Fyrrverandi barnastjarna fordæmir kynferðislega hlutgervingu 13 ára gamallar leikkonu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. nóvember 2017 11:15 Millie Bobby Brown er ein aðalstjarnan í hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Stranger Things. vísir/getty Fyrrverandi barnastjarnan Mara Wilson, sem fór meðal annars aðalhlutverkið í kvikmyndinni Matilda 13 ára gömul, fordæmir kynferðislega hlutgervingu Stranger Things-leikkonunnar Millie Bobby Brown. Síðustu daga og vikur hefur forsíða tímaritsins W Magazine og umfjöllun þess frá því í júní á þessu ári um kynþokkafyllstu leikarana og leikkonurnar í sjónvarpi verið nokkuð til umræðu. Millie Bobby Brown er nefnilega þar á lista en hún er aðeins 13 ára gömul, fædd árið 2004. Wilson hefur unnið sem leikkona síðan hún var fimm ára gömul. Hún skrifaði grein í Elle á þriðjudag þar sem hún furðaði sig á því hvers vegna fjölmiðlum og almenningi á samfélagsmiðlum þyki í lagi að koma með yfirlýsingar um líkama 13 ára gamallar stúlku. Millie á frumsýningu Stranger Things á dögunum í leðurkjólnum sem sumir vilja meina að hafi gert þessa 13 ára gömlu stúlku fullorðna.vísir/getty Wilson lýsir því að hún hafi fyllst viðbjóði og síðan orðið mjög reið eftir að hún las færslur frá fullorðnum karlmönnum á samfélagsmiðlum þar sem þeir lýstu því yfir að Millie Bobby Brown væri nú orðin fullorðin. Vefurinn Today sló því einnig upp en samhengið er það að Millie mætti í leðurkjól á frumsýningu seríu tvö af Stranger Things á dögunum. „13 ára gömul stúlka er ekki fullorðin. Þessir fullorðnu einstaklinga kyngera sakleysið,“ skrifar Wilson í pistli sínum. Hún segir síðan frá því að jafnvel áður en hún kláraði barnaskóla hafi verið að byrjað að dreifa myndum af henni þar sem hún var „fótósjoppuð“ inn í barnaklám og þá fékk hún alls kyns skilaboð frá karlmönnum í gegnum netið. Eins og áður sagði hefur umræða um umfjöllun W Magazine frá því í júní farið nokkuð hátt undanfarið. Er tímaritið gagnrýnt fyrir að hafa sett 13 ára gamla stúlku með í umfjöllun um hversu „kynþokkafullt“ sjónvarp er núna. Þannig sé verið að kyngera börn og ýta með því undir að það sé eðlilegt að girnast börn með umfjölluninni. Undanfarnar vikur hefur kynferðisleg áreitni og kynferðislegt ofbeldi innan skemmtanabransans verið mjög til umræðu eftir að fjöldi kvenna steig fram og sakaði kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um að brjóta á sér. Auk þess hefur leikarinn Kevin Spacey verið sakaður um áreitni og þá segir leikarinn Corey Feldman að barnaníðshringur sé starfræktur í Hollywood. MeToo Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Lögreglan í Los Angeles rannsakar fullyrðingar Corey Feldman um barnaníðshring í Hollywood Lögreglan í Los Angeles rannsakar nú hvort að fullyrðingar leikarans Corey Feldman um að barnaníðshringur sé starfræktur í Hollywood eigi við rök að styðjast. 9. nóvember 2017 13:45 Corey Feldman nafngreinir mann sem misnotaði hann sem barn Feldman hefur undanfarið reynt að hópfjármagna kvikmynd um þetta málefni. 2. nóvember 2017 23:36 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Sjá meira
Fyrrverandi barnastjarnan Mara Wilson, sem fór meðal annars aðalhlutverkið í kvikmyndinni Matilda 13 ára gömul, fordæmir kynferðislega hlutgervingu Stranger Things-leikkonunnar Millie Bobby Brown. Síðustu daga og vikur hefur forsíða tímaritsins W Magazine og umfjöllun þess frá því í júní á þessu ári um kynþokkafyllstu leikarana og leikkonurnar í sjónvarpi verið nokkuð til umræðu. Millie Bobby Brown er nefnilega þar á lista en hún er aðeins 13 ára gömul, fædd árið 2004. Wilson hefur unnið sem leikkona síðan hún var fimm ára gömul. Hún skrifaði grein í Elle á þriðjudag þar sem hún furðaði sig á því hvers vegna fjölmiðlum og almenningi á samfélagsmiðlum þyki í lagi að koma með yfirlýsingar um líkama 13 ára gamallar stúlku. Millie á frumsýningu Stranger Things á dögunum í leðurkjólnum sem sumir vilja meina að hafi gert þessa 13 ára gömlu stúlku fullorðna.vísir/getty Wilson lýsir því að hún hafi fyllst viðbjóði og síðan orðið mjög reið eftir að hún las færslur frá fullorðnum karlmönnum á samfélagsmiðlum þar sem þeir lýstu því yfir að Millie Bobby Brown væri nú orðin fullorðin. Vefurinn Today sló því einnig upp en samhengið er það að Millie mætti í leðurkjól á frumsýningu seríu tvö af Stranger Things á dögunum. „13 ára gömul stúlka er ekki fullorðin. Þessir fullorðnu einstaklinga kyngera sakleysið,“ skrifar Wilson í pistli sínum. Hún segir síðan frá því að jafnvel áður en hún kláraði barnaskóla hafi verið að byrjað að dreifa myndum af henni þar sem hún var „fótósjoppuð“ inn í barnaklám og þá fékk hún alls kyns skilaboð frá karlmönnum í gegnum netið. Eins og áður sagði hefur umræða um umfjöllun W Magazine frá því í júní farið nokkuð hátt undanfarið. Er tímaritið gagnrýnt fyrir að hafa sett 13 ára gamla stúlku með í umfjöllun um hversu „kynþokkafullt“ sjónvarp er núna. Þannig sé verið að kyngera börn og ýta með því undir að það sé eðlilegt að girnast börn með umfjölluninni. Undanfarnar vikur hefur kynferðisleg áreitni og kynferðislegt ofbeldi innan skemmtanabransans verið mjög til umræðu eftir að fjöldi kvenna steig fram og sakaði kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um að brjóta á sér. Auk þess hefur leikarinn Kevin Spacey verið sakaður um áreitni og þá segir leikarinn Corey Feldman að barnaníðshringur sé starfræktur í Hollywood.
MeToo Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Lögreglan í Los Angeles rannsakar fullyrðingar Corey Feldman um barnaníðshring í Hollywood Lögreglan í Los Angeles rannsakar nú hvort að fullyrðingar leikarans Corey Feldman um að barnaníðshringur sé starfræktur í Hollywood eigi við rök að styðjast. 9. nóvember 2017 13:45 Corey Feldman nafngreinir mann sem misnotaði hann sem barn Feldman hefur undanfarið reynt að hópfjármagna kvikmynd um þetta málefni. 2. nóvember 2017 23:36 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Sjá meira
Lögreglan í Los Angeles rannsakar fullyrðingar Corey Feldman um barnaníðshring í Hollywood Lögreglan í Los Angeles rannsakar nú hvort að fullyrðingar leikarans Corey Feldman um að barnaníðshringur sé starfræktur í Hollywood eigi við rök að styðjast. 9. nóvember 2017 13:45
Corey Feldman nafngreinir mann sem misnotaði hann sem barn Feldman hefur undanfarið reynt að hópfjármagna kvikmynd um þetta málefni. 2. nóvember 2017 23:36