Þrír slást um hylli tíu þúsund félagsmanna Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. október 2017 06:00 vísir/vilhelm Þrír gefa kost á sér til formennsku í Kennarasambandi Íslands. Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, varð fyrst til að ríða á vaðið. Þá tilkynnti Ragnar Þór Pétursson, kennari í Norðlingaskóla, um framboð sitt 3. október. Á föstudagskvöld, skömmu áður en framboðsfrestur rann út, tilkynnti Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, um framboð sitt. Kjartan Ólafsson, grunnskólakennari í Vatnsendaskóla, hafði lýst yfir framboði en dró það til baka um leið og Ragnar Þór tilkynnti um framboð. Kjartan hefur lýst stuðningi við framboð hans. Í framboði verða því tveir frambjóðendur úr Félagi grunnskólakennara og einn úr Félagi framhaldsskólakennara. Tveir frambjóðenda eru formenn aðildarfélaga en einn er starfandi kennari. Öll munu þau berjast um atkvæði um það bil tíu þúsund félagsmanna Kennarasambands Íslands. Kosið verður rafrænt 1. til 7. nóvember. Þau Ólafur og Guðríður eru sammála um að eitt stærsta hlutverk nýs formanns Kennarasambands Íslands verði að gæta hagsmuna kennara þegar laun opinbera markaðarins og almenna markaðarins verða jöfnuð, í samræmi við fyrirheit sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins gaf þegar lög um jöfnun lífeyrisréttinda voru samþykkt. „Hlutverk formanns kennarasambandsins er að vera talsmaður allra félaganna í þeirra sameiginlegu málum. Aðalverkefni hans er að verða talsmaður allra kennara og koma málefnum kennara á framfæri. Það sem okkur vantað svolítið er að auka sýnileikann á kennurum og kennarastarfinu almennt,“ segir Ólafur. En það sé ekki hlutverk formanns Kennarasambandsins að taka þátt í kjaraviðræðum aðildarfélaganna. Guðríður telur að auk þess að gæta að hagsmunum varðandi launajöfnun opinbera og almenna markaðarins geti formaður sambandsins talað fyrir málum eins og styttingu vinnuvikunnar, sem sé sameiginlegt hagsmunamál allra kennara. Þá eigi hann að standa vörð um menntun allra kennara. „Það hefur verið mikið í umræðunni núna að bregðast við viðvarandi kennaraskorti á leikskólastiginu og að einhverju leyti grunnskólastiginu. Þá hafa einhverjir viðrað hugmyndir um það að lausnin gæti verið að stytta kennaranámið. Við munum aldrei samþykkja að slakað verði á menntunarkröfum kennara,“ segir Guðríður. Ragnar Þór segir stöðu menntamála vera orðna slæma, sama til hvaða skólastigs er horft. „Þetta hefur ekki gerst í tómarúmi eða af tilviljun. Hér hefur hlutum verið stýrt í ákveðið far og ef haldið verður áfram á þessari braut þá horfum við fram á stórkostlegan skaða. Minn tilgangur með því að bjóða mig fram er að reyna að nýta þann kraft sem býr í þessum fjölmennu samtökum kennara til að reyna að afstýra því,“ segir Ragnar Þór. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Þrír gefa kost á sér til formennsku í Kennarasambandi Íslands. Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, varð fyrst til að ríða á vaðið. Þá tilkynnti Ragnar Þór Pétursson, kennari í Norðlingaskóla, um framboð sitt 3. október. Á föstudagskvöld, skömmu áður en framboðsfrestur rann út, tilkynnti Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, um framboð sitt. Kjartan Ólafsson, grunnskólakennari í Vatnsendaskóla, hafði lýst yfir framboði en dró það til baka um leið og Ragnar Þór tilkynnti um framboð. Kjartan hefur lýst stuðningi við framboð hans. Í framboði verða því tveir frambjóðendur úr Félagi grunnskólakennara og einn úr Félagi framhaldsskólakennara. Tveir frambjóðenda eru formenn aðildarfélaga en einn er starfandi kennari. Öll munu þau berjast um atkvæði um það bil tíu þúsund félagsmanna Kennarasambands Íslands. Kosið verður rafrænt 1. til 7. nóvember. Þau Ólafur og Guðríður eru sammála um að eitt stærsta hlutverk nýs formanns Kennarasambands Íslands verði að gæta hagsmuna kennara þegar laun opinbera markaðarins og almenna markaðarins verða jöfnuð, í samræmi við fyrirheit sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins gaf þegar lög um jöfnun lífeyrisréttinda voru samþykkt. „Hlutverk formanns kennarasambandsins er að vera talsmaður allra félaganna í þeirra sameiginlegu málum. Aðalverkefni hans er að verða talsmaður allra kennara og koma málefnum kennara á framfæri. Það sem okkur vantað svolítið er að auka sýnileikann á kennurum og kennarastarfinu almennt,“ segir Ólafur. En það sé ekki hlutverk formanns Kennarasambandsins að taka þátt í kjaraviðræðum aðildarfélaganna. Guðríður telur að auk þess að gæta að hagsmunum varðandi launajöfnun opinbera og almenna markaðarins geti formaður sambandsins talað fyrir málum eins og styttingu vinnuvikunnar, sem sé sameiginlegt hagsmunamál allra kennara. Þá eigi hann að standa vörð um menntun allra kennara. „Það hefur verið mikið í umræðunni núna að bregðast við viðvarandi kennaraskorti á leikskólastiginu og að einhverju leyti grunnskólastiginu. Þá hafa einhverjir viðrað hugmyndir um það að lausnin gæti verið að stytta kennaranámið. Við munum aldrei samþykkja að slakað verði á menntunarkröfum kennara,“ segir Guðríður. Ragnar Þór segir stöðu menntamála vera orðna slæma, sama til hvaða skólastigs er horft. „Þetta hefur ekki gerst í tómarúmi eða af tilviljun. Hér hefur hlutum verið stýrt í ákveðið far og ef haldið verður áfram á þessari braut þá horfum við fram á stórkostlegan skaða. Minn tilgangur með því að bjóða mig fram er að reyna að nýta þann kraft sem býr í þessum fjölmennu samtökum kennara til að reyna að afstýra því,“ segir Ragnar Þór.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira