Góðar fréttir Auður Guðjónsdóttir skrifar 1. nóvember 2017 07:00 Í upphafi þessa árs lagði Lilja Alfreðsdóttir, þáverandi utanríkisráðherra, til við Norrænu ráðherranefndina að fylgja eftir tilvísunum í taugakerfið í stefnuyfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna áranna 2015-2030 og láta greina og samkeyra gagnabanka á norrænu taugavísindasviði með gervigreind. Markmiðið væri að leita að sameiginlegu mynstri í innihaldi bankanna sem hjálpað gæti læknavísindunum að skilja betur hvernig taugakerfið starfar og komast með því nær lækningu. Tillögu Lilju var vel tekið hjá ráðherranefndinni og leitaði nefndin eftir áliti NordForsk sem fjármagnar og liðkar fyrir norrænu samstarfi á sviði rannsókna og rannsóknarinnviða. Álit framkvæmdastjóra NordForsk barst fyrir skömmu og þar kemur fram að stofnunin telji mjög mikilvægt að efla norrænt samstarf á sviði taugaskaða og sjúkdóma og með pólitísku átaki á því sviði ætti að vera hægt að hrinda umræddri tillögu tiltölulega fljótt í framkvæmd. Nú ríður á að íslenskir embættismenn, þingmenn og ráðherrar haldi málinu á lofti á norrænum vettvangi. Ástæða þess að Lilja lagði fram tillöguna var að Ísland náði ofangreindri tilvísun í taugakerfið inn í stefnuyfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna árið 2015 eftir mikla vinnu margra Íslendinga. Með því var hún að freista þess að afla stuðnings Norðurlandaþjóðanna við taugakerfið og festa það þar með í sessi hjá Sameinuðu þjóðunum sem eitt af þeim málum sem heimurinn þarf að taka á. Eins og fólk veit gengur erfiðlega að finna lækningu við skemmdum í taugakerfinu þrátt fyrir að mikið sé rannsakað. Heimurinn er fullur af gömlum og nýjum rannsóknum sem þarf að skoða í stóra samhenginu. Þess vegna þarf að nálgast taugakerfið á breiðari grundvelli en verið hefur og nýta til þess hina nýju gervigreind. Vonandi bera Norðurlönd gæfu til að ríða á vaðið og stuðla þar með að stórstígum framförum á taugavísindasviði. Höfundur er stjórnarformaður Mænuskaðastofnunar Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í upphafi þessa árs lagði Lilja Alfreðsdóttir, þáverandi utanríkisráðherra, til við Norrænu ráðherranefndina að fylgja eftir tilvísunum í taugakerfið í stefnuyfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna áranna 2015-2030 og láta greina og samkeyra gagnabanka á norrænu taugavísindasviði með gervigreind. Markmiðið væri að leita að sameiginlegu mynstri í innihaldi bankanna sem hjálpað gæti læknavísindunum að skilja betur hvernig taugakerfið starfar og komast með því nær lækningu. Tillögu Lilju var vel tekið hjá ráðherranefndinni og leitaði nefndin eftir áliti NordForsk sem fjármagnar og liðkar fyrir norrænu samstarfi á sviði rannsókna og rannsóknarinnviða. Álit framkvæmdastjóra NordForsk barst fyrir skömmu og þar kemur fram að stofnunin telji mjög mikilvægt að efla norrænt samstarf á sviði taugaskaða og sjúkdóma og með pólitísku átaki á því sviði ætti að vera hægt að hrinda umræddri tillögu tiltölulega fljótt í framkvæmd. Nú ríður á að íslenskir embættismenn, þingmenn og ráðherrar haldi málinu á lofti á norrænum vettvangi. Ástæða þess að Lilja lagði fram tillöguna var að Ísland náði ofangreindri tilvísun í taugakerfið inn í stefnuyfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna árið 2015 eftir mikla vinnu margra Íslendinga. Með því var hún að freista þess að afla stuðnings Norðurlandaþjóðanna við taugakerfið og festa það þar með í sessi hjá Sameinuðu þjóðunum sem eitt af þeim málum sem heimurinn þarf að taka á. Eins og fólk veit gengur erfiðlega að finna lækningu við skemmdum í taugakerfinu þrátt fyrir að mikið sé rannsakað. Heimurinn er fullur af gömlum og nýjum rannsóknum sem þarf að skoða í stóra samhenginu. Þess vegna þarf að nálgast taugakerfið á breiðari grundvelli en verið hefur og nýta til þess hina nýju gervigreind. Vonandi bera Norðurlönd gæfu til að ríða á vaðið og stuðla þar með að stórstígum framförum á taugavísindasviði. Höfundur er stjórnarformaður Mænuskaðastofnunar Íslands.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun