Áhrifalausir þingmenn á óskilvirku Alþingi Einar Brynjólfsson skrifar 20. október 2017 09:45 Nú þegar nokkrir dagar eru til Alþingiskosninga er við hæfi að rifja upp yfirlýsingu Theódóru S. Þorsteinsdóttur frá 26. ágúst sl. um að hún hygðist afsala sér þingsæti sínu um næstu áramót. Reyndar höguðu örlögin því þannig að Theódóra mun ekki þurfa að bíða til áramóta, en það er önnur saga. Skiptar skoðanir hafa verið um réttmæti þeirra ástæðna sem hún gefur upp fyrir ákvörðun sinni, þ.e. að þingmenn hafi lítil völd og að þingið sé óskilvirkt. Það blasir við að Alþingi er óskilvirkt í meira lagi. Stór hluti allra lagafrumvarpa og þingsályktunartillagna sem lögð eru fram á hverju þingi dagar uppi. Einhverjir gætu freistast til að segja: „Verða þau mál sem út af standa ekki bara kláruð á næsta þingi?“ Ónei, svo einfalt er það nú ekki. Óafgreidd þingmál, stundum kölluð þingmálahali, falla niður við þinglok. Ef flutningsmenn þeirra vilja halda þeim til streitu verða þeir að mæla fyrir þeim að nýju. Afleiðingin er sú að mælt er fyrir sömu málum margoft í þingsal. Umfangsmikil nefndavinna er endurtekin hvað eftir annað, m.a. með því að kallað er eftir umsögnum um einstök mál trekk í trekk og að sömu gestirnir eru kallaðir fyrir nefndirnar hvað eftir annað. Það er eflaust hægt að mæla í þúsundum vinnustundirnar sem fara í súginn á hverju þingi vegna þessa vinnulags. Þessi vinnubrögð eru forkastanleg og munu Píratar leggja fram þá tillögu, enn einu sinni, að mál nái að „lifa“ milli þinga, til að auka skilvirkni Alþingis, jafnvel þó þurfi að breyta stjórnarskránni til þess. Hvað meint valdaleysi þingmanna varðar, þá hefur Theódóra að hluta til rétt fyrir sér. Óbreyttir þingmenn koma fáum málum í gegn ef þau eru framkvæmdarvaldinu ekki þóknanleg, jafnvel þó þeir tilheyri stjórnarmeirihluta. Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er gott dæmi um þingmann í stjórnarmeirihluta sem leggur fram sömu þingmálin hvað eftir annað, án þess þó að þau hljóti endanlega afgreiðslu. Þessar staðreyndir eru örugglega ekki til þess fallnar að auka virðingu almennings fyrir Alþingi. Ég þykist þess fullviss að virðing Alþingis mun batna til muna ef bragarbót yrði gerð á þessum kerfislæga vanda. Píratar munu leggja sitt af mörkum til þess. Höfundur er þingmaður og oddviti Pírata í í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Sjá meira
Nú þegar nokkrir dagar eru til Alþingiskosninga er við hæfi að rifja upp yfirlýsingu Theódóru S. Þorsteinsdóttur frá 26. ágúst sl. um að hún hygðist afsala sér þingsæti sínu um næstu áramót. Reyndar höguðu örlögin því þannig að Theódóra mun ekki þurfa að bíða til áramóta, en það er önnur saga. Skiptar skoðanir hafa verið um réttmæti þeirra ástæðna sem hún gefur upp fyrir ákvörðun sinni, þ.e. að þingmenn hafi lítil völd og að þingið sé óskilvirkt. Það blasir við að Alþingi er óskilvirkt í meira lagi. Stór hluti allra lagafrumvarpa og þingsályktunartillagna sem lögð eru fram á hverju þingi dagar uppi. Einhverjir gætu freistast til að segja: „Verða þau mál sem út af standa ekki bara kláruð á næsta þingi?“ Ónei, svo einfalt er það nú ekki. Óafgreidd þingmál, stundum kölluð þingmálahali, falla niður við þinglok. Ef flutningsmenn þeirra vilja halda þeim til streitu verða þeir að mæla fyrir þeim að nýju. Afleiðingin er sú að mælt er fyrir sömu málum margoft í þingsal. Umfangsmikil nefndavinna er endurtekin hvað eftir annað, m.a. með því að kallað er eftir umsögnum um einstök mál trekk í trekk og að sömu gestirnir eru kallaðir fyrir nefndirnar hvað eftir annað. Það er eflaust hægt að mæla í þúsundum vinnustundirnar sem fara í súginn á hverju þingi vegna þessa vinnulags. Þessi vinnubrögð eru forkastanleg og munu Píratar leggja fram þá tillögu, enn einu sinni, að mál nái að „lifa“ milli þinga, til að auka skilvirkni Alþingis, jafnvel þó þurfi að breyta stjórnarskránni til þess. Hvað meint valdaleysi þingmanna varðar, þá hefur Theódóra að hluta til rétt fyrir sér. Óbreyttir þingmenn koma fáum málum í gegn ef þau eru framkvæmdarvaldinu ekki þóknanleg, jafnvel þó þeir tilheyri stjórnarmeirihluta. Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er gott dæmi um þingmann í stjórnarmeirihluta sem leggur fram sömu þingmálin hvað eftir annað, án þess þó að þau hljóti endanlega afgreiðslu. Þessar staðreyndir eru örugglega ekki til þess fallnar að auka virðingu almennings fyrir Alþingi. Ég þykist þess fullviss að virðing Alþingis mun batna til muna ef bragarbót yrði gerð á þessum kerfislæga vanda. Píratar munu leggja sitt af mörkum til þess. Höfundur er þingmaður og oddviti Pírata í í Norðausturkjördæmi.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun