Frjálslyndi víkur fyrir afturhaldssemi með hækkandi aldri Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. október 2017 22:45 Pawel Bartoszek, Jóna Sólveig Einarsdóttir, Hildur Sverrisdóttir og Gunnar Hrafn Jónsson eru á meðal þingmanna í yngri kantinum sem missa sæti sín á þingi í kosningunum. Vísir/Samsett mynd Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, segist klárlega sjá fram á breyttar áherslur á þingi með hækkandi meðalaldri þingmanna. Meðalaldur þingsins hækkaði um 6 ár í kosningunum í gær. Samkvæmt handbók Alþingis fyrir síðasta ár var meðalaldur þingheims 43,1 ár við upphaf síðasta þings, sá lægsti í sögunni. Það þing sem kjörið var í kosningunum í gær er hins vegar töluvert eldra. Meðalþingmaðurinn er nú rúmlega fjörutíu og níu og hálfs árs gamall en meðalaldur hefur ekki verið hærri síðan 2007.Eldri í staðnn fyrir yngri Af nýju þingmönnunum 63 eru tólf á sjötugsaldri, nítján á sextugsaldri, tuttugu og tveir á fimmtugsaldri, átta á fertugsaldri og tveir á þrítugsaldri. Nokkur fjöldi ungra þingmanna missir sæti sín en á meðal þeirra eru Hildur Sverrisdóttir, fædd 1978, fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Jóna Sólveig Einarsdóttir, fædd 1985, og Pawel Bartozek, fæddur 1980, fyrir Viðreisn, Gunnar Hrafn Jónsson, fæddur 1981, og Eva Pandóra Baldursdóttir, fædd 1990, fyrir Pírata. Flokkur fólksins er rúmlega sextugur að meðaltali og Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar 51 árs en báðir flokkarnir koma nýir inn á þing. Þá hækkaði meðalaldur allra hinna flokkanna nema Samfylkingarinnar, sem yngist á milli kosninga.Sjá einnig: Nítján nýir þingmenn taka sætiPawel Bartoszek þingmaður Viðreisnar.Mynd/Anton BrinkAllt annað þing, hópur og dýnamíkPawel Bartoszek, fráfarandi þingmaður Viðreisnar, segir nýtt og eldra þing síðra nú eftir að hann náði ekki kjöri. „Ég náttúrulega barðist fyrir því að ná inn á þing, vegna þess að ég taldi að þingið yrði betra með mér en án. Þess vegna finnst mér þingið eðlilega örlítið síðra núna vegna þess að ég er ekki þar. En það þýðir ekkert að deila við dóm þjóðarinnar um það,“ segir Pawel í samtali við Vísi. Aðspurður segir Pawel að hár aldur þingmanna sem koma inn í stað þeirra yngri muni skila sér í breyttum áherslum á Alþingi. „Klárlega, þetta er allt annað þing, allt annar hópur og allt önnur dýnamík. Hin frjálslynda miðja víkur að einhverju leyti fyrir talsvert afturhaldssamari miðju,“ segir Pawel sem öðru fremur er þó þakklátur fyrir tíma sinn á þingi. „Þó maður sé auðvitað svekktur yfir því að vera ekki í lengur í því hlutverki að vera á þingi þá er ég þakklátur fyrir að hafa fengið að gera það.“ Kosningar 2017 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, segist klárlega sjá fram á breyttar áherslur á þingi með hækkandi meðalaldri þingmanna. Meðalaldur þingsins hækkaði um 6 ár í kosningunum í gær. Samkvæmt handbók Alþingis fyrir síðasta ár var meðalaldur þingheims 43,1 ár við upphaf síðasta þings, sá lægsti í sögunni. Það þing sem kjörið var í kosningunum í gær er hins vegar töluvert eldra. Meðalþingmaðurinn er nú rúmlega fjörutíu og níu og hálfs árs gamall en meðalaldur hefur ekki verið hærri síðan 2007.Eldri í staðnn fyrir yngri Af nýju þingmönnunum 63 eru tólf á sjötugsaldri, nítján á sextugsaldri, tuttugu og tveir á fimmtugsaldri, átta á fertugsaldri og tveir á þrítugsaldri. Nokkur fjöldi ungra þingmanna missir sæti sín en á meðal þeirra eru Hildur Sverrisdóttir, fædd 1978, fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Jóna Sólveig Einarsdóttir, fædd 1985, og Pawel Bartozek, fæddur 1980, fyrir Viðreisn, Gunnar Hrafn Jónsson, fæddur 1981, og Eva Pandóra Baldursdóttir, fædd 1990, fyrir Pírata. Flokkur fólksins er rúmlega sextugur að meðaltali og Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar 51 árs en báðir flokkarnir koma nýir inn á þing. Þá hækkaði meðalaldur allra hinna flokkanna nema Samfylkingarinnar, sem yngist á milli kosninga.Sjá einnig: Nítján nýir þingmenn taka sætiPawel Bartoszek þingmaður Viðreisnar.Mynd/Anton BrinkAllt annað þing, hópur og dýnamíkPawel Bartoszek, fráfarandi þingmaður Viðreisnar, segir nýtt og eldra þing síðra nú eftir að hann náði ekki kjöri. „Ég náttúrulega barðist fyrir því að ná inn á þing, vegna þess að ég taldi að þingið yrði betra með mér en án. Þess vegna finnst mér þingið eðlilega örlítið síðra núna vegna þess að ég er ekki þar. En það þýðir ekkert að deila við dóm þjóðarinnar um það,“ segir Pawel í samtali við Vísi. Aðspurður segir Pawel að hár aldur þingmanna sem koma inn í stað þeirra yngri muni skila sér í breyttum áherslum á Alþingi. „Klárlega, þetta er allt annað þing, allt annar hópur og allt önnur dýnamík. Hin frjálslynda miðja víkur að einhverju leyti fyrir talsvert afturhaldssamari miðju,“ segir Pawel sem öðru fremur er þó þakklátur fyrir tíma sinn á þingi. „Þó maður sé auðvitað svekktur yfir því að vera ekki í lengur í því hlutverki að vera á þingi þá er ég þakklátur fyrir að hafa fengið að gera það.“
Kosningar 2017 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira