Ríkisstjórn Möltu mun gefa þeim sem veita upplýsingar sem leiða til handtöku á þeim sem ber ábyrgð á morðinu á maltnesku blaðakonunni Daphne Caruana Galizia milljón evrur.
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá ríkistjórninni þar sem segir að hún muni leggja sig alla fram um að leysa málið.
Morðið vakti mikla athygli í vikunni en Galizia var áhrifamikill rannsóknarblaðamaður sem meðal annars leiddi rannsókn Panamaskjala-rannsóknina á Möltu.
Nýverið hafði Galizia sakað forsætisráðherra Möltu, Joseph Muscat um spillingu. Hafði hún fjallað ítarlega um aflandsfélag sem tengdist Muscat.
Muscat hefur fordæmt morðið, sem framið var með bílsprengju en bíll Galizia sprakk í loft upp skammt frá heimili hennar.
Galizia hélt úti og skrifaði á gífurlega vinsæla síðu. Guardian segir hana iðulega hafa fengið fleiri heimsóknir á síðu sína en sem samsvarar samanlögðum fjölda þeirra sem lesa dagblöð á Möltu. Þar segir einnig að skrif hennar hafi verið bæði embættismönnum og glæpamönnum til trafala.
Sérfræðingar frá bandarísku alríkislögreglunni sem og sérfræðingar frá Hollandi aðstoða lögregluna á Möltu við rannsókn máls.
Bílsprengjur og árásir í svipuðum dúr er nokkuð tíðar á Möltu. Á síðustu tíu árum hafa fimmtán slíkar árásir átt sér stað.
Ríkisstjórn Möltu býður milljón evrur fyrir upplýsingar um morðið á blaðakonunni

Tengdar fréttir

Áhrifamikil blaðakona myrt á Möltu
Blaðakonan sem leiddi Panamaskjala-rannsóknina á Möltu var myrt með bílsprengju í dag.

Fordæmir Möltu og kallar mafíuríki
Sonur Daphne Caruana Galizia, blaðamanns sem fjallaði ítarlega um Panamaskjölin og aflandsfélag tengt Joseph Muscat forsætisráðherra og var myrt á mánudag, fordæmdi stjórnvöld á Möltu harkalega í gær.

Forsætisráðherra segir Galizia hafa verið sinn helsta andstæðing
Joseph Muscat heitir því þó að finna morðingja hennar.