Kjósum gott samfélag Eva Baldursdóttir skrifar 26. október 2017 07:00 Í þessum kosningum gefst okkur tækifæri að velja hvaða hugmyndafræði verður fylgt við stjórn landsins. Við höfum tækifæri til að gera upp við gamaldags vinnubrögð sem ennþá viðgangast og stíga inn í framtíðina með betri gildi, heiðarleika og virðingu að leiðarljósi. Byggja upp samfélag með aukinni valddreifingu þar sem ríkir upplýst lýðræði. Að mynda ríkisstjórn sem samanstendur af fólki sem vinnur að almannahag, er ábyrgt í efnahagsmálum en lætur þó ekki peningalega mælikvarða ráða allri ákvarðanatöku. Ríkisstjórn sem leggur áherslu á félagslegan stöðugleika ekki síður en efnahagslegan. Ég er í Samfylkingunni af því að ég er jafnaðarmaður. Ég vil frjálslynt og alþjóðlegt samfélag, sem hefur sterkt velferðarkerfi að fyrirmynd Norðurlandanna. Þar sem mannúð trompar alltaf. Samfélag sem viðurkennir ekki fátækt og stjórnvöld standa eins og varðhundur um jöfn tækifæri allra óháð efnahag, stétt eða stöðu. Samfélag þar sem skattastefnan miðar að því að dreifa gæðunum jafnar en gengur ekki út á að hinir ríku verði ríkari. Samfélag þar sem sjálfsagt er að greiða sanngjarnt gjald til þjóðarinnar vegna hagnýtingar auðlinda okkar. Samfélag sem hafnar því að auðurinn safnist á hendur fárra, sem hafnar því að eðlilegt sé að ríkustu 5% þjóðarinnar eigi jafnmikið og hin 95%. Ef við breytum ekki um stefnu mun ójöfnuður enda stigmagnast. Ég vil samfélag með betra heilbrigðiskerfi, sem tekur forystu í umhverfisvernd svo eftir sé tekið. Samfélag þar sem áherslur í atvinnu- og umhverfismálum fara saman, menntakerfið er fullfjármagnað og stutt er við lítil og meðalstór fyrirtæki og nýsköpun. Samfélag með stöðugan gjaldmiðil, sem er forsenda langvarandi efnahagslegs stöðugleika. Krónan er orsakavaldur hins sveiflukennda hagkerfis og vegna hennar búum við við alltof hátt vaxtastig og verðtryggingu. Þá eiga hér að ríkja almennar leikreglur fyrir öflugt og kröftugt atvinnulíf, en ekki gamaldags fyrirgreiðslupólitík. Ég vil samfélag þar sem þjóðinni er treyst til að kjósa um stór viðfangsefni svo sem um áframhaldandi aðildarviðræður að ESB. Samfélag sem tekur afgerandi forystu í jafnréttismálum. Samfélag sem setur sér alvöru stjórnarskrá í fyrsta skipti, skrifaða af Íslendingum en ekki Dönum sem gerir Ísland að þróuðu lýðræðisríki m.a. með að hafa grundvallaratriði lýðræðisins í lagi eins og jafnt vægi atkvæða. Ég vil samfélag sem hafnar leyndarhyggju og þöggun við meðferð opinbers valds. Samfélag þar sem freki karlinn fær ekki lengur að stjórna. Samfélag þar sem við förum að tileinka okkur meiri auðmýkt og heiðarleika. Þar sem við hlustum meira á hjartað. Þetta er sýn okkar jafnaðarmanna. Við sækjumst eftir umboði ykkar og atkvæði til að taka pólitíska forystu. Komið með. Kjósum gott samfélag. Höfundur er lögfræðingur, frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Í þessum kosningum gefst okkur tækifæri að velja hvaða hugmyndafræði verður fylgt við stjórn landsins. Við höfum tækifæri til að gera upp við gamaldags vinnubrögð sem ennþá viðgangast og stíga inn í framtíðina með betri gildi, heiðarleika og virðingu að leiðarljósi. Byggja upp samfélag með aukinni valddreifingu þar sem ríkir upplýst lýðræði. Að mynda ríkisstjórn sem samanstendur af fólki sem vinnur að almannahag, er ábyrgt í efnahagsmálum en lætur þó ekki peningalega mælikvarða ráða allri ákvarðanatöku. Ríkisstjórn sem leggur áherslu á félagslegan stöðugleika ekki síður en efnahagslegan. Ég er í Samfylkingunni af því að ég er jafnaðarmaður. Ég vil frjálslynt og alþjóðlegt samfélag, sem hefur sterkt velferðarkerfi að fyrirmynd Norðurlandanna. Þar sem mannúð trompar alltaf. Samfélag sem viðurkennir ekki fátækt og stjórnvöld standa eins og varðhundur um jöfn tækifæri allra óháð efnahag, stétt eða stöðu. Samfélag þar sem skattastefnan miðar að því að dreifa gæðunum jafnar en gengur ekki út á að hinir ríku verði ríkari. Samfélag þar sem sjálfsagt er að greiða sanngjarnt gjald til þjóðarinnar vegna hagnýtingar auðlinda okkar. Samfélag sem hafnar því að auðurinn safnist á hendur fárra, sem hafnar því að eðlilegt sé að ríkustu 5% þjóðarinnar eigi jafnmikið og hin 95%. Ef við breytum ekki um stefnu mun ójöfnuður enda stigmagnast. Ég vil samfélag með betra heilbrigðiskerfi, sem tekur forystu í umhverfisvernd svo eftir sé tekið. Samfélag þar sem áherslur í atvinnu- og umhverfismálum fara saman, menntakerfið er fullfjármagnað og stutt er við lítil og meðalstór fyrirtæki og nýsköpun. Samfélag með stöðugan gjaldmiðil, sem er forsenda langvarandi efnahagslegs stöðugleika. Krónan er orsakavaldur hins sveiflukennda hagkerfis og vegna hennar búum við við alltof hátt vaxtastig og verðtryggingu. Þá eiga hér að ríkja almennar leikreglur fyrir öflugt og kröftugt atvinnulíf, en ekki gamaldags fyrirgreiðslupólitík. Ég vil samfélag þar sem þjóðinni er treyst til að kjósa um stór viðfangsefni svo sem um áframhaldandi aðildarviðræður að ESB. Samfélag sem tekur afgerandi forystu í jafnréttismálum. Samfélag sem setur sér alvöru stjórnarskrá í fyrsta skipti, skrifaða af Íslendingum en ekki Dönum sem gerir Ísland að þróuðu lýðræðisríki m.a. með að hafa grundvallaratriði lýðræðisins í lagi eins og jafnt vægi atkvæða. Ég vil samfélag sem hafnar leyndarhyggju og þöggun við meðferð opinbers valds. Samfélag þar sem freki karlinn fær ekki lengur að stjórna. Samfélag þar sem við förum að tileinka okkur meiri auðmýkt og heiðarleika. Þar sem við hlustum meira á hjartað. Þetta er sýn okkar jafnaðarmanna. Við sækjumst eftir umboði ykkar og atkvæði til að taka pólitíska forystu. Komið með. Kjósum gott samfélag. Höfundur er lögfræðingur, frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík Norður.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar