Ben Affleck biðst afsökunar á að hafa káfað á Hilarie Burton Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. október 2017 23:36 Hilarie Burton hló til að bresta ekki í grát þegar Ben Affleck káfaði á henni Vísir/getty „Ég sýndi af mér óviðeigandi hegðun í garð fröken Burton og biðst innilegrar afsökunar,“ segir leikarinn Ben Affleck á Twittersíðuna sína í dag eftir að mál frá árinu 2003 var dregið fram í dagsljósið. Á dögunum fetaði Affleck í fótspor þeirra sem hafa fordæmt kynferðislegt ofbeldi og áreitni kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein. Í afhjúpandi umfjöllun The New Yorker greindu leikkonurnar Ashley Judd og Rose McGowan frá kynferðislegu áreiti af hálfu Weinsteins. Síðan þá hefur mikill fjöldi kvenna stigið fram með ásakanir á hendur Weinstein. pic.twitter.com/f5AgemRXds— Ben Affleck (@BenAffleck) October 10, 2017 Ben Affleck sagði í löngu máli á Facebook og Twittersíðu sinni að hann væri bæði leiður og reiður yfir því að maður sem hann hafi unnið fyrir hafi notað valdastöðu sína til að ógna, áreita og misnota konur. Það hafi vakið með honum óhug að lesa frásagnir kvenna af hátterni Weinstein. „Þetta er með öllu óásættanlegt. Ég spyr mig hvað ég geti gert til að passa að þetta komi ekki fyrir fleiri. Við þurfum að gera betur til að vernda systur okkar, vini, samstarfsfélaga og dætur,“ segir Affleck í stöðuuppfærslu sinni. Fordæming leikarans virðist ekki hafa farið vel í alla en einn netverjanna á Twitter sagði að Affleck hefði betur þagað. Hann hafi sannarlega ekki verið að hugsa um dætur sínar þegar hann yfirgaf þær til að vera úti á lífinu með barnfóstru þeirra en hávær orðrómur um að Affleck hafi haldið fram hjá konunni sinni Jennifer Garner komst á kreik þegar þau hófu skilnaðarferli. Úr því að talið barst að hátterni leikarans tók annar netverji til máls á sama þræði og sagði: „Hann káfaði einnig á brjóstunum á Hilarie Burton á TRL einhvern tíman. Allir gleymdu því þó.“ I didn't forget.— Hilarie Burton (@HilarieBurton) October 10, 2017 Hilarie Burton, þekkt leikkona og fyrrverandi þáttastjórnandi á MTV, tók sjálf til máls á þræðinum og sagði „Ég hef ekki gleymt.“ Á sama vettvangi þakkar Burton fyrir stuðninginn og segist hafa verið mjög ung þegar þetta gerðist. Hún hafi á þeirri stundu þurft að hlæja til að fara ekki að gráta. Hilarie Burton er þekkt fyrir að hafa leikið Peyton Sawyer í unglingaþáttaröðinni One Tree Hill og Söru Ellis í spennuþáttaröðinni White Collar. Þessi frétt er unninn upp úr frétt breska ríkisúvarpsins BBC.Í spilaranum að neðan er myndskeið af atvikinu. MeToo Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Cara Delevingne opnar sig um hræðilega reynslu sína af Weinstein Cara Delevingne bætist í hóp þeirra kvenna sem hafa opnað sig um kynferðisofbeldi Harvey Weinstein. 11. október 2017 23:19 Eiginkona Weinstein farin frá honum Georgina Chapman segir gjörðir eiginmanns síns vera "ófyrirgefanlegar“. 11. október 2017 10:24 Ramola Garai um samskipti sín við Weinstein: „Ég var bara 18 ára og mér fannst á mér brotið“ Í viðtali við The Guardian segir leikkonan að hún hafi verið 18 ára þegar Weinstein boðaði hana á fund með sér á Savoy-hótelinu í London. 10. október 2017 11:00 Birta hljóðupptöku af samskiptum Harvey Weinstein við konu sem hann áreitti Bandaríska tímaritið The New Yorker birti í gær hljóðupptöku þar sem kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein heyrist eiga í samskiptum við konu sem hann áreitti kynferðislega. 11. október 2017 10:44 Harvey Weinstein rekinn Í yfirlýsingu frá stjórn fyrirtækisins segir að í ljósi nýrra upplýsinga hafi sú ákvörðun verið tekin að segja Weinstein upp störfum. 8. október 2017 23:50 Umfjöllun New Yorker varpar ljósi á mun flóknari sögu skuggahliða Weinstein Þrettán konur stíga fram í umfjöllun bandaríska tímaritsins sem segir frá "verst geymda“ leyndarmáli Hollywood. 10. október 2017 15:53 Angelina Jolie og Gwyneth Paltrow opna sig um ofbeldi af hálfu Weinstein Listinn af konum sem ásakað hafa bandaríska kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi lengist ört. 10. október 2017 21:00 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
„Ég sýndi af mér óviðeigandi hegðun í garð fröken Burton og biðst innilegrar afsökunar,“ segir leikarinn Ben Affleck á Twittersíðuna sína í dag eftir að mál frá árinu 2003 var dregið fram í dagsljósið. Á dögunum fetaði Affleck í fótspor þeirra sem hafa fordæmt kynferðislegt ofbeldi og áreitni kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein. Í afhjúpandi umfjöllun The New Yorker greindu leikkonurnar Ashley Judd og Rose McGowan frá kynferðislegu áreiti af hálfu Weinsteins. Síðan þá hefur mikill fjöldi kvenna stigið fram með ásakanir á hendur Weinstein. pic.twitter.com/f5AgemRXds— Ben Affleck (@BenAffleck) October 10, 2017 Ben Affleck sagði í löngu máli á Facebook og Twittersíðu sinni að hann væri bæði leiður og reiður yfir því að maður sem hann hafi unnið fyrir hafi notað valdastöðu sína til að ógna, áreita og misnota konur. Það hafi vakið með honum óhug að lesa frásagnir kvenna af hátterni Weinstein. „Þetta er með öllu óásættanlegt. Ég spyr mig hvað ég geti gert til að passa að þetta komi ekki fyrir fleiri. Við þurfum að gera betur til að vernda systur okkar, vini, samstarfsfélaga og dætur,“ segir Affleck í stöðuuppfærslu sinni. Fordæming leikarans virðist ekki hafa farið vel í alla en einn netverjanna á Twitter sagði að Affleck hefði betur þagað. Hann hafi sannarlega ekki verið að hugsa um dætur sínar þegar hann yfirgaf þær til að vera úti á lífinu með barnfóstru þeirra en hávær orðrómur um að Affleck hafi haldið fram hjá konunni sinni Jennifer Garner komst á kreik þegar þau hófu skilnaðarferli. Úr því að talið barst að hátterni leikarans tók annar netverji til máls á sama þræði og sagði: „Hann káfaði einnig á brjóstunum á Hilarie Burton á TRL einhvern tíman. Allir gleymdu því þó.“ I didn't forget.— Hilarie Burton (@HilarieBurton) October 10, 2017 Hilarie Burton, þekkt leikkona og fyrrverandi þáttastjórnandi á MTV, tók sjálf til máls á þræðinum og sagði „Ég hef ekki gleymt.“ Á sama vettvangi þakkar Burton fyrir stuðninginn og segist hafa verið mjög ung þegar þetta gerðist. Hún hafi á þeirri stundu þurft að hlæja til að fara ekki að gráta. Hilarie Burton er þekkt fyrir að hafa leikið Peyton Sawyer í unglingaþáttaröðinni One Tree Hill og Söru Ellis í spennuþáttaröðinni White Collar. Þessi frétt er unninn upp úr frétt breska ríkisúvarpsins BBC.Í spilaranum að neðan er myndskeið af atvikinu.
MeToo Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Cara Delevingne opnar sig um hræðilega reynslu sína af Weinstein Cara Delevingne bætist í hóp þeirra kvenna sem hafa opnað sig um kynferðisofbeldi Harvey Weinstein. 11. október 2017 23:19 Eiginkona Weinstein farin frá honum Georgina Chapman segir gjörðir eiginmanns síns vera "ófyrirgefanlegar“. 11. október 2017 10:24 Ramola Garai um samskipti sín við Weinstein: „Ég var bara 18 ára og mér fannst á mér brotið“ Í viðtali við The Guardian segir leikkonan að hún hafi verið 18 ára þegar Weinstein boðaði hana á fund með sér á Savoy-hótelinu í London. 10. október 2017 11:00 Birta hljóðupptöku af samskiptum Harvey Weinstein við konu sem hann áreitti Bandaríska tímaritið The New Yorker birti í gær hljóðupptöku þar sem kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein heyrist eiga í samskiptum við konu sem hann áreitti kynferðislega. 11. október 2017 10:44 Harvey Weinstein rekinn Í yfirlýsingu frá stjórn fyrirtækisins segir að í ljósi nýrra upplýsinga hafi sú ákvörðun verið tekin að segja Weinstein upp störfum. 8. október 2017 23:50 Umfjöllun New Yorker varpar ljósi á mun flóknari sögu skuggahliða Weinstein Þrettán konur stíga fram í umfjöllun bandaríska tímaritsins sem segir frá "verst geymda“ leyndarmáli Hollywood. 10. október 2017 15:53 Angelina Jolie og Gwyneth Paltrow opna sig um ofbeldi af hálfu Weinstein Listinn af konum sem ásakað hafa bandaríska kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi lengist ört. 10. október 2017 21:00 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Cara Delevingne opnar sig um hræðilega reynslu sína af Weinstein Cara Delevingne bætist í hóp þeirra kvenna sem hafa opnað sig um kynferðisofbeldi Harvey Weinstein. 11. október 2017 23:19
Eiginkona Weinstein farin frá honum Georgina Chapman segir gjörðir eiginmanns síns vera "ófyrirgefanlegar“. 11. október 2017 10:24
Ramola Garai um samskipti sín við Weinstein: „Ég var bara 18 ára og mér fannst á mér brotið“ Í viðtali við The Guardian segir leikkonan að hún hafi verið 18 ára þegar Weinstein boðaði hana á fund með sér á Savoy-hótelinu í London. 10. október 2017 11:00
Birta hljóðupptöku af samskiptum Harvey Weinstein við konu sem hann áreitti Bandaríska tímaritið The New Yorker birti í gær hljóðupptöku þar sem kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein heyrist eiga í samskiptum við konu sem hann áreitti kynferðislega. 11. október 2017 10:44
Harvey Weinstein rekinn Í yfirlýsingu frá stjórn fyrirtækisins segir að í ljósi nýrra upplýsinga hafi sú ákvörðun verið tekin að segja Weinstein upp störfum. 8. október 2017 23:50
Umfjöllun New Yorker varpar ljósi á mun flóknari sögu skuggahliða Weinstein Þrettán konur stíga fram í umfjöllun bandaríska tímaritsins sem segir frá "verst geymda“ leyndarmáli Hollywood. 10. október 2017 15:53
Angelina Jolie og Gwyneth Paltrow opna sig um ofbeldi af hálfu Weinstein Listinn af konum sem ásakað hafa bandaríska kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi lengist ört. 10. október 2017 21:00