Bandarískir þingmenn segja frá áreitni Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2017 15:00 Um tuttugu prósent þingmanna á fulltrúadeild þingsins eru konur. Vísir/Getty Fregnir og ásakanir um kynferðislega áreitni og jafnvel ofbeldi hafa streymt út í dagsljósið á síðustu misserum. Í fyrstu heyrðust flestar innan skemmtanabransans en fljótt heyrðust þær frá nánast öllum kimum samfélagsins. Hvort sem það var í íþróttum, viðskiptalífsins, stjórnmálum eða alls staðar þar á milli. Áreitni á breska þinginu og jafnvel innan ríkisstjórnarinnar hafa vakið ugg en nú hafa þrjár bandarískar þingkonur stigið fram og sagt frá áreitni frá karlkyns þingmönnum. AP fréttaveitan ræddi við þrjár fyrrverandi og eina núverandi þingkonu og allar sögðust þær hafa orðið fyrir áreitni, verulega óviðeigandi ummælum þingmanna eða þukli í þingsal. Flest atvikin áttu sér stað þegar þær voru yngri og tiltölulega nýkomnar á þing. Þær tilkynntu atvikin ekki og segjast ekki einu sinni hafa hugmynd um hvert þær hefðu átt að snúa sér til þess að gera það. Þær vildu ekki nafngreina þingmennina sem um ræðir en minnst tveir þeirra eru enn á þingi. Þuklaði á henni á þinggólfinu Linda Sanchez sagði frá því að einn þingmaður hefði spurt hana í vinnunni hvort hún vildi sænga hjá honum. Hann hafi svo hlegið og sagt þetta vera brandara, en gert það fljótt aftur. Hún sagðist hafa reynt að forðast manninn, sem er enn á þingi. Hún hafi einnig varað nýjar þingkonur við honum. Hún lenti einnig í því að annar þingmaður hefði ítrekað litið hana girndarauga og einu sinni þuklað á henni í þingsalnum. Reyndi að ganga þröngan veg Mary Bono þurfti að þola dónaleg og kynferðisleg ummæli þingmanns um langt skeið. Þar til hann gekk að henni í þingsalnum og sagðist hafa verið að hugsa um hana í sturtu. Þá fékk hún nóg og látið hann vita að þetta væri alls ekki við hæfi. „Þetta er karlaheimur. Þetta er enn karlaheimur,“ sagði Bono. „Að daðra ekki og ekki vera tík. Það var reglan mín. Ég reyndi að ganga þann þrönga veg.“ Ekki við hæfi Hilda Solis segist einnig hafa orðið fyrir ítrekaðri áreitni, en hún vildi ekki fara nánar út í það. „Ég held að ég hafi ekki verið sú eina. Ég reyndi að hunsa það og labba í burtu. Auðvitað er þetta móðgandi. Átti ég að vera upp með mér? Nei. Við erum fullorðið fólk og þetta er ekki við hæfi,“ sagði Solis. „Þetta er móðgandi. Jafnvel þó þeir hafi haldið að þeir væru að vera sniðugir. Þetta er ekki sniðugt. Þetta er ekki við hæfi. Ég var samstarfskona þeirra og þeir sá mig ekki sem slíka. Það er vandamál.“ Vill breytingar Jackie Speier steig nýverið fram og sagði nýverið frá því að á hennar yngri árum, þegar hún var starfsmaður þingsins en ekki þingkona, hafi aðstoðarmaður þingmanns þröngvað kossi á hana. Hún ætlar sér að stofna sérstaka starfsdeild innan þingsins þar sem konur geta kvartað yfir kynferðislegri áreitni. Konur eru einungis um fimmtungur meðlima fulltrúadeildar þingsins. Árið 1992 voru konur tíu prósent þingmanna. Bandaríkin MeToo Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Fregnir og ásakanir um kynferðislega áreitni og jafnvel ofbeldi hafa streymt út í dagsljósið á síðustu misserum. Í fyrstu heyrðust flestar innan skemmtanabransans en fljótt heyrðust þær frá nánast öllum kimum samfélagsins. Hvort sem það var í íþróttum, viðskiptalífsins, stjórnmálum eða alls staðar þar á milli. Áreitni á breska þinginu og jafnvel innan ríkisstjórnarinnar hafa vakið ugg en nú hafa þrjár bandarískar þingkonur stigið fram og sagt frá áreitni frá karlkyns þingmönnum. AP fréttaveitan ræddi við þrjár fyrrverandi og eina núverandi þingkonu og allar sögðust þær hafa orðið fyrir áreitni, verulega óviðeigandi ummælum þingmanna eða þukli í þingsal. Flest atvikin áttu sér stað þegar þær voru yngri og tiltölulega nýkomnar á þing. Þær tilkynntu atvikin ekki og segjast ekki einu sinni hafa hugmynd um hvert þær hefðu átt að snúa sér til þess að gera það. Þær vildu ekki nafngreina þingmennina sem um ræðir en minnst tveir þeirra eru enn á þingi. Þuklaði á henni á þinggólfinu Linda Sanchez sagði frá því að einn þingmaður hefði spurt hana í vinnunni hvort hún vildi sænga hjá honum. Hann hafi svo hlegið og sagt þetta vera brandara, en gert það fljótt aftur. Hún sagðist hafa reynt að forðast manninn, sem er enn á þingi. Hún hafi einnig varað nýjar þingkonur við honum. Hún lenti einnig í því að annar þingmaður hefði ítrekað litið hana girndarauga og einu sinni þuklað á henni í þingsalnum. Reyndi að ganga þröngan veg Mary Bono þurfti að þola dónaleg og kynferðisleg ummæli þingmanns um langt skeið. Þar til hann gekk að henni í þingsalnum og sagðist hafa verið að hugsa um hana í sturtu. Þá fékk hún nóg og látið hann vita að þetta væri alls ekki við hæfi. „Þetta er karlaheimur. Þetta er enn karlaheimur,“ sagði Bono. „Að daðra ekki og ekki vera tík. Það var reglan mín. Ég reyndi að ganga þann þrönga veg.“ Ekki við hæfi Hilda Solis segist einnig hafa orðið fyrir ítrekaðri áreitni, en hún vildi ekki fara nánar út í það. „Ég held að ég hafi ekki verið sú eina. Ég reyndi að hunsa það og labba í burtu. Auðvitað er þetta móðgandi. Átti ég að vera upp með mér? Nei. Við erum fullorðið fólk og þetta er ekki við hæfi,“ sagði Solis. „Þetta er móðgandi. Jafnvel þó þeir hafi haldið að þeir væru að vera sniðugir. Þetta er ekki sniðugt. Þetta er ekki við hæfi. Ég var samstarfskona þeirra og þeir sá mig ekki sem slíka. Það er vandamál.“ Vill breytingar Jackie Speier steig nýverið fram og sagði nýverið frá því að á hennar yngri árum, þegar hún var starfsmaður þingsins en ekki þingkona, hafi aðstoðarmaður þingmanns þröngvað kossi á hana. Hún ætlar sér að stofna sérstaka starfsdeild innan þingsins þar sem konur geta kvartað yfir kynferðislegri áreitni. Konur eru einungis um fimmtungur meðlima fulltrúadeildar þingsins. Árið 1992 voru konur tíu prósent þingmanna.
Bandaríkin MeToo Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira