Hefðum viljað fá sömu dómgæslu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. október 2017 06:30 Íslensku keppendurnir á NEM í fimleikum brugðu á leik að móti loknu í gær. mynd/fimleikasamband íslands Íslendingar unnu til sex verðlauna á Norður-Evrópumótinu (NEM) sem fór fram í Þórshöfn í Færeyjum um helgina. Íslenska kvennaliðið vann silfur í liðakeppninni. Íslensku stelpurnar fengu samtals 146,432 í einkunn, 0,968 minna en sigurvegararnir frá Noregi. Íslenska karlaliðið lenti í 5. sæti og var ekki langt frá því að komast á verðlaunapall. „Við stelpurnar stefndum á gullið svo þetta er smá sárt. En á sama tíma er frábært að enda með silfur. Við vorum með mjög gott lið í ár,“ sagði Dominiqua Alma Belányi, sem var hluti af silfurliði Íslands, í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún kvaðst ekki nógu sátt með dómgæsluna í liðakeppninni. „Satt að segja hefði ég viljað fá sömu dómgæslu og Noregur fékk í síðasta hollinu. Það var smá meðbyr með norsku stelpunum og þær rétt skutust fram úr okkur á síðasta áhaldi,“ sagði Dominiqua. Irina Sazonova fékk silfur í fjölþraut en hún fékk 49,666 í einkunn. Thelma Aðalsteinsdóttir og Agnes Suto-Tuuha komu líka heim með silfur. Thelma varð önnur í keppni á tvíslá og Agnes lenti í 2. sæti í keppni á slá. Eyþór Baldursson vann til bronsverðlauna í stökki og Valgard Reinhardsson náði einnig í brons á svifrá. „Ég er ótrúlega ánægð. Það er frábært að ná silfri í liðakeppninni og flottur árangur hjá Irinu að enda í 2. sæti í fjölþrautinni. Við náðum árangri á öllum sviðum,“ sagði Dominiqua ánægð. Fimleikar Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira
Íslendingar unnu til sex verðlauna á Norður-Evrópumótinu (NEM) sem fór fram í Þórshöfn í Færeyjum um helgina. Íslenska kvennaliðið vann silfur í liðakeppninni. Íslensku stelpurnar fengu samtals 146,432 í einkunn, 0,968 minna en sigurvegararnir frá Noregi. Íslenska karlaliðið lenti í 5. sæti og var ekki langt frá því að komast á verðlaunapall. „Við stelpurnar stefndum á gullið svo þetta er smá sárt. En á sama tíma er frábært að enda með silfur. Við vorum með mjög gott lið í ár,“ sagði Dominiqua Alma Belányi, sem var hluti af silfurliði Íslands, í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún kvaðst ekki nógu sátt með dómgæsluna í liðakeppninni. „Satt að segja hefði ég viljað fá sömu dómgæslu og Noregur fékk í síðasta hollinu. Það var smá meðbyr með norsku stelpunum og þær rétt skutust fram úr okkur á síðasta áhaldi,“ sagði Dominiqua. Irina Sazonova fékk silfur í fjölþraut en hún fékk 49,666 í einkunn. Thelma Aðalsteinsdóttir og Agnes Suto-Tuuha komu líka heim með silfur. Thelma varð önnur í keppni á tvíslá og Agnes lenti í 2. sæti í keppni á slá. Eyþór Baldursson vann til bronsverðlauna í stökki og Valgard Reinhardsson náði einnig í brons á svifrá. „Ég er ótrúlega ánægð. Það er frábært að ná silfri í liðakeppninni og flottur árangur hjá Irinu að enda í 2. sæti í fjölþrautinni. Við náðum árangri á öllum sviðum,“ sagði Dominiqua ánægð.
Fimleikar Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira