Þjóðarsátt um kjör kvennastétta Þorsteinn Víglundsson skrifar 13. október 2017 07:00 Kynbundinn launamunur er staðreynd á íslenskum vinnumarkaði. Konur hafa að meðaltali 13% lægri laun en karlar. Óútskýrður launamunur er 5,7%. Í síðustu kosningabaráttu lagði Viðreisn áherslu á lögbindingu jafnlaunavottunar og Alþingi samþykkti þann 1. júní lög þess efnis. Hin hliðin á kynbundnum launamun er sá launamunur sem telst útskýrður og enn stendur í tæpum 8%. Helsta skýringin er að vinnumarkaðurinn er kynbundinn, þar sem fjölmennar kvennastéttir fá greidd lægri laun en fjölmennar karlastéttir. Þessar hefðbundnu kvennastéttir vinna störf sem við erum öll sammála um að gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Tilraunir hafa verið gerðar til að taka á vandanum með sértækum leiðréttingum einstakra starfsstétta. Þær hafa undantekningalítið orðið grunnur að almennum launakröfum á vinnumarkaði og hafa því litlum árangri skilað. Sé vilji til að taka á þessum vanda þarf sameiginlega aðkomu hins opinbera sem launagreiðanda og allra stéttarfélaga, á hinum almenna og opinbera vinnumarkaði. Meta þarf umfang þessa launamunar og hvernig honum verði eytt, án þess að það leiði til hefðbundinna víxlhækkana launa. Verkalýðshreyfingin verður þar að vera samstiga um að þessar sértæku hækkanir verði ekki grunnur að launakröfum annarra stétta. Ríki og sveitarfélög þurfa að taka höndum saman um að fjármagna skuli þessar lagfæringar. Hlutverk stjórnmálanna verður að leiða þetta samtal. Þar verður ekki framhjá því litið að hið opinbera ber ábyrgð sem launagreiðandi margra þessara stétta. Það er nefnilega ekki lögmál að svona þurfi staðan að vera. Viðreisn kom jafnlaunavottun á dagskrá stjórnmálanna fyrir ári. Við viljum nú beina kastljósinu að kjörum kvennastétta. Þetta óréttlæti hefur afleiðingar sem samfélagið finnur fyrir. Það er viðvarandi vandamál að manna stöður í leikskólum, skólum og á heilbrigðisstofnunum. Uppbygging þessara grunnstoða verður að fara saman við átak í kjaramálum þessara hópa. Viðreisn telur þetta mál vera næsta stóra skrefið í að eyða kynbundnum launamun á íslenskum vinnumarkaði. Og fyrir þessu ætlum við að beita okkur. Höfundur er félags- og jafnfréttismálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld í Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld í Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Sjá meira
Kynbundinn launamunur er staðreynd á íslenskum vinnumarkaði. Konur hafa að meðaltali 13% lægri laun en karlar. Óútskýrður launamunur er 5,7%. Í síðustu kosningabaráttu lagði Viðreisn áherslu á lögbindingu jafnlaunavottunar og Alþingi samþykkti þann 1. júní lög þess efnis. Hin hliðin á kynbundnum launamun er sá launamunur sem telst útskýrður og enn stendur í tæpum 8%. Helsta skýringin er að vinnumarkaðurinn er kynbundinn, þar sem fjölmennar kvennastéttir fá greidd lægri laun en fjölmennar karlastéttir. Þessar hefðbundnu kvennastéttir vinna störf sem við erum öll sammála um að gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Tilraunir hafa verið gerðar til að taka á vandanum með sértækum leiðréttingum einstakra starfsstétta. Þær hafa undantekningalítið orðið grunnur að almennum launakröfum á vinnumarkaði og hafa því litlum árangri skilað. Sé vilji til að taka á þessum vanda þarf sameiginlega aðkomu hins opinbera sem launagreiðanda og allra stéttarfélaga, á hinum almenna og opinbera vinnumarkaði. Meta þarf umfang þessa launamunar og hvernig honum verði eytt, án þess að það leiði til hefðbundinna víxlhækkana launa. Verkalýðshreyfingin verður þar að vera samstiga um að þessar sértæku hækkanir verði ekki grunnur að launakröfum annarra stétta. Ríki og sveitarfélög þurfa að taka höndum saman um að fjármagna skuli þessar lagfæringar. Hlutverk stjórnmálanna verður að leiða þetta samtal. Þar verður ekki framhjá því litið að hið opinbera ber ábyrgð sem launagreiðandi margra þessara stétta. Það er nefnilega ekki lögmál að svona þurfi staðan að vera. Viðreisn kom jafnlaunavottun á dagskrá stjórnmálanna fyrir ári. Við viljum nú beina kastljósinu að kjörum kvennastétta. Þetta óréttlæti hefur afleiðingar sem samfélagið finnur fyrir. Það er viðvarandi vandamál að manna stöður í leikskólum, skólum og á heilbrigðisstofnunum. Uppbygging þessara grunnstoða verður að fara saman við átak í kjaramálum þessara hópa. Viðreisn telur þetta mál vera næsta stóra skrefið í að eyða kynbundnum launamun á íslenskum vinnumarkaði. Og fyrir þessu ætlum við að beita okkur. Höfundur er félags- og jafnfréttismálaráðherra.
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld í Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld í Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar