Eflum iðnnám og fjölbreytni Sólrún Kristjánsdóttir skrifar 2. nóvember 2017 07:00 Það voru vonbrigði að fá fréttir af því á dögunum að við nýlegar breytingar á útlendingalögum hafi iðnnám verið svo fjarri hugum þingmanna og embættismanna að það hafi hreinlega gleymst að gera ráð fyrir að það væri stundað í landinu. Óviljandi voru þannig gerðar breytingar á lögunum sem bitnuðu harkalega á ungri útlenskri konu í iðnnámi. Það voru líka vonbrigði að sjá að breytingar á lögum sem hafa bein áhrif á fjölbreytni á vinnustöðum landsins voru ekki taldar eiga erindi til umsagnar hjá atvinnulífinu. Mér finnst þetta sérstaklega sárt í ljósi þess að við erum mörg sem höfum lagt talsvert á okkur til að gera iðngreinar meira freistandi fyrir konur, sérstaklega þær greinar þar sem karlar eru í miklum meirihluta. Okkur bráðvantar flinkt handverksfólk í mörgum greinum og við getum og megum ekki neita okkur um krafta kvenna til að manna þær stöður. Mér finnst þetta líka sárt því við höfum fundið á eigin skinni hér hjá Veitum, Orku náttúrunnar, Gagnaveitu Reykjavíkur og Orkuveitu Reykjavíkur að aukin fjölbreytni í starfahópum, hvort sem það er að hafa fleiri konur í iðnstörfum eða fleiri karla í þjónustuveri skapar betri grunn góðra ákvarðana og betri þjónustu við viðskiptavini. Hvað sem líður breytingum í samfélaginu og fyrirsjáanlegum breytingum á mjög mörgum störfum, þá mun þörfin fyrir heitt og kalt vatn í hús, rafmagn og öfluga fráveitu ekki hverfa. Til að byggja upp, reka og halda við þessum öflugu kerfum þarf fjölmargt iðnaðarfólk af ýmsu tagi; rafvirkja, pípara, járniðnaðarfólk, smiði, vélfræðinga, tæknifræðinga og svo mætti lengi telja. Ef ráðafólk hlustaði á umræðuna á milli okkar í atvinnulífinu myndi það heyra að það er þegar skortur á þessari þekkingu og hann mun bara aukast. Við leggjum okkur fram í þeirri miklu samkeppni sem er um handverksfólkið í landinu og að byggja upp þessar mikilvægu greinar. Við keppumst við að vinnustaðurinn sé sem bestur, bjóðum nemum af báðum kynjum á samning og eigum í góðu samstarfi við Árbæjarskóla að kynna iðn- og tæknistörf fyrir nemum í elsta bekk grunnskólans, sérstaklega fyrir stelpum. Fréttin um konuna ungu sem varð fórnarlamb hugsunarleysis ráðafólks um iðnnám og fjölbreytileika atvinnulífsins var eins og blaut tuska framan í okkur. Hún á líka að vekja okkur. Hún verður að ýta hressilega við okkur og kveikja spurningar um hvort við meinum eitthvað með tali um eflingu starfsnáms og atvinnulífsins. Ég er ekki bara að tala um ráðafólk landsins heldur ekki síður okkur sem foreldra. Erum við svo föst í viðjum gamaldags hugsunar að við sjáum börnin okkar bara fyrir okkur í bóknámi? Breytingin verður að byrja hjá okkur sjálfum og svo má vona að embættisfólk og löggjafar nái líka áttum. Við erum mörg í skólum landsins og í atvinnulífinu að vinna að eflingu verknáms og fjölbreytni á vinnumarkaði. Við þurfum ekki á hindrunum að halda. Höfundur er starfsmannastjóri OR og dótturfyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sólrún Kristjánsdóttir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Það voru vonbrigði að fá fréttir af því á dögunum að við nýlegar breytingar á útlendingalögum hafi iðnnám verið svo fjarri hugum þingmanna og embættismanna að það hafi hreinlega gleymst að gera ráð fyrir að það væri stundað í landinu. Óviljandi voru þannig gerðar breytingar á lögunum sem bitnuðu harkalega á ungri útlenskri konu í iðnnámi. Það voru líka vonbrigði að sjá að breytingar á lögum sem hafa bein áhrif á fjölbreytni á vinnustöðum landsins voru ekki taldar eiga erindi til umsagnar hjá atvinnulífinu. Mér finnst þetta sérstaklega sárt í ljósi þess að við erum mörg sem höfum lagt talsvert á okkur til að gera iðngreinar meira freistandi fyrir konur, sérstaklega þær greinar þar sem karlar eru í miklum meirihluta. Okkur bráðvantar flinkt handverksfólk í mörgum greinum og við getum og megum ekki neita okkur um krafta kvenna til að manna þær stöður. Mér finnst þetta líka sárt því við höfum fundið á eigin skinni hér hjá Veitum, Orku náttúrunnar, Gagnaveitu Reykjavíkur og Orkuveitu Reykjavíkur að aukin fjölbreytni í starfahópum, hvort sem það er að hafa fleiri konur í iðnstörfum eða fleiri karla í þjónustuveri skapar betri grunn góðra ákvarðana og betri þjónustu við viðskiptavini. Hvað sem líður breytingum í samfélaginu og fyrirsjáanlegum breytingum á mjög mörgum störfum, þá mun þörfin fyrir heitt og kalt vatn í hús, rafmagn og öfluga fráveitu ekki hverfa. Til að byggja upp, reka og halda við þessum öflugu kerfum þarf fjölmargt iðnaðarfólk af ýmsu tagi; rafvirkja, pípara, járniðnaðarfólk, smiði, vélfræðinga, tæknifræðinga og svo mætti lengi telja. Ef ráðafólk hlustaði á umræðuna á milli okkar í atvinnulífinu myndi það heyra að það er þegar skortur á þessari þekkingu og hann mun bara aukast. Við leggjum okkur fram í þeirri miklu samkeppni sem er um handverksfólkið í landinu og að byggja upp þessar mikilvægu greinar. Við keppumst við að vinnustaðurinn sé sem bestur, bjóðum nemum af báðum kynjum á samning og eigum í góðu samstarfi við Árbæjarskóla að kynna iðn- og tæknistörf fyrir nemum í elsta bekk grunnskólans, sérstaklega fyrir stelpum. Fréttin um konuna ungu sem varð fórnarlamb hugsunarleysis ráðafólks um iðnnám og fjölbreytileika atvinnulífsins var eins og blaut tuska framan í okkur. Hún á líka að vekja okkur. Hún verður að ýta hressilega við okkur og kveikja spurningar um hvort við meinum eitthvað með tali um eflingu starfsnáms og atvinnulífsins. Ég er ekki bara að tala um ráðafólk landsins heldur ekki síður okkur sem foreldra. Erum við svo föst í viðjum gamaldags hugsunar að við sjáum börnin okkar bara fyrir okkur í bóknámi? Breytingin verður að byrja hjá okkur sjálfum og svo má vona að embættisfólk og löggjafar nái líka áttum. Við erum mörg í skólum landsins og í atvinnulífinu að vinna að eflingu verknáms og fjölbreytni á vinnumarkaði. Við þurfum ekki á hindrunum að halda. Höfundur er starfsmannastjóri OR og dótturfyrirtækja.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun