Saka Louis C.K. um ósæmilega kynferðistilburði Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 9. nóvember 2017 20:49 Louis C.K. hyggst ekki tjá sig um ásakanirnar. vísir/getty Fimm konur hafa tjáð sig opinberlega um ósæmilega kynferðistilburði grínistans Louis C.K. Konurnar starfa flestar sem uppistandarar og lýsa hegðun Louis C.K. á áþekkan hátt. New York Times greinir frá. Louis C.K. er hvað þekktastur fyrir gamanþættina Louie sem eru lauslega byggðir á hans eigin lífi. Hann hefur á löngum ferli skrifað gamanþætti og uppistand auk þess sem hann hefur farið með hlutverk í kvikmyndum. Þá fór hann eftirminnilega með hlutverk Dave Sanderson, vandræðalegs lögreglumanns og fyrrverandi kærasta Lesley Knope, í þáttunum Parks and Recreation. Ásakanirnar á hendur C.K. koma úr ýmsum áttum og spanna talsvert langt tímabil. Gríntvíeykið Dana Min Goodman og Julia Wolov sögðu sögu sína af samskiptum sínum við leikarann í samtali við New York Times. Sögðust þær hafa hitt Louis eftir vel heppnað gigg í Aspen í Colorado-ríki og þegið boð hans um að kíkja í smá „eftirpartý“ á hótelherbergi hans. Leikarinn spurði konurnar í gríni, að þær héldu, hvort hann mætti „vippa honum út“ og þær hlógu fyrst um sinn. Því næst hóf Louis að afklæðast og stundaði sjálfsfróun fyrir framan þær. Uppistandarinn Rebecca Corry hafði svipaða sögu að segja en hún segir Louis C.K. hafa spurt hana hvort hann mætti fylgja henni inn í búningsherbergi og fróa sér fyrir framan hana. Corry segist hafa bent honum á að hann væri kvæntur fjölskyldufaðir. „Þá roðnaði hann og sagði mér að hann ætti við vandamál að stríða,“ sagði Corry um viðbrögð leikarans. Louis C.K. hefur ekki tjáð sig um ásakanirnar og hefur raunar gefið út yfirlýsingu um að hann ætli ekki að svara fyrirspurnum fjölmiðla um málið. Nýjasta kvikmynd Louis C.K., I Love You Daddy, átti að vera frumsýnd í dag en sýningunni var aflýst. Þá stóð til að grínistinn kæmi fram í The Late Show með Stephen Colbert en hann hefur afboðað sig. MeToo Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Vill gera gamanmynd með Louis C.K. Woody Allen vill leika á móti uppistandaranum. 18. júlí 2013 12:00 Seinfeld og Louis C.K. á sama báti Félagarnir ræða saman um báta, New York og krakka í nýjum þætti af Comedians in Cars Getting Coffee. 2. janúar 2014 23:00 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira
Fimm konur hafa tjáð sig opinberlega um ósæmilega kynferðistilburði grínistans Louis C.K. Konurnar starfa flestar sem uppistandarar og lýsa hegðun Louis C.K. á áþekkan hátt. New York Times greinir frá. Louis C.K. er hvað þekktastur fyrir gamanþættina Louie sem eru lauslega byggðir á hans eigin lífi. Hann hefur á löngum ferli skrifað gamanþætti og uppistand auk þess sem hann hefur farið með hlutverk í kvikmyndum. Þá fór hann eftirminnilega með hlutverk Dave Sanderson, vandræðalegs lögreglumanns og fyrrverandi kærasta Lesley Knope, í þáttunum Parks and Recreation. Ásakanirnar á hendur C.K. koma úr ýmsum áttum og spanna talsvert langt tímabil. Gríntvíeykið Dana Min Goodman og Julia Wolov sögðu sögu sína af samskiptum sínum við leikarann í samtali við New York Times. Sögðust þær hafa hitt Louis eftir vel heppnað gigg í Aspen í Colorado-ríki og þegið boð hans um að kíkja í smá „eftirpartý“ á hótelherbergi hans. Leikarinn spurði konurnar í gríni, að þær héldu, hvort hann mætti „vippa honum út“ og þær hlógu fyrst um sinn. Því næst hóf Louis að afklæðast og stundaði sjálfsfróun fyrir framan þær. Uppistandarinn Rebecca Corry hafði svipaða sögu að segja en hún segir Louis C.K. hafa spurt hana hvort hann mætti fylgja henni inn í búningsherbergi og fróa sér fyrir framan hana. Corry segist hafa bent honum á að hann væri kvæntur fjölskyldufaðir. „Þá roðnaði hann og sagði mér að hann ætti við vandamál að stríða,“ sagði Corry um viðbrögð leikarans. Louis C.K. hefur ekki tjáð sig um ásakanirnar og hefur raunar gefið út yfirlýsingu um að hann ætli ekki að svara fyrirspurnum fjölmiðla um málið. Nýjasta kvikmynd Louis C.K., I Love You Daddy, átti að vera frumsýnd í dag en sýningunni var aflýst. Þá stóð til að grínistinn kæmi fram í The Late Show með Stephen Colbert en hann hefur afboðað sig.
MeToo Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Vill gera gamanmynd með Louis C.K. Woody Allen vill leika á móti uppistandaranum. 18. júlí 2013 12:00 Seinfeld og Louis C.K. á sama báti Félagarnir ræða saman um báta, New York og krakka í nýjum þætti af Comedians in Cars Getting Coffee. 2. janúar 2014 23:00 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira
Vill gera gamanmynd með Louis C.K. Woody Allen vill leika á móti uppistandaranum. 18. júlí 2013 12:00
Seinfeld og Louis C.K. á sama báti Félagarnir ræða saman um báta, New York og krakka í nýjum þætti af Comedians in Cars Getting Coffee. 2. janúar 2014 23:00