Þingheimur eldist um sex ár Jóhann Óli Eiðsson og Kjartan Kjartansson skrifa 29. október 2017 16:20 Meðalþingmaðurinn á nýju þingi er að komast á sextugsaldur. Vísir/Anton Brink Meðalaldur þingmanna á nýju þingi verður tæp fimmtíu ár og hækkar um rúm sex ár frá því á síðasta þingi eftir kosningarnar í gær. Rúmir fjórir áratugir skilja að yngsta og elsta þingmanninn. Samkvæmt handbók Alþingis fyrir síðasta ár var meðalaldur þingheims 43,1 ár við upphaf síðasta þings og var sá lægsti í sögunni. Það þing sem kjörið var í kosningunum í gær er hins vegar töluvert eldra. Meðalþingmaðurinn er nú rúmlega fjörutíu og níu og hálfs árs gamall. Þingið nú er það elsta frá því eftir þingkosningarnar 2007. Aldursforseti nýs þings er Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna úr Suðurkjördæmi. Hann var 68 ára, tíu mánaða og 25 daga gamall á kjördag. Á milli hans og Áslaugar Örnu Sigubjörnsdóttur, yngsta þingmannsins eru 42 ár. Áslaug Arna, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins úr Reykjavíkurkjördæmi norður var 26 ára, tíu mánaða og 28 daga gömul þegar hún var kjörin á þing öðru sinni í gær. Sjáfstæðismenn eiga einnig næstyngsta þingmanninn, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, en hún er 29 ára, ellefu mánaða og 24 ára gömul. Þær Áslaug Arna eru einu þingmennirnir sem eru undir þrítugu. Af þingmönnunum 63 eru tólf á sjötugsaldri, nítján á sextugsaldri, tuttugu og tveir á fimmtugsaldri, átta á fertugsaldri og tveir á þrítugsaldri.Píratar yngstir, Flokkur fólksins elstur Af einstökum þingflokkum eru Píratar með áberandi lægsta meðalaldurinn, tæp 37 ár. Það er þó nokkuð hærra en eftir síðustu kosningar en þá voru þingmenn Pírata 33 ára gamlir að meðaltali. Á hinum endanum er Flokkur fólksins þar sem nýkjörnir þingmenn flokksins eru rúmlega sextugir að meðaltali. Aðeins þingflokkur Samfylkingarinnar yngist á milli kosninga. Eftir þingkosningarnar í fyrra var meðalaldur þingflokksins rúm 54 ár en er nú tæpt 51 og hálft. Aðrir flokkar sem áttu þingmenn á þingi fyrir eldast töluvert. Mesta öldrunin á sér stað í þingflokki Viðreisnar. Meðalaldur þingmanna flokksins var 44,7 ár á síðasta þingi en er nú rúm 53 ár. Þingflokkur Framsóknarflokksins eldist um tæp sex ár og þingflokkar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna um það bil fjögur ár. Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er 51 árs að meðaltali. Kosningar 2017 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Meðalaldur þingmanna á nýju þingi verður tæp fimmtíu ár og hækkar um rúm sex ár frá því á síðasta þingi eftir kosningarnar í gær. Rúmir fjórir áratugir skilja að yngsta og elsta þingmanninn. Samkvæmt handbók Alþingis fyrir síðasta ár var meðalaldur þingheims 43,1 ár við upphaf síðasta þings og var sá lægsti í sögunni. Það þing sem kjörið var í kosningunum í gær er hins vegar töluvert eldra. Meðalþingmaðurinn er nú rúmlega fjörutíu og níu og hálfs árs gamall. Þingið nú er það elsta frá því eftir þingkosningarnar 2007. Aldursforseti nýs þings er Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna úr Suðurkjördæmi. Hann var 68 ára, tíu mánaða og 25 daga gamall á kjördag. Á milli hans og Áslaugar Örnu Sigubjörnsdóttur, yngsta þingmannsins eru 42 ár. Áslaug Arna, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins úr Reykjavíkurkjördæmi norður var 26 ára, tíu mánaða og 28 daga gömul þegar hún var kjörin á þing öðru sinni í gær. Sjáfstæðismenn eiga einnig næstyngsta þingmanninn, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, en hún er 29 ára, ellefu mánaða og 24 ára gömul. Þær Áslaug Arna eru einu þingmennirnir sem eru undir þrítugu. Af þingmönnunum 63 eru tólf á sjötugsaldri, nítján á sextugsaldri, tuttugu og tveir á fimmtugsaldri, átta á fertugsaldri og tveir á þrítugsaldri.Píratar yngstir, Flokkur fólksins elstur Af einstökum þingflokkum eru Píratar með áberandi lægsta meðalaldurinn, tæp 37 ár. Það er þó nokkuð hærra en eftir síðustu kosningar en þá voru þingmenn Pírata 33 ára gamlir að meðaltali. Á hinum endanum er Flokkur fólksins þar sem nýkjörnir þingmenn flokksins eru rúmlega sextugir að meðaltali. Aðeins þingflokkur Samfylkingarinnar yngist á milli kosninga. Eftir þingkosningarnar í fyrra var meðalaldur þingflokksins rúm 54 ár en er nú tæpt 51 og hálft. Aðrir flokkar sem áttu þingmenn á þingi fyrir eldast töluvert. Mesta öldrunin á sér stað í þingflokki Viðreisnar. Meðalaldur þingmanna flokksins var 44,7 ár á síðasta þingi en er nú rúm 53 ár. Þingflokkur Framsóknarflokksins eldist um tæp sex ár og þingflokkar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna um það bil fjögur ár. Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er 51 árs að meðaltali.
Kosningar 2017 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira