Hvar eru stóru spurningarnar? Kristín Ástgeirsdóttir skrifar 27. október 2017 07:00 Mikið skelfing er hægt að gera pólitískar umræður á Íslandi leiðinlegar. Það sem fréttamenn virðast hafa mestan áhuga á er hvernig eigi að fjármagna þetta eða hitt og hvort það eigi að lækka eða hækka skatta. Lífið snýst ekki bara um peninga, sem betur fer. Hvar eru hugsjónirnar? Hvar eru stóru spurningar um það hvernig stjórnmálafólk vill þróa íslenskt þjóðfélag? Á að stefna að sjálfbæru samfélagi, meiri jöfnuði og jafnrétti eða svona 2007 samfélagi þar sem sumir græða og grilla? Eða kannski gjörbreyttu jafnréttissamfélagi þar sem umönnun og velferð eru lykilhugtök sem allt annað þjónar, þar með talið atvinnulífið?Vandi jarðarinnar og ofbeldismálin Hvernig ætla stjórnmálaflokkarnir að bregðast við loftslagsvandanum? Samkvæmt nýjustu fréttum erum við að auka útblástur gróðurhúsalofttegunda í stað þess að minnka hann. Loftslagsbreytingar og afleiðingar þeirra eru mesti vandinn sem mannkynið á við að glíma og í raun ætti umræðan að snúast langmest um hann. En nei, það er varla minnst á vanda jarðarinnar og gjörðir mannanna í þeim efnum, hvað þá ábyrgð okkar Íslendinga sem mengum og sóum hrikalega. Hvernig ætla flokkarnir að kveða niður kynbundið ofbeldi? Stjórnin sprakk út af ærumálum barnaníðinga og nauðgara. Fáum við markvissa aðgerðaáætlun gegn ofbeldi strax eftir kosningar (drög að henni er að finna í skúffum velferðarráðuneytisins) og verður strax gengið í að fullgilda Istanbúlsamning Evrópuráðsins? Hann snýst um skyldur stjórnvalda við að kveða niður ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi. Ísland á eitt Norðurlandanna eftir að fullgilda samninginn.Hvað um börnin? Hvað um launamisréttið sem við vorum minnt á enn og aftur 24. október? Verður jafnlaunavottuninni fylgt eftir og gengið í að endurmeta störf mikilvægra stétta eins og kennara, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða án þess að allt fari á annan endann? Það sárvantar bæði kennara og hjúkrunarfræðinga og það verður að grípa til aðgerða. Hvað um vanda þúsunda barna sem búa við vanrækslu? Verða skattalækkanir til að leysa mál þeirra? Ég held ekki. Það þarf heildstæða stefnu hvað varðar aðstæður barna, kjör þeirra og líðan. Hvað er mikilvægara í einu samfélagi en að búa vel að börnum? Það kostar auðvitað peninga en það er hægt að forgangsraða.Mannréttindi og stjórnarskrá Hvað um mannréttindi minnihlutahópa? Það hefur dregist árum saman að samþykkja tvær tilskipanir EU sem kveða á um jafnan rétt minnihlutahópa á vinnumarkaði. Ísland er eina landið innan EES sem ekki tryggir slík réttindi og það er til skammar. Ég gæti nefnt ýmislegt fleira eins og stefnuleysið í ferðamálum að ekki sé nú minnst á nýja stjórnarskrá. Sú sem við eigum frá 1944 var bráðabirgðasmíð en síðustu ríkisstjórnir hafa svikið okkur um að ljúka því verki, þrátt fyrir þjóðaratkvæði um tillögur Stjórnlagaráðs. Ótrúleg vinnubrögð þar á ferð. Nei, ræðum inntak þess sem við viljum gera á næstu árum ekki bara hvað aðgerðirnar kosta og hvaðan á að taka peningana. Ræðum siðferði og spillingu, lýðræði, mannréttindi, menningu og menntun en þó fyrst og fremst þá ábyrgð okkar að byggja upp sjálfbært, réttlátt þjóðfélag jöfnuðar, jafnréttis og friðar.Höfundur er fyrrverandi þingkona Kvennalistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Mikið skelfing er hægt að gera pólitískar umræður á Íslandi leiðinlegar. Það sem fréttamenn virðast hafa mestan áhuga á er hvernig eigi að fjármagna þetta eða hitt og hvort það eigi að lækka eða hækka skatta. Lífið snýst ekki bara um peninga, sem betur fer. Hvar eru hugsjónirnar? Hvar eru stóru spurningar um það hvernig stjórnmálafólk vill þróa íslenskt þjóðfélag? Á að stefna að sjálfbæru samfélagi, meiri jöfnuði og jafnrétti eða svona 2007 samfélagi þar sem sumir græða og grilla? Eða kannski gjörbreyttu jafnréttissamfélagi þar sem umönnun og velferð eru lykilhugtök sem allt annað þjónar, þar með talið atvinnulífið?Vandi jarðarinnar og ofbeldismálin Hvernig ætla stjórnmálaflokkarnir að bregðast við loftslagsvandanum? Samkvæmt nýjustu fréttum erum við að auka útblástur gróðurhúsalofttegunda í stað þess að minnka hann. Loftslagsbreytingar og afleiðingar þeirra eru mesti vandinn sem mannkynið á við að glíma og í raun ætti umræðan að snúast langmest um hann. En nei, það er varla minnst á vanda jarðarinnar og gjörðir mannanna í þeim efnum, hvað þá ábyrgð okkar Íslendinga sem mengum og sóum hrikalega. Hvernig ætla flokkarnir að kveða niður kynbundið ofbeldi? Stjórnin sprakk út af ærumálum barnaníðinga og nauðgara. Fáum við markvissa aðgerðaáætlun gegn ofbeldi strax eftir kosningar (drög að henni er að finna í skúffum velferðarráðuneytisins) og verður strax gengið í að fullgilda Istanbúlsamning Evrópuráðsins? Hann snýst um skyldur stjórnvalda við að kveða niður ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi. Ísland á eitt Norðurlandanna eftir að fullgilda samninginn.Hvað um börnin? Hvað um launamisréttið sem við vorum minnt á enn og aftur 24. október? Verður jafnlaunavottuninni fylgt eftir og gengið í að endurmeta störf mikilvægra stétta eins og kennara, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða án þess að allt fari á annan endann? Það sárvantar bæði kennara og hjúkrunarfræðinga og það verður að grípa til aðgerða. Hvað um vanda þúsunda barna sem búa við vanrækslu? Verða skattalækkanir til að leysa mál þeirra? Ég held ekki. Það þarf heildstæða stefnu hvað varðar aðstæður barna, kjör þeirra og líðan. Hvað er mikilvægara í einu samfélagi en að búa vel að börnum? Það kostar auðvitað peninga en það er hægt að forgangsraða.Mannréttindi og stjórnarskrá Hvað um mannréttindi minnihlutahópa? Það hefur dregist árum saman að samþykkja tvær tilskipanir EU sem kveða á um jafnan rétt minnihlutahópa á vinnumarkaði. Ísland er eina landið innan EES sem ekki tryggir slík réttindi og það er til skammar. Ég gæti nefnt ýmislegt fleira eins og stefnuleysið í ferðamálum að ekki sé nú minnst á nýja stjórnarskrá. Sú sem við eigum frá 1944 var bráðabirgðasmíð en síðustu ríkisstjórnir hafa svikið okkur um að ljúka því verki, þrátt fyrir þjóðaratkvæði um tillögur Stjórnlagaráðs. Ótrúleg vinnubrögð þar á ferð. Nei, ræðum inntak þess sem við viljum gera á næstu árum ekki bara hvað aðgerðirnar kosta og hvaðan á að taka peningana. Ræðum siðferði og spillingu, lýðræði, mannréttindi, menningu og menntun en þó fyrst og fremst þá ábyrgð okkar að byggja upp sjálfbært, réttlátt þjóðfélag jöfnuðar, jafnréttis og friðar.Höfundur er fyrrverandi þingkona Kvennalistans.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun