Hugmyndir uppi um tvær nýjar ylstrandir í Reykjavík Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. október 2017 14:49 Ströndin við Skarfaklett er að mati borgarstjóra falin perla í Reykjavík. vísir/anton brink Til skoðunar er hjá Reykjavíkurborg að opna tvær nýjar ylstrandir, annars vegar við Skarfaklett og hins vegar í Gufunesi. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, kynnti hugmyndir um þetta á kynningarfundi um uppbyggingu í Reykjavík í Ráðhúsinu í morgun. Ylströndin í Nauthólsvík, sem opnuð var árið 2000, hefur notið mikilla vinsælda hjá borgarbúum og því ef til vill ekki úr vegi að kanna möguleiki á fleiri slíkum svæðum í borginni. „Ég hef óskað eftir því við Orkuveituna að það fari fram skoðun á tveimur hugmyndum að nýjum ylströndum þar sem afgangsvatn sem þarf að skila í sjó sem er síðan heitt yrði notað. Þetta er annars vegar mjög lítil strönd við Skarfaklett, nálægt þeim stað þar sem skemmtiferðaskipin leggjast að. Það gæti orðið svona lítill yndisreitur og myndi mynda nýjan viðkomustað fyrir alls konar útivist,“ segir Dagur í samtali við Vísi sem segir þessa litlu strönd falinn gimstein í borgarlandinu.Frá ströndinni við Skarfaklett en hinn staðurinn er í Gufunesi.vísir/anton brinkNokkuð var rætt um mengun frá skemmtiferðaskipum sem komu í íslenskar hafnir í sumar. Dagur segir að ekki sé rætt um að skemmtiferðaskipin komi einhvers staðar annars staðar að í borginni verði hugmyndir um ylströndina að veruleika en verið sé að skoða loftmengun frá skemmtiferðaskipum sérstaklega. Hinn staðurinn sem um ræðir er í Gufunesi. „Þar er líka strönd þar sem gamla áburðarverksmiðjan var. Þar eru Baltasar Kormákur og RVK Studios að fara að opna kvikmyndatökuver og er að fara í tökur á Ófærð seinna í vetur. Í skipulagssamkeppni sem við héldum þar voru þeir sem voru með sigurtillöguna með svolítið djarfa hugmynd að sjóböðum, það er sundlaug í sjónum,“ segir Dagur og bætir við að þessi litla strönd kalli nánast á heitara vatn. „Allavega fyrir þá sem vilja svamla og treysta sér ekki í úthafsölduna.“ Skipulag Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Til skoðunar er hjá Reykjavíkurborg að opna tvær nýjar ylstrandir, annars vegar við Skarfaklett og hins vegar í Gufunesi. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, kynnti hugmyndir um þetta á kynningarfundi um uppbyggingu í Reykjavík í Ráðhúsinu í morgun. Ylströndin í Nauthólsvík, sem opnuð var árið 2000, hefur notið mikilla vinsælda hjá borgarbúum og því ef til vill ekki úr vegi að kanna möguleiki á fleiri slíkum svæðum í borginni. „Ég hef óskað eftir því við Orkuveituna að það fari fram skoðun á tveimur hugmyndum að nýjum ylströndum þar sem afgangsvatn sem þarf að skila í sjó sem er síðan heitt yrði notað. Þetta er annars vegar mjög lítil strönd við Skarfaklett, nálægt þeim stað þar sem skemmtiferðaskipin leggjast að. Það gæti orðið svona lítill yndisreitur og myndi mynda nýjan viðkomustað fyrir alls konar útivist,“ segir Dagur í samtali við Vísi sem segir þessa litlu strönd falinn gimstein í borgarlandinu.Frá ströndinni við Skarfaklett en hinn staðurinn er í Gufunesi.vísir/anton brinkNokkuð var rætt um mengun frá skemmtiferðaskipum sem komu í íslenskar hafnir í sumar. Dagur segir að ekki sé rætt um að skemmtiferðaskipin komi einhvers staðar annars staðar að í borginni verði hugmyndir um ylströndina að veruleika en verið sé að skoða loftmengun frá skemmtiferðaskipum sérstaklega. Hinn staðurinn sem um ræðir er í Gufunesi. „Þar er líka strönd þar sem gamla áburðarverksmiðjan var. Þar eru Baltasar Kormákur og RVK Studios að fara að opna kvikmyndatökuver og er að fara í tökur á Ófærð seinna í vetur. Í skipulagssamkeppni sem við héldum þar voru þeir sem voru með sigurtillöguna með svolítið djarfa hugmynd að sjóböðum, það er sundlaug í sjónum,“ segir Dagur og bætir við að þessi litla strönd kalli nánast á heitara vatn. „Allavega fyrir þá sem vilja svamla og treysta sér ekki í úthafsölduna.“
Skipulag Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira