John Snorri um ferðina á K2: „Alveg sama hvað var að gerast í fjallinu þá var hugurinn alltaf rólegur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. október 2017 10:34 John Snorri er fyrsti Íslendingurinn til að komast á topp K2. Kári Schram John Snorri Sigurjónsson sem komst á topp fjallsins K2 á árinu segir að honum hafi fundist hann skilja fjallið mjög vel þegar hann var á leiðinni upp en K2 er eitt erfiðasta fjall í heimi að eiga við. Fjallagarpurinn ræddi um leiðina upp á K2 í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann verður aðalfyrirlesari á háfjallakvöldi Ferðafélags Íslands klukkan 20 í kvöld í Háskólabíói. „Ég hef ekki farið á öll fjöll í heimi en það er sagt að það sé eitt erfiðasta fjall í heimi til að eiga við – bæði svo mikið af snjóflóðum, veðurfarslega erfitt og svo er þetta klifurfjall, það er það er mikið klifur og hvergi sléttur flötur,“ sagði John Snorri og lýsti því meðal annars hvernig gist var á klettasyllum en oft reyndist erfitt að koma tjöldunum fyrir. Aðspurður hvort hann hefði aldrei orðið smeykur eða komist í hann krappann sagði John Snorri að hann hefði mjög oft komist í hann krappann á K2. „Í fimm skipti þurftum við að koma okkur frá snjóflóði, við vorum að koma niður og þurftum að koma okkur undan. Í eitt skipti lendi ég í snjóflóði og svo er grjóthrun í kringum okkur. Þá var læknir frá Singapúr sem kom með okkur upp í búðir tvö en á leiðinni upp í búðirnar verður grjóthrun fyrir aftan hann. Hefði hann verði 2 til 3 mínútum seinna þá hefði hann lent undir grjóthruninu. Þetta tók á hann og hann sneri við í búðum tvö.“Skilaboðin frá Íslendingum hlýjuðu í kuldanum John Snorri að honum hefði fundist hann öruggur þrátt fyrir aðstæður. „Mér fannst ég skilja fjallið mjög vel og mér fannst ég mjög öruggur þó að aðstæðurnar væru svona. Hugurinn var allan tímann mjög rólegur; alveg sama hvað var að gerast í fjallinu þá var hugurinn alltaf rólegur. Ég held að það hjálpi mjög mikið og vera með jákvæðar hugsanir,“ sagði John Snorri. Þá hlýjuðu allar kveðjurnar frá Íslendingum mjög uppi á fjallinu. „Ég fékk svo mikið af skilaboðum frá Íslendingum, baráttukveðjur og styrktarkveðjur. Maður er svo mikið einn á fjallinu, þó maður sé í hóp þá er maður einn og þetta hjálpaði. Ég fann að ég hitnaði að innan við allar þesar kveðjur og leið vel.“ Spjallið í Bítinu við John Snorra má heyra í spilaranum hér fyrir neðan en með honum var Ólafur Már Björnsson, augnlæknir, sem einnig gengur mikið á fjöll og mun segja frá ferðum sínum ásamt Tómasi Guðbjartssyni, lækni, á háfjallakvöldinu í kvöld. Fjallamennska Tengdar fréttir John Snorri brast í grát á toppnum: „Þetta var virkilega erfið ferð“ John Snorri Sigurjónsson, fyrsti Íslendingurinn til að ná toppi næsthæsta fjalls í heimi, K2, var þreyttur og meyr þegar fréttastofa náði tali af honum þar sem hann var búinn að vera í um tíu mínútur á toppi fjallsins og nýbúinn að reka íslenska fánann niður. 28. júlí 2017 11:39 John Snorri komst á tind K3 í nótt Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson komst á tind fjallsins Broad Peak, sem jafnan gengur undir nafninu K3, klukkan fjögur í nótt. 4. ágúst 2017 08:38 Hlakkar til heimkomu eftir afrekið mikla á K2 John Snorri Sigurjónsson komst upp á topp hins ógnarháa fjalls K2 í gær. Ferðalagi hans er þó hvergi nærri lokið. Langar til að komast heim en John Snorri á um tveggja vikna ferðalag fram undan. Pólfari segir afrekið gríðarlegt. 29. júlí 2017 06:00 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
John Snorri Sigurjónsson sem komst á topp fjallsins K2 á árinu segir að honum hafi fundist hann skilja fjallið mjög vel þegar hann var á leiðinni upp en K2 er eitt erfiðasta fjall í heimi að eiga við. Fjallagarpurinn ræddi um leiðina upp á K2 í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann verður aðalfyrirlesari á háfjallakvöldi Ferðafélags Íslands klukkan 20 í kvöld í Háskólabíói. „Ég hef ekki farið á öll fjöll í heimi en það er sagt að það sé eitt erfiðasta fjall í heimi til að eiga við – bæði svo mikið af snjóflóðum, veðurfarslega erfitt og svo er þetta klifurfjall, það er það er mikið klifur og hvergi sléttur flötur,“ sagði John Snorri og lýsti því meðal annars hvernig gist var á klettasyllum en oft reyndist erfitt að koma tjöldunum fyrir. Aðspurður hvort hann hefði aldrei orðið smeykur eða komist í hann krappann sagði John Snorri að hann hefði mjög oft komist í hann krappann á K2. „Í fimm skipti þurftum við að koma okkur frá snjóflóði, við vorum að koma niður og þurftum að koma okkur undan. Í eitt skipti lendi ég í snjóflóði og svo er grjóthrun í kringum okkur. Þá var læknir frá Singapúr sem kom með okkur upp í búðir tvö en á leiðinni upp í búðirnar verður grjóthrun fyrir aftan hann. Hefði hann verði 2 til 3 mínútum seinna þá hefði hann lent undir grjóthruninu. Þetta tók á hann og hann sneri við í búðum tvö.“Skilaboðin frá Íslendingum hlýjuðu í kuldanum John Snorri að honum hefði fundist hann öruggur þrátt fyrir aðstæður. „Mér fannst ég skilja fjallið mjög vel og mér fannst ég mjög öruggur þó að aðstæðurnar væru svona. Hugurinn var allan tímann mjög rólegur; alveg sama hvað var að gerast í fjallinu þá var hugurinn alltaf rólegur. Ég held að það hjálpi mjög mikið og vera með jákvæðar hugsanir,“ sagði John Snorri. Þá hlýjuðu allar kveðjurnar frá Íslendingum mjög uppi á fjallinu. „Ég fékk svo mikið af skilaboðum frá Íslendingum, baráttukveðjur og styrktarkveðjur. Maður er svo mikið einn á fjallinu, þó maður sé í hóp þá er maður einn og þetta hjálpaði. Ég fann að ég hitnaði að innan við allar þesar kveðjur og leið vel.“ Spjallið í Bítinu við John Snorra má heyra í spilaranum hér fyrir neðan en með honum var Ólafur Már Björnsson, augnlæknir, sem einnig gengur mikið á fjöll og mun segja frá ferðum sínum ásamt Tómasi Guðbjartssyni, lækni, á háfjallakvöldinu í kvöld.
Fjallamennska Tengdar fréttir John Snorri brast í grát á toppnum: „Þetta var virkilega erfið ferð“ John Snorri Sigurjónsson, fyrsti Íslendingurinn til að ná toppi næsthæsta fjalls í heimi, K2, var þreyttur og meyr þegar fréttastofa náði tali af honum þar sem hann var búinn að vera í um tíu mínútur á toppi fjallsins og nýbúinn að reka íslenska fánann niður. 28. júlí 2017 11:39 John Snorri komst á tind K3 í nótt Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson komst á tind fjallsins Broad Peak, sem jafnan gengur undir nafninu K3, klukkan fjögur í nótt. 4. ágúst 2017 08:38 Hlakkar til heimkomu eftir afrekið mikla á K2 John Snorri Sigurjónsson komst upp á topp hins ógnarháa fjalls K2 í gær. Ferðalagi hans er þó hvergi nærri lokið. Langar til að komast heim en John Snorri á um tveggja vikna ferðalag fram undan. Pólfari segir afrekið gríðarlegt. 29. júlí 2017 06:00 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
John Snorri brast í grát á toppnum: „Þetta var virkilega erfið ferð“ John Snorri Sigurjónsson, fyrsti Íslendingurinn til að ná toppi næsthæsta fjalls í heimi, K2, var þreyttur og meyr þegar fréttastofa náði tali af honum þar sem hann var búinn að vera í um tíu mínútur á toppi fjallsins og nýbúinn að reka íslenska fánann niður. 28. júlí 2017 11:39
John Snorri komst á tind K3 í nótt Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson komst á tind fjallsins Broad Peak, sem jafnan gengur undir nafninu K3, klukkan fjögur í nótt. 4. ágúst 2017 08:38
Hlakkar til heimkomu eftir afrekið mikla á K2 John Snorri Sigurjónsson komst upp á topp hins ógnarháa fjalls K2 í gær. Ferðalagi hans er þó hvergi nærri lokið. Langar til að komast heim en John Snorri á um tveggja vikna ferðalag fram undan. Pólfari segir afrekið gríðarlegt. 29. júlí 2017 06:00