Uppsagnir og minni sala fylgja Costco Haraldur Guðmundsson skrifar 27. október 2017 06:00 Koma Costco hefur gjörbreytt stöðu margra íslenskra framleiðslufyrirtækja og heildsala. Vísir/eyþór „Þetta hefur haft mikil áhrif á okkar rekstur og það virðist vera samdráttur alls staðar og áhrifin meiri en maður áætlaði,“ segir Pétur Thor Gunnarsson, markaðsstjóri Freyju, um áhrif komu Costco hingað til lands en sælgætisgerðin hefur að hans sögn þurft að segja upp sex manns eða um tíu prósent af starfsliði sínu síðan verslunin var opnuð fyrir rúmum fimm mánuðum. „Samdrátturinn lýsir sér í minni sölu en enginn af okkar núverandi viðskiptavinum er að sýna meiri samdrátt en aðrir heldur er þetta heilt yfir. Hins vegar sjáum við sem betur fer að salan er að batna. Þó við værum með gott vöruúrval í Costco þá myndi það ekki endilega bæta upp fyrir það sem við höfum tapað heldur hefur orðið aukning í sölu á innfluttu sælgæti,“ segir Pétur Thor.Steinþór Skúlason, forstjóri SSVerslunarfyrirtækið Hagar, sem rekur meðal annars Bónus og Hagkaup, greindi á þriðjudag frá því að vörusala þess frá júníbyrjun til ágústloka hefði dregist saman um 2,6 milljarða eða 12,6 prósent milli ára. Þá hefði rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBIDTA) lækkað úr 1,8 milljörðum í 1,1. Breytingar á smásölumarkaði hefðu gjörbreytt samkeppnisumhverfi en verslun Costco í Kauptúni var opnuð í síðustu viku maímánaðar. „Þetta hefur auðvitað áhrif á okkar rekstur þegar stærsti viðskiptavinurinn verður fyrir þeim áhrifum sem lýst er. En eins og kom fram í máli Finns [Árnasonar, forstjóra Haga] eru áhrifin meiri en menn bjuggust við og varanleg en þau eru ekki endilega alveg komin fram,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri heildsölunnar Ísam.Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Ísam„Ég get ekki sagt þér hvað salan hefur minnkað í prósentum en við erum með gríðarlega breitt vöruúrval og samdráttur í sölu er mismunandi eftir því. En það er klárt mál að þetta hefur haft gríðarleg áhrif og sérstaklega í sumar og það kemur illa við okkur því sumarið er okkur mjög mikilvægt,“ segir Bergþóra en Ísam á meðal annars framleiðslufyrirtækin Mylluna, Ora og Frón. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands (SS), sem framleiðir matvæli en er einnig stór heildsali, segir áhrif Costco á íslenskan smásölumarkað meiri en flestir hafi búist við. Ekki hafi verið ástæða til uppsagna hjá SS vegna þessa enn sem komið sé. „Í ákveðnum vöruflokkum merkjum við allt að tíu prósentum minni sölu miðað við það sem áætlanir gerðu ráð fyrir. Við sjáum líka að það eru ákveðin hughrif í gangi. Fólk skiptir svolítið um persónuleika þegar það fer þarna inn og það kannski kaupir fullt af hlutum sem eru ekki ódýrari í öllum tilfellum. Okkur sýnist að þeir hafi náð allt að 20 prósenta markaðshlutdeild í þeim vöruflokkum sem þeir leggja áherslu á,“ segir Steinþór. Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
„Þetta hefur haft mikil áhrif á okkar rekstur og það virðist vera samdráttur alls staðar og áhrifin meiri en maður áætlaði,“ segir Pétur Thor Gunnarsson, markaðsstjóri Freyju, um áhrif komu Costco hingað til lands en sælgætisgerðin hefur að hans sögn þurft að segja upp sex manns eða um tíu prósent af starfsliði sínu síðan verslunin var opnuð fyrir rúmum fimm mánuðum. „Samdrátturinn lýsir sér í minni sölu en enginn af okkar núverandi viðskiptavinum er að sýna meiri samdrátt en aðrir heldur er þetta heilt yfir. Hins vegar sjáum við sem betur fer að salan er að batna. Þó við værum með gott vöruúrval í Costco þá myndi það ekki endilega bæta upp fyrir það sem við höfum tapað heldur hefur orðið aukning í sölu á innfluttu sælgæti,“ segir Pétur Thor.Steinþór Skúlason, forstjóri SSVerslunarfyrirtækið Hagar, sem rekur meðal annars Bónus og Hagkaup, greindi á þriðjudag frá því að vörusala þess frá júníbyrjun til ágústloka hefði dregist saman um 2,6 milljarða eða 12,6 prósent milli ára. Þá hefði rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBIDTA) lækkað úr 1,8 milljörðum í 1,1. Breytingar á smásölumarkaði hefðu gjörbreytt samkeppnisumhverfi en verslun Costco í Kauptúni var opnuð í síðustu viku maímánaðar. „Þetta hefur auðvitað áhrif á okkar rekstur þegar stærsti viðskiptavinurinn verður fyrir þeim áhrifum sem lýst er. En eins og kom fram í máli Finns [Árnasonar, forstjóra Haga] eru áhrifin meiri en menn bjuggust við og varanleg en þau eru ekki endilega alveg komin fram,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri heildsölunnar Ísam.Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Ísam„Ég get ekki sagt þér hvað salan hefur minnkað í prósentum en við erum með gríðarlega breitt vöruúrval og samdráttur í sölu er mismunandi eftir því. En það er klárt mál að þetta hefur haft gríðarleg áhrif og sérstaklega í sumar og það kemur illa við okkur því sumarið er okkur mjög mikilvægt,“ segir Bergþóra en Ísam á meðal annars framleiðslufyrirtækin Mylluna, Ora og Frón. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands (SS), sem framleiðir matvæli en er einnig stór heildsali, segir áhrif Costco á íslenskan smásölumarkað meiri en flestir hafi búist við. Ekki hafi verið ástæða til uppsagna hjá SS vegna þessa enn sem komið sé. „Í ákveðnum vöruflokkum merkjum við allt að tíu prósentum minni sölu miðað við það sem áætlanir gerðu ráð fyrir. Við sjáum líka að það eru ákveðin hughrif í gangi. Fólk skiptir svolítið um persónuleika þegar það fer þarna inn og það kannski kaupir fullt af hlutum sem eru ekki ódýrari í öllum tilfellum. Okkur sýnist að þeir hafi náð allt að 20 prósenta markaðshlutdeild í þeim vöruflokkum sem þeir leggja áherslu á,“ segir Steinþór.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira