Tókst gríðarlega vel að byrja upp á nýtt Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. október 2017 06:00 Freyr Alexandersson og landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir eftir síðasta leikinn á EM. Vísir/Getty Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta halda áfram för sinni í átt að heimsmeistaramótinu í fótbolta í næstu viku þegar þær mæta Þýskalandi og svo Tékklandi á útivelli í undankeppni HM 2018. Þetta verða tveir erfiðustu útileikir íslenska liðsins en Þýskaland ætti, ef allt er eðlilegt, ekki að tapa svo miklu sem einu stigi í þessum riðli og þannig komast á HM. Tékkland sýndi aftur á móti með aðeins 1-0 tapi gegn þeim þýsku að það er mikið spunnið í það lið og að stelpurnar okkar þurfa að passa sig á þeim tékknesku. „Það er möguleiki að vinna Þýskaland eins og það er alltaf möguleiki í íþróttum. Við vorum nú bara að sýna það hérna síðast á mánudaginn að það er allt hægt í þessu. Verkefnið er samt gríðarlega erfitt. Við þurfum að hitta á okkar besta dag og við þurfum að halda í grunngildin okkar og ná aðeins að ýta á veikleika þeirra til þess að þetta gangi upp, ég geri mér grein fyrir því. En maður er alltaf jafn borubrattur og leggur upp leikina með það að markmiði að vinna þá,“ segir Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari.Freyr Alexandersson.Vísir/GettyErfitt að byrja aftur Stelpurnar okkar náðu ekki tilsettum árangri á EM í sumar þar sem þær töpuðu öllum leikjunum og skoruðu aðeins eitt mark. Vonbrigðin voru mikil með úrslitin og því var ekki svo einfalt að „restarta“ öllu fyrir leikinn á móti Færeyjum. Það gekk þó mjög vel enda rústaði liðið litla frænda, 8-0. „Síðasta verkefni var mjög flókið. Andstæðingurinn var ekkert sérstaklega sterkur og mikil óvissa í kringum það. Það fór mikil orka í EM. Það var erfitt að fara af stað eftir EM því við vorum svekkt með niðurstöðuna en ánægð með það sem við lögðum í verkefnið. Það var því mikið af tilfinningum og í raun tilfinningarússíbani. Við þurftum bara að byrja upp á nýtt og mér fannst það takast gríðarlega vel. Æfingarnar voru góðar og einbeiting góð. Ég var gríðarlega ánægður með leikmennina í því verkefni,“ segir Freyr.Fanndís Friðriksdóttir.Vísir/GettyFleiri atvinnumenn Eftir Evrópumótið fóru tveir leikmenn íslenska liðsins, Blikarnir Fanndís Friðriksdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir, í atvinnumennsku. Er þetta eitthvað sem Freyr hvetur stelpurnar til að gera núna þegar hættan er ekki jafnmikil á að spila ekki eða lenda í vandræðum þar sem það er ekki stórmót á næsta ári? „Ég er ekki beint að ýta þeim út en þær þurfa að skoða hvað er í boði fyrir þær. Það er stöðugt verið að hræra í þeim og það er misjafnlega gáfulegt. Ég veiti þeim þær upplýsingar sem þær þurfa og það sama geri ég fyrir félögin. Ég hef meiri upplýsingar en aðrir en ég vonast til að fleiri leikmenn fái tækifæri í bestu liðum og bestu deildum í heimi,“ segir Freyr sem hefur trú á góðum úrslitum gegn Þýskalandi. „Öll lið hafa sína veikleika og ef ég gat fundið veikleika á Úkraínu og Tyrklandi fyrir strákana ætti ég að geta fundið þá hjá Þýskalandi. Ég mun deila þeim hugmyndum betur þegar að því kemur,“ segir Freyr Alexandersson.Fanndís Friðriksdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir fagna eina marki Íslands á EM.Vísir/Getty Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sjá meira
Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta halda áfram för sinni í átt að heimsmeistaramótinu í fótbolta í næstu viku þegar þær mæta Þýskalandi og svo Tékklandi á útivelli í undankeppni HM 2018. Þetta verða tveir erfiðustu útileikir íslenska liðsins en Þýskaland ætti, ef allt er eðlilegt, ekki að tapa svo miklu sem einu stigi í þessum riðli og þannig komast á HM. Tékkland sýndi aftur á móti með aðeins 1-0 tapi gegn þeim þýsku að það er mikið spunnið í það lið og að stelpurnar okkar þurfa að passa sig á þeim tékknesku. „Það er möguleiki að vinna Þýskaland eins og það er alltaf möguleiki í íþróttum. Við vorum nú bara að sýna það hérna síðast á mánudaginn að það er allt hægt í þessu. Verkefnið er samt gríðarlega erfitt. Við þurfum að hitta á okkar besta dag og við þurfum að halda í grunngildin okkar og ná aðeins að ýta á veikleika þeirra til þess að þetta gangi upp, ég geri mér grein fyrir því. En maður er alltaf jafn borubrattur og leggur upp leikina með það að markmiði að vinna þá,“ segir Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari.Freyr Alexandersson.Vísir/GettyErfitt að byrja aftur Stelpurnar okkar náðu ekki tilsettum árangri á EM í sumar þar sem þær töpuðu öllum leikjunum og skoruðu aðeins eitt mark. Vonbrigðin voru mikil með úrslitin og því var ekki svo einfalt að „restarta“ öllu fyrir leikinn á móti Færeyjum. Það gekk þó mjög vel enda rústaði liðið litla frænda, 8-0. „Síðasta verkefni var mjög flókið. Andstæðingurinn var ekkert sérstaklega sterkur og mikil óvissa í kringum það. Það fór mikil orka í EM. Það var erfitt að fara af stað eftir EM því við vorum svekkt með niðurstöðuna en ánægð með það sem við lögðum í verkefnið. Það var því mikið af tilfinningum og í raun tilfinningarússíbani. Við þurftum bara að byrja upp á nýtt og mér fannst það takast gríðarlega vel. Æfingarnar voru góðar og einbeiting góð. Ég var gríðarlega ánægður með leikmennina í því verkefni,“ segir Freyr.Fanndís Friðriksdóttir.Vísir/GettyFleiri atvinnumenn Eftir Evrópumótið fóru tveir leikmenn íslenska liðsins, Blikarnir Fanndís Friðriksdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir, í atvinnumennsku. Er þetta eitthvað sem Freyr hvetur stelpurnar til að gera núna þegar hættan er ekki jafnmikil á að spila ekki eða lenda í vandræðum þar sem það er ekki stórmót á næsta ári? „Ég er ekki beint að ýta þeim út en þær þurfa að skoða hvað er í boði fyrir þær. Það er stöðugt verið að hræra í þeim og það er misjafnlega gáfulegt. Ég veiti þeim þær upplýsingar sem þær þurfa og það sama geri ég fyrir félögin. Ég hef meiri upplýsingar en aðrir en ég vonast til að fleiri leikmenn fái tækifæri í bestu liðum og bestu deildum í heimi,“ segir Freyr sem hefur trú á góðum úrslitum gegn Þýskalandi. „Öll lið hafa sína veikleika og ef ég gat fundið veikleika á Úkraínu og Tyrklandi fyrir strákana ætti ég að geta fundið þá hjá Þýskalandi. Ég mun deila þeim hugmyndum betur þegar að því kemur,“ segir Freyr Alexandersson.Fanndís Friðriksdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir fagna eina marki Íslands á EM.Vísir/Getty
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sjá meira