Viljum við betra Ísland Sigrún Grétarsdóttir skrifar 23. október 2017 10:45 Kæri kjósandi. Enn á ný verður gengið til Alþingiskosninga og þreyta virðist komin í kjósendur. Síðustu tvær ríkisstjórnir hafa sprungið og þjóðin hefur fyllst réttmætri reiði og í kjölfarið hefur traust til stjórnmálamanna og Alþingis minnkað til muna og kjörsókn einnig samhliða. Í aðdraganda kosninga eru gefin mörg falleg fyrirheit um bætta stöðu almennings en litlar verða svo efndirnar, við skulum vera þess minnug þegar í kjörklefann kemur. Það er athyglisvert að kjör þeirra sem standa hvað höllustum fæti hér á landi og bera hvað minnst úr býtum þ.e.a.s aldraðir, öryrkjar auk þeirra sem eru á lágmarkslaunum, hafa verið sett fram í stefnuskrám ýmissa framboðsflokka í kosningabaráttum liðinna ára, þeim til fylgisaukningar með fyrirheitum um bætta stöðu þessara þjóðfélagshópa þótt svo ekki hafi orðið raunin. Það er staðreynd að á okkar ástkæra og ylhýra Íslandi er mikil misskipting auðs sem ratar oft í fréttamiðlana. Gjáin á milli almennings og þeirra sem fara með peninga og völd hefur breikkað sem aldrei fyrr, hér búa svo sannarlega tvær þjóðir, þjóð auðvaldsins og almennings hins vegar. Tíðrætt hefur verið um stöðugleika og góðæri af tveimur síðustu ríkistjórnum en á sama tíma hafa raddir fólksins í landinu orðið háværari um jafnari skiptingu og óskir um betra velferðarkerfi. Ísland er auðugt land þar sem allir ættu að geta lifað mannsæmandi lífi en það vantar pólitískan vilja ráðamanna og þor til að svo megi vera. Stöðugleikaumræðan þjónar auðvaldinu og notuð sem mantra til að ekki skuli ruggað við núverandi ástandi og engra breytinga sé þörf, þó svo sannarlega sé eftir því kallað. Með því að fá nýtt stjórnmálaafl á Alþingi Íslendinga sem er Flokkur fólksins, þá aukast möguleikar á að þar verði hægt að vinna almenningi til heilla. Áherslumál Flokks fólksins til Alþingiskosninga 2017 eru sem hér segir:1. Persónuafsláttur verði hækkaður verulega.2. Komið verði á fót félagslegu kaupleigukerfi og leigumarkaði sem ekki hefur hagnað að leiðarljósi.3. Verðtrygging á neytendalánum og fasteignalánum verði afnumin og vextir lækkaðir, m.a. með því að aftengja leigu og verð húsnæðis frá vísitölumælingu Hagstofu Íslands.4. Afnema ber skerðingar greiðslna milli almannatrygginga og lífeyrissjóða, lífeyrissjóðskerfið verði endurskoðað og frítekjumark afnumið.5. Grunnheilbrigðisþjónustan verði gjaldfrjáls. Ef þú kjósandi góður vilt breytingar og betra Ísland, þar sem allir eiga þess kost á að lifa með reisn þá er nauðsynlegt að nýta dýrmætan kosningarétt og mæta á kjörstað og merkja við XF í kjörklefanum þann 28. október næstkomandi.Höfundur er í 8. sæti í Flokki fólksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Kæri kjósandi. Enn á ný verður gengið til Alþingiskosninga og þreyta virðist komin í kjósendur. Síðustu tvær ríkisstjórnir hafa sprungið og þjóðin hefur fyllst réttmætri reiði og í kjölfarið hefur traust til stjórnmálamanna og Alþingis minnkað til muna og kjörsókn einnig samhliða. Í aðdraganda kosninga eru gefin mörg falleg fyrirheit um bætta stöðu almennings en litlar verða svo efndirnar, við skulum vera þess minnug þegar í kjörklefann kemur. Það er athyglisvert að kjör þeirra sem standa hvað höllustum fæti hér á landi og bera hvað minnst úr býtum þ.e.a.s aldraðir, öryrkjar auk þeirra sem eru á lágmarkslaunum, hafa verið sett fram í stefnuskrám ýmissa framboðsflokka í kosningabaráttum liðinna ára, þeim til fylgisaukningar með fyrirheitum um bætta stöðu þessara þjóðfélagshópa þótt svo ekki hafi orðið raunin. Það er staðreynd að á okkar ástkæra og ylhýra Íslandi er mikil misskipting auðs sem ratar oft í fréttamiðlana. Gjáin á milli almennings og þeirra sem fara með peninga og völd hefur breikkað sem aldrei fyrr, hér búa svo sannarlega tvær þjóðir, þjóð auðvaldsins og almennings hins vegar. Tíðrætt hefur verið um stöðugleika og góðæri af tveimur síðustu ríkistjórnum en á sama tíma hafa raddir fólksins í landinu orðið háværari um jafnari skiptingu og óskir um betra velferðarkerfi. Ísland er auðugt land þar sem allir ættu að geta lifað mannsæmandi lífi en það vantar pólitískan vilja ráðamanna og þor til að svo megi vera. Stöðugleikaumræðan þjónar auðvaldinu og notuð sem mantra til að ekki skuli ruggað við núverandi ástandi og engra breytinga sé þörf, þó svo sannarlega sé eftir því kallað. Með því að fá nýtt stjórnmálaafl á Alþingi Íslendinga sem er Flokkur fólksins, þá aukast möguleikar á að þar verði hægt að vinna almenningi til heilla. Áherslumál Flokks fólksins til Alþingiskosninga 2017 eru sem hér segir:1. Persónuafsláttur verði hækkaður verulega.2. Komið verði á fót félagslegu kaupleigukerfi og leigumarkaði sem ekki hefur hagnað að leiðarljósi.3. Verðtrygging á neytendalánum og fasteignalánum verði afnumin og vextir lækkaðir, m.a. með því að aftengja leigu og verð húsnæðis frá vísitölumælingu Hagstofu Íslands.4. Afnema ber skerðingar greiðslna milli almannatrygginga og lífeyrissjóða, lífeyrissjóðskerfið verði endurskoðað og frítekjumark afnumið.5. Grunnheilbrigðisþjónustan verði gjaldfrjáls. Ef þú kjósandi góður vilt breytingar og betra Ísland, þar sem allir eiga þess kost á að lifa með reisn þá er nauðsynlegt að nýta dýrmætan kosningarétt og mæta á kjörstað og merkja við XF í kjörklefanum þann 28. október næstkomandi.Höfundur er í 8. sæti í Flokki fólksins í Suðurkjördæmi.
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar