegri stjórn í stjórnarmyndunarviðræðum fyrir ári síðan, án árangurs. Þá blasi það við að „starfandi formenn flokkanna þriggja þurfa allir á því að halda að komast í ríkisstjórn til að halda velli, þ.e. komast hjá því að verða settir af eða deyja (pólitískt) úr leiðindum.“ Þá þykir honum undarlegt að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sé svo áhugasamur um að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum. „Formaður flokksins þráir nú að komast í ríkisstjórn með fólki sem hefur um langt skeið kallað hann glæpamann og öðrum verri nöfnum. Hann leitast við að koma til valda fólki sem gekk hart fram við að reyna að koma fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra í fangelsi, ásamt fjármálaráðherra flokksins,“ skrifar Sigmundur Davíð og vitnar þar til Landsdómsmálsins. Þá segir Sigmundur Davíð að full ástæða sé til þess að óska Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, til hamingju takist henni að mynda slíka ríkisstjórn, enda hafi hún þá beygt grasrót eigin flokks sem og Sjálfstæðisflokkinn á sama tíma. „Eftir allar hástemmdu yfirlýsingarnar um hið óstjórntæka íhald hefur Vg nú ákveðið að veita Sjálfstæðisflokknum uppreist æru. Af fréttum að dæma virðist Vg auk þess ætla að leyfa formanni Sjálfstæðisflokksins að verða ráðherra í ríkisstjórninni þrátt fyrir fyrri efasemdir þar um,“ skrifar Sigmundur Davíð og bætir við að raunar virðist Bjarni vera farþegi í stjórnarmyndunarviðræðunum. Telur Sigmundur að stjórnarmyndunarviðræður flokkanna þriggja séu afleiðing „grundvallarbreytinga í stjórnmálum hér á landi og víðar“. „Ríkisstjórn mynduð á grundvelli ímyndarstjórnmála verður alltaf ríkisstjórn byggð á hégóma frekar en stefnu, ríkisstjórn um stólana sem menn sitja í en ekki verkefnin sem þeir ætla að vinna að. Slík stjórn er byggð á nálægð við völd en ekki málefnum, hvort sem menn reyna að skýra það með frösum á borð við „breiða skírskotun” eða hreinskilni Bjarna Benediktssonar um „sterka stjórn óháða einstaka málefnum flokkanna“,“ skrifar Sigmundur Davíð sem telur þó líklegt að flokkarnir nái saman og muni mynda ríkisstjórn.
Kosningar 2017 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira