Ferðaþjónustan í sveitunum sunnan Vatnajökuls blómstrar sem aldrei fyrr. Nýir gististaðir og afþreyingarfyrirtæki kalla eftir sífellt fleira starfsfólki og það þarf einhversstaðar að búa. Að Hofi í Öræfum, við grunnskólann að Hofgarði, er búið að skipuleggja þrjár íbúðagötur.
![](https://www.visir.is/i/AAF1CA9A3E777BEC2F7BB9A05CE5E1FB33754C248E955A3043AE88C7F30FFAA0_390x0.jpg)
„Sveitarfélagið þarf til dæmis sjálft að byggja þar tvær til þrjár íbúðir bara fyrir starfsfólk grunnskólans. Og við þurfum að huga að því að það sé klárt strax á næsta ári.”
Nýr skólastjóri Öræfinga, Magnhildur Björk Gísladóttir, kynntist húsnæðisskortinum af eigin raun.
„Þegar ég réði mig hingað í vor þá var ekkert útséð um hvar ég byggi. En Öræfingar eru greiðvikið fólk og hafa getað séð til þess að ég hafi getað búið einhversstaðar,” segir Magnhildur.
![](https://www.visir.is/i/7AD1EFC91F2763239AE84F1258D516EE54E4F7122797A296D27349CF3DFBC499_713x0.jpg)
Kirkjubæjarklaustur er næsti þéttbýliskjarni í vestri og Hornafjörður í austri og er um 200 kílómetra vegalengd þar á milli. Nú eru horfur á að nýtt þéttbýli gæti myndast þar á milli, að Hofi í Öræfum.
„Já, þegar verða komnar þarna tvær þrjár götur með um átján húsum þá er þetta bara orðinn þéttbýliskjarni,” segir Björn Ingi.
![](https://www.visir.is/i/AAA9B48848075DD86A869915F002F20BB7F12507F19379464A9B7B31E7381DFD_713x0.jpg)
Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í kvöld: