Þrír handteknir fyrir umfangsmikinn þjófnað á Keflavíkurflugvelli Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. október 2017 08:53 Mennirnir unnu hjá fyrirtækinu sem þeir stálu frá. VÍSIR/VILHELM Lögreglan á Suðurnesjum handtók fyrr í mánuðinum þrjá karlmenn vegna stórfellds þjófnaðar á tollfrjálsum varningi frá flugþjónustufyrirtæki á Keflavíkurflugvelli. Tveir mannanna sem báðir voru starfsmenn hjá fyrirtækinu hafa viðurkennt þjófnaðinn og hinn þriðji viðurkenndi að hafa aðstoðað við að koma þýfinu í verð. „Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að starfsmennirnir höfðu lengi stundað þjófnað, einkum á nautalundum og lambakjöti, úr frystiklefa flugþjónustufyrirtækisins, annar um fjögurra til fimm ára skeið en hinn nokkru skemur. Þá höfðu þeir rofið innsigli á vögnum sem innihéldu tollfrjálsan varning sem fara átti um borð í flugvélar og látið greipar sópa. Húsleitir voru gerðar heima hjá starfsmönnunum og vitorðsmanni þeirra. Hjá öðrum hinna fyrrnefndu fundust átján sígarettukarton o.fl. og 168 kíló af nautakjöti í frystigeymslum vitorðsmannsins,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Þá segir jafnframt að þegar lögregla skoðaði upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu, í tengslum við rannsóknina, kom í ljós að mennirnir höfðu verið stórtækir við þjófnaðinn - „því til þeirra sást bera úr kjöt út úr frystigeymslunni í kassavís. Annar þeirra hafði nýlokið við að stela 30 kössum af kjöti þegar lögreglan handtók hann, Hinn kvaðst hafa selt hluta af þýfinu á 2000 – 2500 krónur kílóið.“ Ekki er vitað hversu miklu kjöti mennirnir stálu á þeim tíma sem athæfi þeirra stóð yfir en ljóst er að um „gríðarlega mikið magn er að ræða.“ Lögreglumál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum handtók fyrr í mánuðinum þrjá karlmenn vegna stórfellds þjófnaðar á tollfrjálsum varningi frá flugþjónustufyrirtæki á Keflavíkurflugvelli. Tveir mannanna sem báðir voru starfsmenn hjá fyrirtækinu hafa viðurkennt þjófnaðinn og hinn þriðji viðurkenndi að hafa aðstoðað við að koma þýfinu í verð. „Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að starfsmennirnir höfðu lengi stundað þjófnað, einkum á nautalundum og lambakjöti, úr frystiklefa flugþjónustufyrirtækisins, annar um fjögurra til fimm ára skeið en hinn nokkru skemur. Þá höfðu þeir rofið innsigli á vögnum sem innihéldu tollfrjálsan varning sem fara átti um borð í flugvélar og látið greipar sópa. Húsleitir voru gerðar heima hjá starfsmönnunum og vitorðsmanni þeirra. Hjá öðrum hinna fyrrnefndu fundust átján sígarettukarton o.fl. og 168 kíló af nautakjöti í frystigeymslum vitorðsmannsins,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Þá segir jafnframt að þegar lögregla skoðaði upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu, í tengslum við rannsóknina, kom í ljós að mennirnir höfðu verið stórtækir við þjófnaðinn - „því til þeirra sást bera úr kjöt út úr frystigeymslunni í kassavís. Annar þeirra hafði nýlokið við að stela 30 kössum af kjöti þegar lögreglan handtók hann, Hinn kvaðst hafa selt hluta af þýfinu á 2000 – 2500 krónur kílóið.“ Ekki er vitað hversu miklu kjöti mennirnir stálu á þeim tíma sem athæfi þeirra stóð yfir en ljóst er að um „gríðarlega mikið magn er að ræða.“
Lögreglumál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira