Faðir ADHD-drengja: „Lyfjagjöf er meðferð til að auka lífsgæði“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. nóvember 2017 21:00 Í fréttum okkar í gær var fjallað um nýja rannsókn sem sýnir að helsta og stundum eina úrræðið sem foreldrum barna með sérþarfir er boðið upp á er geð- og svefnlyfjagjöf. 58% foreldra var ráðlögð lyfjagjöf við svefnvandanum og rúmlega 70% foreldra barna með hegðunarvanda var ráðlagt að gefa þeim geðlyf. Fréttin hefur vakið hörð viðbrögð og eru foreldrar meðal annars gagnrýndir fyrir að dæla lyfjum í börnin sín. Hákon Helgi Leifsson er faðir tveggja drengja með ADHD og er sjálfur með sömu greiningu. Hann segir þetta viðhorf ríkjandi en að fólk skilji kannski ekki að lyf við ADHD sé eins og gleraugu fyrir þá sem sjá illa. „Lyfjagjöf er meðferð til að auka lífsgæði. Hún er ekki til þess að róa börn niður eða til að þóknast kennurum og skólum, til að börn hagi sér betur. Hún er til þess að börn geti plummað sig félagslega.“ Hákon segir þó sálfræðimeðferð nauðsynlega samfara lyfjagjöf en einn tími hjá sálfræðingi kostar frá tólf til sextán þúsund krónur og Hákon bendir á að þeir sem hafa ADHD hafi að meðaltali 20-30% lægri tekjur en aðrir. „Því miður er það þannig að ef börn eru með ADHD þá er líklegt að foreldrar séu líka með það, sem setur þau í lægsta tekjuhóp. Það þýðir að þau hafa ekki efni á að veita börnunum meðferðina sem þau þurfa.“ Hákon ítrekar að mikilvægast sé að efla félagslega færni og styrkja sjálfsmynd barna með ADHD. „Sálfræðiþjónusta borguð af ríkinu, fyrir þá sem þurfa, ásamt lyfjagjöf veitir tækifæri til að vera eins og aðrir og skila eins miklu og aðrir þjóðfélagshópar til samfélagsins," segir Hákon. Tengdar fréttir Meirihluta foreldra ráðlagt að gefa börnum geð- og svefnlyf Meirihluti foreldra barna með hegðunar- og svefnvanda er ráðlagt að gefa börnunum lyf og eru dæmi um að eins árs börn fái svefnlyf sem ætluð eru fullorðnum. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sálfræðinema í HR. 7. nóvember 2017 20:00 Braskað með svefnlyf fyrir börn á netinu Sprenging orðið í bæði ávísunum lækna á svefnlyfinu melatónín til barna sem og ólöglegum póstsendingum frá Bandaríkjunum sem haldlagðar hafa verið af tollvörðum. Landlæknisembættið hefur áhyggjur af þróuninni. 22. september 2017 06:00 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Í fréttum okkar í gær var fjallað um nýja rannsókn sem sýnir að helsta og stundum eina úrræðið sem foreldrum barna með sérþarfir er boðið upp á er geð- og svefnlyfjagjöf. 58% foreldra var ráðlögð lyfjagjöf við svefnvandanum og rúmlega 70% foreldra barna með hegðunarvanda var ráðlagt að gefa þeim geðlyf. Fréttin hefur vakið hörð viðbrögð og eru foreldrar meðal annars gagnrýndir fyrir að dæla lyfjum í börnin sín. Hákon Helgi Leifsson er faðir tveggja drengja með ADHD og er sjálfur með sömu greiningu. Hann segir þetta viðhorf ríkjandi en að fólk skilji kannski ekki að lyf við ADHD sé eins og gleraugu fyrir þá sem sjá illa. „Lyfjagjöf er meðferð til að auka lífsgæði. Hún er ekki til þess að róa börn niður eða til að þóknast kennurum og skólum, til að börn hagi sér betur. Hún er til þess að börn geti plummað sig félagslega.“ Hákon segir þó sálfræðimeðferð nauðsynlega samfara lyfjagjöf en einn tími hjá sálfræðingi kostar frá tólf til sextán þúsund krónur og Hákon bendir á að þeir sem hafa ADHD hafi að meðaltali 20-30% lægri tekjur en aðrir. „Því miður er það þannig að ef börn eru með ADHD þá er líklegt að foreldrar séu líka með það, sem setur þau í lægsta tekjuhóp. Það þýðir að þau hafa ekki efni á að veita börnunum meðferðina sem þau þurfa.“ Hákon ítrekar að mikilvægast sé að efla félagslega færni og styrkja sjálfsmynd barna með ADHD. „Sálfræðiþjónusta borguð af ríkinu, fyrir þá sem þurfa, ásamt lyfjagjöf veitir tækifæri til að vera eins og aðrir og skila eins miklu og aðrir þjóðfélagshópar til samfélagsins," segir Hákon.
Tengdar fréttir Meirihluta foreldra ráðlagt að gefa börnum geð- og svefnlyf Meirihluti foreldra barna með hegðunar- og svefnvanda er ráðlagt að gefa börnunum lyf og eru dæmi um að eins árs börn fái svefnlyf sem ætluð eru fullorðnum. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sálfræðinema í HR. 7. nóvember 2017 20:00 Braskað með svefnlyf fyrir börn á netinu Sprenging orðið í bæði ávísunum lækna á svefnlyfinu melatónín til barna sem og ólöglegum póstsendingum frá Bandaríkjunum sem haldlagðar hafa verið af tollvörðum. Landlæknisembættið hefur áhyggjur af þróuninni. 22. september 2017 06:00 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Meirihluta foreldra ráðlagt að gefa börnum geð- og svefnlyf Meirihluti foreldra barna með hegðunar- og svefnvanda er ráðlagt að gefa börnunum lyf og eru dæmi um að eins árs börn fái svefnlyf sem ætluð eru fullorðnum. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sálfræðinema í HR. 7. nóvember 2017 20:00
Braskað með svefnlyf fyrir börn á netinu Sprenging orðið í bæði ávísunum lækna á svefnlyfinu melatónín til barna sem og ólöglegum póstsendingum frá Bandaríkjunum sem haldlagðar hafa verið af tollvörðum. Landlæknisembættið hefur áhyggjur af þróuninni. 22. september 2017 06:00