Talið að 900 börn dvelji í ólöglegu húsnæði Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 17. nóvember 2017 19:00 ReykjavíkurAkademían og Reykjavíkurborg héldu ráðstefnu um aukna búsetu í óleyfilegu atvinnuhúsnæði, en skortur á leiguhúsnæði og hátt leiguverð hefur valdið þeirri þróun. Samkvæmt vettvangsgögnum Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er ríflega þúsund manns skráð með lögheimili í atvinnuhúsnæði, þar af 647 karlar, tæplega 300 konur og 94 börn. Slökkviliðið áætlar þó að alls búi 3.660 manns í ólöglegu húsnæði. Ríflega tvö þúsund karlar, þúsund konur og tæplega níu hundruð börn. Svandís Jóna Jónsdóttir, framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar og gagnasérfræðingur, gerði rannsókn meðal 140 erlendra verkamanna á höfuðborgarsvæðinu og spurði út í húsnæðishagi. 11,4% búa í eigin húsnæði en langflestir, eða 82,8% búa í leiguhúsnæði. 22,5% prósent búa í atvinnuhúsnæði eða 28 af 140 manna hópi. Þar af eru sextíu með skriflegan leigusamning. „En eru þetta góðir samningar? Gildir samningar? Við höfum ekki hugmynd um það,“ segir Svandís. Meðalleiga er 140 þúsund krónur á mánuði í atvinnuhúsnæði en flestir borga tvö hundruð þúsund á mánuði. 43% greiða yfir helming af tekjum sínum í húsaleigu á mánuði. „Ég hugsa að helsta niðurstaðan sé að þetta er mjög óöruggt ástand. Þar að auki hefurðu ekki aðgengi að grunnþjónustu, heimilissorp er ekki hirt, leigan er há þrátt fyrir að húsnæðið sé ekki framúrskarandi og þú ert með lágar tekjur," segir Svandís og bætir við að við hugsum ekki um þetta fólk í daglegu lífi. „Þetta fólk er ekki til, ef svo má segja.“ Svandís vill næst kanna eignarhaldið á atvinnuhúsnæðunum. Skoða þurfi til dæmis mikla fjölgun leigufélaga. „Sem eru að kaupa atvinnuhúsnæði í stórum stíl. Mjög margir í heiðarlegum tilgangi og ætla að leigja fyrirtækjum en sumir eru ekki, kannski með það hugarfar.“ Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
ReykjavíkurAkademían og Reykjavíkurborg héldu ráðstefnu um aukna búsetu í óleyfilegu atvinnuhúsnæði, en skortur á leiguhúsnæði og hátt leiguverð hefur valdið þeirri þróun. Samkvæmt vettvangsgögnum Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er ríflega þúsund manns skráð með lögheimili í atvinnuhúsnæði, þar af 647 karlar, tæplega 300 konur og 94 börn. Slökkviliðið áætlar þó að alls búi 3.660 manns í ólöglegu húsnæði. Ríflega tvö þúsund karlar, þúsund konur og tæplega níu hundruð börn. Svandís Jóna Jónsdóttir, framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar og gagnasérfræðingur, gerði rannsókn meðal 140 erlendra verkamanna á höfuðborgarsvæðinu og spurði út í húsnæðishagi. 11,4% búa í eigin húsnæði en langflestir, eða 82,8% búa í leiguhúsnæði. 22,5% prósent búa í atvinnuhúsnæði eða 28 af 140 manna hópi. Þar af eru sextíu með skriflegan leigusamning. „En eru þetta góðir samningar? Gildir samningar? Við höfum ekki hugmynd um það,“ segir Svandís. Meðalleiga er 140 þúsund krónur á mánuði í atvinnuhúsnæði en flestir borga tvö hundruð þúsund á mánuði. 43% greiða yfir helming af tekjum sínum í húsaleigu á mánuði. „Ég hugsa að helsta niðurstaðan sé að þetta er mjög óöruggt ástand. Þar að auki hefurðu ekki aðgengi að grunnþjónustu, heimilissorp er ekki hirt, leigan er há þrátt fyrir að húsnæðið sé ekki framúrskarandi og þú ert með lágar tekjur," segir Svandís og bætir við að við hugsum ekki um þetta fólk í daglegu lífi. „Þetta fólk er ekki til, ef svo má segja.“ Svandís vill næst kanna eignarhaldið á atvinnuhúsnæðunum. Skoða þurfi til dæmis mikla fjölgun leigufélaga. „Sem eru að kaupa atvinnuhúsnæði í stórum stíl. Mjög margir í heiðarlegum tilgangi og ætla að leigja fyrirtækjum en sumir eru ekki, kannski með það hugarfar.“
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira