Barnabókin er svarið Gunnar Helgason skrifar 16. október 2017 09:00 Miðvikudaginn 4. október s.l. var haldið málþing undir nafninu: Barnabókin er svarið. Það var haldið af mjög góðri ástæðu og í raun mjög mikilvægri. Ráðhús Reykjavíkur fylltist út að dyrum af kennurum, bókasafnsfræðingum, barnabókahöfundum, útgefendum og einni stjórnmálakonu. Við sem stóðum að málþinginu (RSÍ, SÍUNG, Menntamálastofnun og Bókmenntaborgin Reykjavík) töldum málefnið þarft og vorum því himinlifandi yfir mætingunni. En af hverju var málþingið haldið? Og hverjar voru niðurstöðurnar? Það var á vordögum að við, nokkrir barnabókahöfundar endurvöktum samtök okkar barna- og unglingabókahöfunda, seim heita SÍUNG. Við gerðum það vegna þess að okkur lá svolítið á hjarta. Við vorum meira að segja frekar æst. Eða ég var það að minnsta kosti. Það var nefnilega þannig að alveg frá því að PISA niðurstöðurnar birtust síðasta vetur fór af stað mikil og þörf umræða um stöðu læsis og lesturs og menntunarárangur barnanna okkar í beinu framhaldi. Já, og líka um útrýmingarhættu íslenskunnar. Sérfræðingar og stjórnmálamenn tjáðu sig í ræðu eða riti hver á fætur öðrum, en engum þeirra datt í hug að nefna tækið sem þarf að nota til að efla lestraráhuga barnanna okkar. Engum datt í hug að tala um barnabókina. Það er eins og að horfa á fisk og vilja veiða hann, skrifa síðan langa grein um það af hverju við getum ekki veitt þennan fisk en sjáum ekki og nefnum ekki togarann sem er við hliðina á okkur. Því ákváðum við í SÍUNG að blanda okkur og barnabókinni í umræðuna. Við ákváðum að setja barnabókina á oddinn. Það hefur semsagt mikið verið rætt um það af hverju börnunum okkar er að fara aftur í lestri og námsárangri og af hverju bóksala minnkar. Er það af því að við, fullorðnu fyrirmyndirnar, erum sjálf hætt að lesa annað en það sem stendur á símanum okkar eða tölvunni? Er kannski of mikið einblínt á það neikvæða þannig að börnin okkar eru farin að trúa því sjálf að þau séu ömurleg? Eða liggur vandinn hjá hinu opinbera? Þarf að bæta aðbúnað bókarinnar? Ratar hún til barnanna? Svör við þessum spurningum komu fram á málþinginu. Til dæmis að það eru engin lög um skólabókasöfn landsins önnur en að þau eigi eiginlega að vera til. Það er algerlega undir hælinn lagt og fer eftir geðþótta skólastjóranna hvort og þá hve mikið fé bókasöfnin fá til bókakaupa. Sum bókasöfn geta aldrei keypt nýjar bækur. Þannig rata bækurnar ekki til lesendanna. Það kom sömuleiðis fram að við Íslendingar framleiðum of fáar barnabækur fyrir þá sem virkilegan áhuga hafa á lestri. Það kom líka fram að Norðmenn líta á tungumálið sitt sem mál í útrýmingarhættu. Þeir eru 5.234.252. Við erum 334.252. Það munar ekki nema 4,9 milljónum manna. Þeir kaupa allar góðar barnabækur í ákveðnu upplagi til að setja á bókasöfnin. Þannig verður útgáfan öruggari og fleiri góðir höfundar nenna að skrifa fyrir börn því það borgar sig allt í einu. Fyrir skömu var ráðist í Þjóðarsáttmála um læsi, gerð var hvítbók og allskonar. Ingó veðurguð var ráðinn til að syngja „Það er gott að lesa“ og okkur rithöfundum var ekki skemmt. Þarna var ráðinn maðurinn sem hvað hæst hrópaði að rithöfundalaun séu rugl. Reyndar má geta þess að í vor og fram á haust hefur mikil samvinna átt sér stað á milli Menntamálastofnunar og SÍUNG og annarra er vinna að þessum málum. Þannig að Menntamálastofnun er lykilstofnun sem á frumkvæði að kröftugum samstarfsverkefnum. En við ættum kannski að tala saman um það hvað rithöfundalaun geta gert fyrir barnabókahöfunda og börnin í þessu landi og þá um leið fyrir íslenskuna? Reyndar er mín skoðun sú að það ætti að stækka sjóð rithöfundalauna og eyrnamerkja hluta hans barnabókahöfundum. Það er eitthvað svo augljós og einföld aðgerð! Er það ekki? Gestir málþingsins voru mér sammála og þar voru allir helstu sérfræðingar landsins á þessu sviði. Þarna var fólk frá Menntamálastofnun og Miðstöð skólaþróunar, skólastjórar og barnasálfræðingar og allir voru sammála um þetta atriði. Það hefði verið frábært að sjá frambjóðendur til Alþingis á þessu málþingi en þeir hafa sennilega verið uppteknir við eitthvað merkilegra en framtíð barnanna okkar. Þeir sáu sér að minnsta kosti engan hag í því að koma og hlusta á þá sem töluðu á málþinginu. Þrátt fyrir það að hafa margir hverjir skrifað blaðagreinar um þessi mál, eins og Lilja Alfreðsdóttir gerði hér um daginn þegar hún sagðist vilja afnema virðisaukaskattinn af bókum. (Sem er alveg stórkostlegt hjá henni og algerlega nauðsynlegt.) Af hverju er stjórnmálamönnum (nema einni konu) alveg sama um framgang íslenskunnar, menntunar og læsis? Þeim er það sennilega ekki en stundum verður maður að taka sterkt til orða. Til að hjálpa þeim og þér, lesandi góður, ákvað ég að taka saman niðurstöður málþingsins og birta hér. Þetta er það sem yfir 200 sérfræðingar í þessu máli vilja að þið sem komist á þing eftir tvær vikur ákveðið og gerið: 1. Börn og unglingar verða að hafa aðgang að bókum. 2. Það verður að efla skólabókasöfn með lögum, reglugerðum og peningaframlögum. Þetta má ekki vera háð ráðherraskiptum. 3. Það verður að efla útgáfu barnabóka með því að kaupa lágmarksupplag góðra bóka sem dreifast svo á bókasöfnin. 4. Það verður að auka framlög í launasjóð rithöfunda og myndskreyta. Viðbótin verður eyrnamerkt þeim sem skrifa og myndskrifa fyrir börn og unglinga. 5. Það verður að setja yndislestur á stundarskrá í skólum. Börn verða að fá frið til að lesa. 6. Foreldrar og kennarar verða að vera lestrarfyrirmyndir. Ungur nemur hvað gamall temur. 7. Samstarf allra aðila er lykilatriði. Menntamálastofnun, SÍUNG, Rithöfundasambandið, Félag íslenskra bókaútgefenda, KrakkaRÚV, Heimili og skóli, Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO, kennarar, foreldrar, sveitarfélögin, Miðstöð skólaþróunar, háskólarnir, Alþingi, Menntamálaráðuneytið: allir verða að vinna saman. 8. BARNABÓKIN ER SVARIÐ! Málþingið var aðeins fyrsta skrefið í því að setja barnabókina á oddinn til að efla börnin okkar, lestur, læsi og íslenskuna. Nú á næstu vikum fer til dæmis af stað mikil dagskrá á KrakkaRÚV sem miðar að þessu. Grasrótin iðar og nú þurfa stjórnmálin að vakna.Höfundur er leikari, rithöfundur og formaður SÍUNG Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska á tækniöld Menning Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Miðvikudaginn 4. október s.l. var haldið málþing undir nafninu: Barnabókin er svarið. Það var haldið af mjög góðri ástæðu og í raun mjög mikilvægri. Ráðhús Reykjavíkur fylltist út að dyrum af kennurum, bókasafnsfræðingum, barnabókahöfundum, útgefendum og einni stjórnmálakonu. Við sem stóðum að málþinginu (RSÍ, SÍUNG, Menntamálastofnun og Bókmenntaborgin Reykjavík) töldum málefnið þarft og vorum því himinlifandi yfir mætingunni. En af hverju var málþingið haldið? Og hverjar voru niðurstöðurnar? Það var á vordögum að við, nokkrir barnabókahöfundar endurvöktum samtök okkar barna- og unglingabókahöfunda, seim heita SÍUNG. Við gerðum það vegna þess að okkur lá svolítið á hjarta. Við vorum meira að segja frekar æst. Eða ég var það að minnsta kosti. Það var nefnilega þannig að alveg frá því að PISA niðurstöðurnar birtust síðasta vetur fór af stað mikil og þörf umræða um stöðu læsis og lesturs og menntunarárangur barnanna okkar í beinu framhaldi. Já, og líka um útrýmingarhættu íslenskunnar. Sérfræðingar og stjórnmálamenn tjáðu sig í ræðu eða riti hver á fætur öðrum, en engum þeirra datt í hug að nefna tækið sem þarf að nota til að efla lestraráhuga barnanna okkar. Engum datt í hug að tala um barnabókina. Það er eins og að horfa á fisk og vilja veiða hann, skrifa síðan langa grein um það af hverju við getum ekki veitt þennan fisk en sjáum ekki og nefnum ekki togarann sem er við hliðina á okkur. Því ákváðum við í SÍUNG að blanda okkur og barnabókinni í umræðuna. Við ákváðum að setja barnabókina á oddinn. Það hefur semsagt mikið verið rætt um það af hverju börnunum okkar er að fara aftur í lestri og námsárangri og af hverju bóksala minnkar. Er það af því að við, fullorðnu fyrirmyndirnar, erum sjálf hætt að lesa annað en það sem stendur á símanum okkar eða tölvunni? Er kannski of mikið einblínt á það neikvæða þannig að börnin okkar eru farin að trúa því sjálf að þau séu ömurleg? Eða liggur vandinn hjá hinu opinbera? Þarf að bæta aðbúnað bókarinnar? Ratar hún til barnanna? Svör við þessum spurningum komu fram á málþinginu. Til dæmis að það eru engin lög um skólabókasöfn landsins önnur en að þau eigi eiginlega að vera til. Það er algerlega undir hælinn lagt og fer eftir geðþótta skólastjóranna hvort og þá hve mikið fé bókasöfnin fá til bókakaupa. Sum bókasöfn geta aldrei keypt nýjar bækur. Þannig rata bækurnar ekki til lesendanna. Það kom sömuleiðis fram að við Íslendingar framleiðum of fáar barnabækur fyrir þá sem virkilegan áhuga hafa á lestri. Það kom líka fram að Norðmenn líta á tungumálið sitt sem mál í útrýmingarhættu. Þeir eru 5.234.252. Við erum 334.252. Það munar ekki nema 4,9 milljónum manna. Þeir kaupa allar góðar barnabækur í ákveðnu upplagi til að setja á bókasöfnin. Þannig verður útgáfan öruggari og fleiri góðir höfundar nenna að skrifa fyrir börn því það borgar sig allt í einu. Fyrir skömu var ráðist í Þjóðarsáttmála um læsi, gerð var hvítbók og allskonar. Ingó veðurguð var ráðinn til að syngja „Það er gott að lesa“ og okkur rithöfundum var ekki skemmt. Þarna var ráðinn maðurinn sem hvað hæst hrópaði að rithöfundalaun séu rugl. Reyndar má geta þess að í vor og fram á haust hefur mikil samvinna átt sér stað á milli Menntamálastofnunar og SÍUNG og annarra er vinna að þessum málum. Þannig að Menntamálastofnun er lykilstofnun sem á frumkvæði að kröftugum samstarfsverkefnum. En við ættum kannski að tala saman um það hvað rithöfundalaun geta gert fyrir barnabókahöfunda og börnin í þessu landi og þá um leið fyrir íslenskuna? Reyndar er mín skoðun sú að það ætti að stækka sjóð rithöfundalauna og eyrnamerkja hluta hans barnabókahöfundum. Það er eitthvað svo augljós og einföld aðgerð! Er það ekki? Gestir málþingsins voru mér sammála og þar voru allir helstu sérfræðingar landsins á þessu sviði. Þarna var fólk frá Menntamálastofnun og Miðstöð skólaþróunar, skólastjórar og barnasálfræðingar og allir voru sammála um þetta atriði. Það hefði verið frábært að sjá frambjóðendur til Alþingis á þessu málþingi en þeir hafa sennilega verið uppteknir við eitthvað merkilegra en framtíð barnanna okkar. Þeir sáu sér að minnsta kosti engan hag í því að koma og hlusta á þá sem töluðu á málþinginu. Þrátt fyrir það að hafa margir hverjir skrifað blaðagreinar um þessi mál, eins og Lilja Alfreðsdóttir gerði hér um daginn þegar hún sagðist vilja afnema virðisaukaskattinn af bókum. (Sem er alveg stórkostlegt hjá henni og algerlega nauðsynlegt.) Af hverju er stjórnmálamönnum (nema einni konu) alveg sama um framgang íslenskunnar, menntunar og læsis? Þeim er það sennilega ekki en stundum verður maður að taka sterkt til orða. Til að hjálpa þeim og þér, lesandi góður, ákvað ég að taka saman niðurstöður málþingsins og birta hér. Þetta er það sem yfir 200 sérfræðingar í þessu máli vilja að þið sem komist á þing eftir tvær vikur ákveðið og gerið: 1. Börn og unglingar verða að hafa aðgang að bókum. 2. Það verður að efla skólabókasöfn með lögum, reglugerðum og peningaframlögum. Þetta má ekki vera háð ráðherraskiptum. 3. Það verður að efla útgáfu barnabóka með því að kaupa lágmarksupplag góðra bóka sem dreifast svo á bókasöfnin. 4. Það verður að auka framlög í launasjóð rithöfunda og myndskreyta. Viðbótin verður eyrnamerkt þeim sem skrifa og myndskrifa fyrir börn og unglinga. 5. Það verður að setja yndislestur á stundarskrá í skólum. Börn verða að fá frið til að lesa. 6. Foreldrar og kennarar verða að vera lestrarfyrirmyndir. Ungur nemur hvað gamall temur. 7. Samstarf allra aðila er lykilatriði. Menntamálastofnun, SÍUNG, Rithöfundasambandið, Félag íslenskra bókaútgefenda, KrakkaRÚV, Heimili og skóli, Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO, kennarar, foreldrar, sveitarfélögin, Miðstöð skólaþróunar, háskólarnir, Alþingi, Menntamálaráðuneytið: allir verða að vinna saman. 8. BARNABÓKIN ER SVARIÐ! Málþingið var aðeins fyrsta skrefið í því að setja barnabókina á oddinn til að efla börnin okkar, lestur, læsi og íslenskuna. Nú á næstu vikum fer til dæmis af stað mikil dagskrá á KrakkaRÚV sem miðar að þessu. Grasrótin iðar og nú þurfa stjórnmálin að vakna.Höfundur er leikari, rithöfundur og formaður SÍUNG
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun