Eitrað fyrir lýðræðinu á samfélagsmiðlum Andri Þór Sturluson og Halldór Auðar Svansson og Hákon Helgi Leifsson skrifa 11. október 2017 13:16 Lýðræði er orð sem vekur upp jákvæðar tengingar. Það er ekki að ástæðulausu, enda er lýðræði eina stjórnarfarið sem valdeflir almenning til að móta framtíðina og veitir stjórnmálamönnum og flokkum aðhald. Þegar við tölum um lýðræði, tölum við um ferli þar sem almenningur ígrundar vel kosti og galla hvers og eins og tekur í kjölfarið upplýsta ákvörðun. Í kosningum reyna frambjóðendur að miðla upplýsingum, en baráttan á sér líka skuggahliðar sem við sjáum betur og betur á Íslandi. Rétt eins og fyrir síðustu kosningarnar dælist nú út áróður í formi myndbanda sem birtast m.a. sem auglýsingar á YouTube. Á kosningatíma eru kostaðar auglýsingar á netinu á íslenskum markaði sérstaklega dýrar af því eftirspurnin er mikil. Hins vegar fæst ekkert upp gefið um hver stendur fyrir þessu og hver borgar fyrir það. Markmiðið er hins vegar skýrt, það er að draga úr kosningaþátttöku. Jafnvel hjá mest yfirvegaðasta og kaldlyndasta rökhyggjufræðingi eru tilfinningar áhrifaríkastar í ákvarðanartöku. Og af öllum tilfinningum er hræðslan sú sem slekkur mest á rökhugsuninni. Þetta vita þeir sem stjórna nafnlausum áróðurssíðum, þeir markaðsetja lygar byggðar á ótta. Eini tilgangur þeirra er að sá efa í hugum lesanda, sverta og draga úr von. Markmiðið er ávallt hið sama, að draga úr tiltrú á lýðræðið og fá fólk til að hætta að nenna á kjörstað. Við Píratar höfum lengi við verið helsta skotmark vel fjármagnaðra og nafnlausra hræðslumiðlara. Við getum alveg umborið það. En nú er svo komið að fókusinn er færður frá okkur yfir á aðra stjórnmálaflokka. Okkur þykir það ekkert minna ljótt að sjá, það er sama hver verður fyrir þessu því prinsippin eru þau sömu. Þessi tegund af stjórnmálum er ógeðfelld. Hún hefur að markmiði að skrumskæla raunveruleikann og hræða. Það er hvorki uppbyggilegt né eðlilegt, heldur dregur það úr getu fólks til að taka upplýstar ákvarðanir. Það er líka gríðarlega alvarlegt mál að þarna er verið að víkja sér undan þeirri ábyrgð að standa fyrir máli sínu með því að gera þetta í skjóli nafnleysis. Nafnleysi getur verið fínt fyrir almennan borgara sem vill vekja athygli á viðkvæmu málefni án þess að yfirvöld veitist að honum, en er ekki viðeigandi fyrir herferðir með miklu fjármagni. Sú staðreynd að fjármagnið er nafnlaust vekur spurningar um hvort þetta er yfir höfuð löglegt? Það er hið minnsta siðlaust að dæla svona peningum í kosningaáróður án þess að þurfa að svara fyrir það gagnvart samfélaginu. Við höfum hér lög um þök á styrkjum til stjórnmálaflokka og rekjanleika þeirra til að vernda lýðræðið og draga úr áhrifamætti peninga gagnvart því. Þessi skrímslaáróður gengur gegn íslenskum gildum, hann er tilraun til að færa íslensk stjórnmál niður á ömurlegt plan. Allir flokkar ættu því að berjast gegn honum af fullum krafti og sverja hann af sér. Skiptir þar engu hvaða flokkar eru teknir fyrir með þessum hætti. Stjórnmálaflokkar sem sækjast eftir trausti almennings, eiga að taka höndum saman og sjá til þess að grundvöllurinn er byggður á heiðarleika, ekki lygum hræðslu og ótta. Það er sameiginlegt hagsmunamál allra flokka að taka fyrir þennan sjúkleika. Við þurfum að taka þetta alvarlega, þetta er árás á undirstöðu samfélagsins. Við leggjum því til að allir stjórnmálaflokkar og lýðræðissinnar beiti sér gegn hræðslunni. Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík Hákon Helgi Leifsson, frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi Andri Þór Sturluson, varaþingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Halldór Auðar Svansson Mest lesið „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Sjá meira
Lýðræði er orð sem vekur upp jákvæðar tengingar. Það er ekki að ástæðulausu, enda er lýðræði eina stjórnarfarið sem valdeflir almenning til að móta framtíðina og veitir stjórnmálamönnum og flokkum aðhald. Þegar við tölum um lýðræði, tölum við um ferli þar sem almenningur ígrundar vel kosti og galla hvers og eins og tekur í kjölfarið upplýsta ákvörðun. Í kosningum reyna frambjóðendur að miðla upplýsingum, en baráttan á sér líka skuggahliðar sem við sjáum betur og betur á Íslandi. Rétt eins og fyrir síðustu kosningarnar dælist nú út áróður í formi myndbanda sem birtast m.a. sem auglýsingar á YouTube. Á kosningatíma eru kostaðar auglýsingar á netinu á íslenskum markaði sérstaklega dýrar af því eftirspurnin er mikil. Hins vegar fæst ekkert upp gefið um hver stendur fyrir þessu og hver borgar fyrir það. Markmiðið er hins vegar skýrt, það er að draga úr kosningaþátttöku. Jafnvel hjá mest yfirvegaðasta og kaldlyndasta rökhyggjufræðingi eru tilfinningar áhrifaríkastar í ákvarðanartöku. Og af öllum tilfinningum er hræðslan sú sem slekkur mest á rökhugsuninni. Þetta vita þeir sem stjórna nafnlausum áróðurssíðum, þeir markaðsetja lygar byggðar á ótta. Eini tilgangur þeirra er að sá efa í hugum lesanda, sverta og draga úr von. Markmiðið er ávallt hið sama, að draga úr tiltrú á lýðræðið og fá fólk til að hætta að nenna á kjörstað. Við Píratar höfum lengi við verið helsta skotmark vel fjármagnaðra og nafnlausra hræðslumiðlara. Við getum alveg umborið það. En nú er svo komið að fókusinn er færður frá okkur yfir á aðra stjórnmálaflokka. Okkur þykir það ekkert minna ljótt að sjá, það er sama hver verður fyrir þessu því prinsippin eru þau sömu. Þessi tegund af stjórnmálum er ógeðfelld. Hún hefur að markmiði að skrumskæla raunveruleikann og hræða. Það er hvorki uppbyggilegt né eðlilegt, heldur dregur það úr getu fólks til að taka upplýstar ákvarðanir. Það er líka gríðarlega alvarlegt mál að þarna er verið að víkja sér undan þeirri ábyrgð að standa fyrir máli sínu með því að gera þetta í skjóli nafnleysis. Nafnleysi getur verið fínt fyrir almennan borgara sem vill vekja athygli á viðkvæmu málefni án þess að yfirvöld veitist að honum, en er ekki viðeigandi fyrir herferðir með miklu fjármagni. Sú staðreynd að fjármagnið er nafnlaust vekur spurningar um hvort þetta er yfir höfuð löglegt? Það er hið minnsta siðlaust að dæla svona peningum í kosningaáróður án þess að þurfa að svara fyrir það gagnvart samfélaginu. Við höfum hér lög um þök á styrkjum til stjórnmálaflokka og rekjanleika þeirra til að vernda lýðræðið og draga úr áhrifamætti peninga gagnvart því. Þessi skrímslaáróður gengur gegn íslenskum gildum, hann er tilraun til að færa íslensk stjórnmál niður á ömurlegt plan. Allir flokkar ættu því að berjast gegn honum af fullum krafti og sverja hann af sér. Skiptir þar engu hvaða flokkar eru teknir fyrir með þessum hætti. Stjórnmálaflokkar sem sækjast eftir trausti almennings, eiga að taka höndum saman og sjá til þess að grundvöllurinn er byggður á heiðarleika, ekki lygum hræðslu og ótta. Það er sameiginlegt hagsmunamál allra flokka að taka fyrir þennan sjúkleika. Við þurfum að taka þetta alvarlega, þetta er árás á undirstöðu samfélagsins. Við leggjum því til að allir stjórnmálaflokkar og lýðræðissinnar beiti sér gegn hræðslunni. Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík Hákon Helgi Leifsson, frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi Andri Þór Sturluson, varaþingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar