Viljum við betra Ísland Sigrún Grétarsdóttir skrifar 23. október 2017 10:45 Kæri kjósandi. Enn á ný verður gengið til Alþingiskosninga og þreyta virðist komin í kjósendur. Síðustu tvær ríkisstjórnir hafa sprungið og þjóðin hefur fyllst réttmætri reiði og í kjölfarið hefur traust til stjórnmálamanna og Alþingis minnkað til muna og kjörsókn einnig samhliða. Í aðdraganda kosninga eru gefin mörg falleg fyrirheit um bætta stöðu almennings en litlar verða svo efndirnar, við skulum vera þess minnug þegar í kjörklefann kemur. Það er athyglisvert að kjör þeirra sem standa hvað höllustum fæti hér á landi og bera hvað minnst úr býtum þ.e.a.s aldraðir, öryrkjar auk þeirra sem eru á lágmarkslaunum, hafa verið sett fram í stefnuskrám ýmissa framboðsflokka í kosningabaráttum liðinna ára, þeim til fylgisaukningar með fyrirheitum um bætta stöðu þessara þjóðfélagshópa þótt svo ekki hafi orðið raunin. Það er staðreynd að á okkar ástkæra og ylhýra Íslandi er mikil misskipting auðs sem ratar oft í fréttamiðlana. Gjáin á milli almennings og þeirra sem fara með peninga og völd hefur breikkað sem aldrei fyrr, hér búa svo sannarlega tvær þjóðir, þjóð auðvaldsins og almennings hins vegar. Tíðrætt hefur verið um stöðugleika og góðæri af tveimur síðustu ríkistjórnum en á sama tíma hafa raddir fólksins í landinu orðið háværari um jafnari skiptingu og óskir um betra velferðarkerfi. Ísland er auðugt land þar sem allir ættu að geta lifað mannsæmandi lífi en það vantar pólitískan vilja ráðamanna og þor til að svo megi vera. Stöðugleikaumræðan þjónar auðvaldinu og notuð sem mantra til að ekki skuli ruggað við núverandi ástandi og engra breytinga sé þörf, þó svo sannarlega sé eftir því kallað. Með því að fá nýtt stjórnmálaafl á Alþingi Íslendinga sem er Flokkur fólksins, þá aukast möguleikar á að þar verði hægt að vinna almenningi til heilla. Áherslumál Flokks fólksins til Alþingiskosninga 2017 eru sem hér segir:1. Persónuafsláttur verði hækkaður verulega.2. Komið verði á fót félagslegu kaupleigukerfi og leigumarkaði sem ekki hefur hagnað að leiðarljósi.3. Verðtrygging á neytendalánum og fasteignalánum verði afnumin og vextir lækkaðir, m.a. með því að aftengja leigu og verð húsnæðis frá vísitölumælingu Hagstofu Íslands.4. Afnema ber skerðingar greiðslna milli almannatrygginga og lífeyrissjóða, lífeyrissjóðskerfið verði endurskoðað og frítekjumark afnumið.5. Grunnheilbrigðisþjónustan verði gjaldfrjáls. Ef þú kjósandi góður vilt breytingar og betra Ísland, þar sem allir eiga þess kost á að lifa með reisn þá er nauðsynlegt að nýta dýrmætan kosningarétt og mæta á kjörstað og merkja við XF í kjörklefanum þann 28. október næstkomandi.Höfundur er í 8. sæti í Flokki fólksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Kæri kjósandi. Enn á ný verður gengið til Alþingiskosninga og þreyta virðist komin í kjósendur. Síðustu tvær ríkisstjórnir hafa sprungið og þjóðin hefur fyllst réttmætri reiði og í kjölfarið hefur traust til stjórnmálamanna og Alþingis minnkað til muna og kjörsókn einnig samhliða. Í aðdraganda kosninga eru gefin mörg falleg fyrirheit um bætta stöðu almennings en litlar verða svo efndirnar, við skulum vera þess minnug þegar í kjörklefann kemur. Það er athyglisvert að kjör þeirra sem standa hvað höllustum fæti hér á landi og bera hvað minnst úr býtum þ.e.a.s aldraðir, öryrkjar auk þeirra sem eru á lágmarkslaunum, hafa verið sett fram í stefnuskrám ýmissa framboðsflokka í kosningabaráttum liðinna ára, þeim til fylgisaukningar með fyrirheitum um bætta stöðu þessara þjóðfélagshópa þótt svo ekki hafi orðið raunin. Það er staðreynd að á okkar ástkæra og ylhýra Íslandi er mikil misskipting auðs sem ratar oft í fréttamiðlana. Gjáin á milli almennings og þeirra sem fara með peninga og völd hefur breikkað sem aldrei fyrr, hér búa svo sannarlega tvær þjóðir, þjóð auðvaldsins og almennings hins vegar. Tíðrætt hefur verið um stöðugleika og góðæri af tveimur síðustu ríkistjórnum en á sama tíma hafa raddir fólksins í landinu orðið háværari um jafnari skiptingu og óskir um betra velferðarkerfi. Ísland er auðugt land þar sem allir ættu að geta lifað mannsæmandi lífi en það vantar pólitískan vilja ráðamanna og þor til að svo megi vera. Stöðugleikaumræðan þjónar auðvaldinu og notuð sem mantra til að ekki skuli ruggað við núverandi ástandi og engra breytinga sé þörf, þó svo sannarlega sé eftir því kallað. Með því að fá nýtt stjórnmálaafl á Alþingi Íslendinga sem er Flokkur fólksins, þá aukast möguleikar á að þar verði hægt að vinna almenningi til heilla. Áherslumál Flokks fólksins til Alþingiskosninga 2017 eru sem hér segir:1. Persónuafsláttur verði hækkaður verulega.2. Komið verði á fót félagslegu kaupleigukerfi og leigumarkaði sem ekki hefur hagnað að leiðarljósi.3. Verðtrygging á neytendalánum og fasteignalánum verði afnumin og vextir lækkaðir, m.a. með því að aftengja leigu og verð húsnæðis frá vísitölumælingu Hagstofu Íslands.4. Afnema ber skerðingar greiðslna milli almannatrygginga og lífeyrissjóða, lífeyrissjóðskerfið verði endurskoðað og frítekjumark afnumið.5. Grunnheilbrigðisþjónustan verði gjaldfrjáls. Ef þú kjósandi góður vilt breytingar og betra Ísland, þar sem allir eiga þess kost á að lifa með reisn þá er nauðsynlegt að nýta dýrmætan kosningarétt og mæta á kjörstað og merkja við XF í kjörklefanum þann 28. október næstkomandi.Höfundur er í 8. sæti í Flokki fólksins í Suðurkjördæmi.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun