Bjarki Evrópumeistari: Ungur og hungraður og langar að halda áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2017 07:00 Bjarki Þór Pálsson varð um helgina Evrópumeistari í léttvigt hjá Fightstar bardagasambandinu. Hann bíður eftir því að komast að hjá stærri samböndum en ætlar að verja titil sinn í desember. Bjarki ræddi við Arnar Björnsson. Bjarki Þór sló fyrst í gegn þegar hann varð Evrópumeistari í MMA bardagaíþróttum, vann Búlgarann Dorian Dermendzhiev, sem þá var ósigraður, í Birmingham fyrir tveimur árum. Bjarki ákvað síðan að verða atvinnumaður og vann um helgina Bretann, Quamer Hussain um Evrópumeistaratitil Fightstar sambandsins. Hann hefur því unnið alla fjóra bardaga sína sem atvinnumaður. Hvernig var tilfinningin að vinna þennan bardaga? „Hún var hrikalega góð og þetta var alveg yndislegt. Þetta var ekki of auðvelt og ekki of erfitt. Þetta var bara alveg hæfilega gott,“ sagði Bjarki Þór Pálsson í samtali við Arnar Björnsson en hann hafði yfirburði í bardaganum. „Ég rústaði þessum bardaga,“ sagði Bjarki Þór en hann er hvergi nærri hættur. „Framhaldið hjá mér er bara titilvörn 9. desember og við erum í viðræðum við nýjan andstæðing. Ef að það kemur ekki tilboð frá stærri samböndum þá mun ég bara taka það en vonandi kemur eitthvað annað tilboð,“ sagði Bjarki Þór. Hann ætlar sér stóra hluti. „Ég er ungur og hungraður í þetta og langar bara að halda áfram,“ sagði Bjarki. Bjarki keppir fyrir Fightstar sambandið en er það nógu öflugt til að Bjarki verði þar áfram. „Nei, Fightstar er bara stökkpallur upp í næsta. Mér langar að komast í Bellator og planið mitt var að vera 5-0 ií lok árs. Taka svo Bellator á næsta ári og við sjáum bara hvort að það gangi ekki eftir. Annars held ég bara áfram að berjast þar til að kallið kemur,“ sagði Bjarki Þór en það má sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan. MMA Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjá meira
Bjarki Þór Pálsson varð um helgina Evrópumeistari í léttvigt hjá Fightstar bardagasambandinu. Hann bíður eftir því að komast að hjá stærri samböndum en ætlar að verja titil sinn í desember. Bjarki ræddi við Arnar Björnsson. Bjarki Þór sló fyrst í gegn þegar hann varð Evrópumeistari í MMA bardagaíþróttum, vann Búlgarann Dorian Dermendzhiev, sem þá var ósigraður, í Birmingham fyrir tveimur árum. Bjarki ákvað síðan að verða atvinnumaður og vann um helgina Bretann, Quamer Hussain um Evrópumeistaratitil Fightstar sambandsins. Hann hefur því unnið alla fjóra bardaga sína sem atvinnumaður. Hvernig var tilfinningin að vinna þennan bardaga? „Hún var hrikalega góð og þetta var alveg yndislegt. Þetta var ekki of auðvelt og ekki of erfitt. Þetta var bara alveg hæfilega gott,“ sagði Bjarki Þór Pálsson í samtali við Arnar Björnsson en hann hafði yfirburði í bardaganum. „Ég rústaði þessum bardaga,“ sagði Bjarki Þór en hann er hvergi nærri hættur. „Framhaldið hjá mér er bara titilvörn 9. desember og við erum í viðræðum við nýjan andstæðing. Ef að það kemur ekki tilboð frá stærri samböndum þá mun ég bara taka það en vonandi kemur eitthvað annað tilboð,“ sagði Bjarki Þór. Hann ætlar sér stóra hluti. „Ég er ungur og hungraður í þetta og langar bara að halda áfram,“ sagði Bjarki. Bjarki keppir fyrir Fightstar sambandið en er það nógu öflugt til að Bjarki verði þar áfram. „Nei, Fightstar er bara stökkpallur upp í næsta. Mér langar að komast í Bellator og planið mitt var að vera 5-0 ií lok árs. Taka svo Bellator á næsta ári og við sjáum bara hvort að það gangi ekki eftir. Annars held ég bara áfram að berjast þar til að kallið kemur,“ sagði Bjarki Þór en það má sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
MMA Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjá meira