Lögbann -- og ritskoðun og þöggun Vésteinn Valgarðsson skrifar 20. október 2017 16:00 Þessa dagana er mikið rætt um lögbannið sem sett var á umfjöllun Stundarinnar um Bjarna Benediktsson. Um það er óhætt að nota orð eins og hneisu, svívirðu og fleiri í sama þyngdarflokki. Ritskoðun og þöggun eru stór orð. Samt detta mér varla önnur í hug þegar ég hugsa um viðmótið sem við í Alþýðufylkingunni upplifum, bæði frá fjölmiðlum og félagasamtökum. Fjölmiðlarnir skilja Alþýðufylkinguna ítrekað útundan í umfjöllun um kosningarnar. Til dæmis var formaður okkar Þorvaldur Þorvaldsson næstum alveg klipptur út úr málefnaþætti RÚV um efnahags- og velferðarmál mánudag, og oddviti okkar Þorsteinn Bergsson var einnig mjög naumt klipptur í málefnaþætti um atvinnu-, samgöngu- og umhverfismál. Þetta er ekki bara RÚV -- Stöð tvö ákvað að Alþýðufylkingin fengi ekki að taka þátt í kjördæmaþáttum hjá sér. Og þetta er ekki nýtt, í síðustu kosningum hafði RÚV okkur -- ásamt öðrum flokkum sem mældust með lítið fylgi -- saman í sérstakri neðrideild smáflokkanna, en „alvöru“ framboð voru höfð saman í þætti. Og þá vildi Stöð tvö ekki sjá okkur í sjónvarpsþáttum, frekar en nú. Þegar félagasamtök halda framboðsfundi er oft það sama uppi á teningnum. Til dæmis hafa, bara undanfarna viku, Samtök ferðaþjónustunnar, Stúdentaráð Háskóla Íslands, Kennarasamtök Íslands, Samtök eldri borgara og Náttúruverndarsamtök Íslands -- svo ég nefni nokkur -- haldið framboðsfundi þar sem Alþýðufylkingin er skilin útundan. Af hverju vilja stjórnir þessara félaga ekki að meðlimirnir heyri boðskap okkar? Þá má nefna að sumir framhaldsskólar hafa haldið kynningarfundi fyrir nemendur, og ekki séð ástæðu til að bjóða Alþýðufylkingunni að vera með -- þótt við höfum að fyrra bragði haft samband við alla framhaldsskóla í öllum kjördæmum sem við bjóðum fram í, til að gefa kost á okkur. Því er jafnan borið við að Alþýðufylkingin mælist með svo lítið fylgi að hún eigi ekki séns. En það eru ekki rök fyrir því að útiloka okkur frá umræðunni, heldur þvert á móti -- heldur er það einmitt útilokunin sem heldur okkur á jaðrinum: fólk myndar sér ekki skoðun á okkur ef það heyrir ekki í okkur. Þá er stundum sagt að bara sé fjallað um flokka sem bjóða fram á landsvísu. Það er jafn ómálefnalegt og ólýðræðislegt -- en virkar auk þess ekki þegar við bjóðum fram í 4 kjördæmum af 6, og 80% kjósenda geta kosið okkur, m.a. næstum allir sem mæta á framboðsfundi í Reykjavík. Það hlýtur að vera önnur, raunveruleg ástæða fyrir því að einu rödd sósíalismans sé haldið utan við umræðuna. Við erum ekki að fara fram á neina sérmeðferð. Við viljum bara njóta jafnræðis á við önnur framboð. Okkur höfum sjálf á tilfinningunni að við komum best út þegar við fáum að kynna málstað okkar jafnfætis öðrum flokkum. Hver óttast það? Hver hefur ástæðu til að þagga niður í okkur? Það þarf lögbann til að þagga niður í Stundinni. En það er ekkert lögbann til að þagga niður í Alþýðufylkingunni. Það er nóg að beita þöggun og ritskoðun.Vésteinn Valgarðsson, varaformaður Alþýðufylkingarinnar og oddviti í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana er mikið rætt um lögbannið sem sett var á umfjöllun Stundarinnar um Bjarna Benediktsson. Um það er óhætt að nota orð eins og hneisu, svívirðu og fleiri í sama þyngdarflokki. Ritskoðun og þöggun eru stór orð. Samt detta mér varla önnur í hug þegar ég hugsa um viðmótið sem við í Alþýðufylkingunni upplifum, bæði frá fjölmiðlum og félagasamtökum. Fjölmiðlarnir skilja Alþýðufylkinguna ítrekað útundan í umfjöllun um kosningarnar. Til dæmis var formaður okkar Þorvaldur Þorvaldsson næstum alveg klipptur út úr málefnaþætti RÚV um efnahags- og velferðarmál mánudag, og oddviti okkar Þorsteinn Bergsson var einnig mjög naumt klipptur í málefnaþætti um atvinnu-, samgöngu- og umhverfismál. Þetta er ekki bara RÚV -- Stöð tvö ákvað að Alþýðufylkingin fengi ekki að taka þátt í kjördæmaþáttum hjá sér. Og þetta er ekki nýtt, í síðustu kosningum hafði RÚV okkur -- ásamt öðrum flokkum sem mældust með lítið fylgi -- saman í sérstakri neðrideild smáflokkanna, en „alvöru“ framboð voru höfð saman í þætti. Og þá vildi Stöð tvö ekki sjá okkur í sjónvarpsþáttum, frekar en nú. Þegar félagasamtök halda framboðsfundi er oft það sama uppi á teningnum. Til dæmis hafa, bara undanfarna viku, Samtök ferðaþjónustunnar, Stúdentaráð Háskóla Íslands, Kennarasamtök Íslands, Samtök eldri borgara og Náttúruverndarsamtök Íslands -- svo ég nefni nokkur -- haldið framboðsfundi þar sem Alþýðufylkingin er skilin útundan. Af hverju vilja stjórnir þessara félaga ekki að meðlimirnir heyri boðskap okkar? Þá má nefna að sumir framhaldsskólar hafa haldið kynningarfundi fyrir nemendur, og ekki séð ástæðu til að bjóða Alþýðufylkingunni að vera með -- þótt við höfum að fyrra bragði haft samband við alla framhaldsskóla í öllum kjördæmum sem við bjóðum fram í, til að gefa kost á okkur. Því er jafnan borið við að Alþýðufylkingin mælist með svo lítið fylgi að hún eigi ekki séns. En það eru ekki rök fyrir því að útiloka okkur frá umræðunni, heldur þvert á móti -- heldur er það einmitt útilokunin sem heldur okkur á jaðrinum: fólk myndar sér ekki skoðun á okkur ef það heyrir ekki í okkur. Þá er stundum sagt að bara sé fjallað um flokka sem bjóða fram á landsvísu. Það er jafn ómálefnalegt og ólýðræðislegt -- en virkar auk þess ekki þegar við bjóðum fram í 4 kjördæmum af 6, og 80% kjósenda geta kosið okkur, m.a. næstum allir sem mæta á framboðsfundi í Reykjavík. Það hlýtur að vera önnur, raunveruleg ástæða fyrir því að einu rödd sósíalismans sé haldið utan við umræðuna. Við erum ekki að fara fram á neina sérmeðferð. Við viljum bara njóta jafnræðis á við önnur framboð. Okkur höfum sjálf á tilfinningunni að við komum best út þegar við fáum að kynna málstað okkar jafnfætis öðrum flokkum. Hver óttast það? Hver hefur ástæðu til að þagga niður í okkur? Það þarf lögbann til að þagga niður í Stundinni. En það er ekkert lögbann til að þagga niður í Alþýðufylkingunni. Það er nóg að beita þöggun og ritskoðun.Vésteinn Valgarðsson, varaformaður Alþýðufylkingarinnar og oddviti í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun