Bjartari framtíð. Meiri stöðugleika! TAKK! Karólína Helga Símonardóttir skrifar 16. október 2017 15:00 Ætli það sé til of mikils mælst að við getum búið við stöðugt hagkerfi hér til framtíðar? Ég geri ráð fyrir að fleiri en ég séu orðnir þreyttir á vaxtafrekju bankanna, óhagstæðum lánum með háum afborgunum og fáum tækifærum til fjármögnunar. Þeir sem þurfa að vera á leigumarkaði sitja fastir á þröngum og rándýrum stað því þeir njóta ekki tækifæra til að leggja til hliðar til að eiga fyrir útborgun í húsnæði. Frumkvöðlar og sprotafyrirtæki lenda líka ítrekað í ógöngum því fjárfestar taka ekki séns á íslensku krónunni. Íslenska krónan er nefnilega ekki góð afspurnar. Þeir sem líta raunsæjum augum á tilveruna sjá að tími íslensku krónunnar er liðinn. Sá fjárhagslegi rússibani sem við förum ítrekað í gegnum hérlendis, vegna þess að krónan sveiflar sér og okkur með, er ekki boðlegur lengur. Ef við ætlum að halda örugg inn i framtíðina verðum við að vera tilbúin til að endurhugsa gjaldmiðilinn, hagkerfisins vegna. Okkar vegna. Útlánsvextir auk verðtryggingar leiða til þess að hér á þessu fallega landi er fjármögnun á íbúðarhúsnæði dýrari en flestum byggðum bólum í heimi. Þau okkar sem þó hafa tækifæri til að kaupa sér íbúðarhúsnæði eru alla ævina að greiða af þeim afborganir og andvirðið greiðist oft. Við hvert efnahagshrun sem á sér stað hækkar skuldastaða þeirra sem hafa fjárfest í íbúðarhúsnæði. Og barnafólk sem er að koma undir sig fótunum finnur mest fyrir því enda skuldastaða þeirra verst. Íslenska hagkerfið er nefnilega einfaldlega of lítið til þess að halda uppi íslensku krónunni. Hér stjórnar lítill hópur fjárfesta eða fjársterkra einstaklinga hagkerfinu. Mér finnst kominn tími til að við njótum öryggis í fjármálum og jafnræðis í fjárfestingum. Og já. Það er kominn tími til að tala af alvöru um það að taka upp annan gjaldmiðil. Ísland, „stórasta land í heimi“ þarf stóra systur eða bróður til að koma á stöðugleika í hagkerfinu. Besta kjarabót sem hægt er að búa til fyrir ungt fólk og framtíðina er að taka upp annan gjaldmiðil en íslensku krónuna. Gjaldmiðil sem er ekki jafn áhrifagjarn og krónan. Það getur fært okkur Íslendingum hinn langþráða stöðugleika sem leiðir til vaxtalækkunar og útrýmingar verðtryggingar. Það er nefnilega tímabært að meðhöndla sjúkdóminn sjálfan en ekki bara einkenni hans. Höfundur skipar 2. sæti á lista Bjarta framtíð í Suðvestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Karólína Helga Símonardóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ætli það sé til of mikils mælst að við getum búið við stöðugt hagkerfi hér til framtíðar? Ég geri ráð fyrir að fleiri en ég séu orðnir þreyttir á vaxtafrekju bankanna, óhagstæðum lánum með háum afborgunum og fáum tækifærum til fjármögnunar. Þeir sem þurfa að vera á leigumarkaði sitja fastir á þröngum og rándýrum stað því þeir njóta ekki tækifæra til að leggja til hliðar til að eiga fyrir útborgun í húsnæði. Frumkvöðlar og sprotafyrirtæki lenda líka ítrekað í ógöngum því fjárfestar taka ekki séns á íslensku krónunni. Íslenska krónan er nefnilega ekki góð afspurnar. Þeir sem líta raunsæjum augum á tilveruna sjá að tími íslensku krónunnar er liðinn. Sá fjárhagslegi rússibani sem við förum ítrekað í gegnum hérlendis, vegna þess að krónan sveiflar sér og okkur með, er ekki boðlegur lengur. Ef við ætlum að halda örugg inn i framtíðina verðum við að vera tilbúin til að endurhugsa gjaldmiðilinn, hagkerfisins vegna. Okkar vegna. Útlánsvextir auk verðtryggingar leiða til þess að hér á þessu fallega landi er fjármögnun á íbúðarhúsnæði dýrari en flestum byggðum bólum í heimi. Þau okkar sem þó hafa tækifæri til að kaupa sér íbúðarhúsnæði eru alla ævina að greiða af þeim afborganir og andvirðið greiðist oft. Við hvert efnahagshrun sem á sér stað hækkar skuldastaða þeirra sem hafa fjárfest í íbúðarhúsnæði. Og barnafólk sem er að koma undir sig fótunum finnur mest fyrir því enda skuldastaða þeirra verst. Íslenska hagkerfið er nefnilega einfaldlega of lítið til þess að halda uppi íslensku krónunni. Hér stjórnar lítill hópur fjárfesta eða fjársterkra einstaklinga hagkerfinu. Mér finnst kominn tími til að við njótum öryggis í fjármálum og jafnræðis í fjárfestingum. Og já. Það er kominn tími til að tala af alvöru um það að taka upp annan gjaldmiðil. Ísland, „stórasta land í heimi“ þarf stóra systur eða bróður til að koma á stöðugleika í hagkerfinu. Besta kjarabót sem hægt er að búa til fyrir ungt fólk og framtíðina er að taka upp annan gjaldmiðil en íslensku krónuna. Gjaldmiðil sem er ekki jafn áhrifagjarn og krónan. Það getur fært okkur Íslendingum hinn langþráða stöðugleika sem leiðir til vaxtalækkunar og útrýmingar verðtryggingar. Það er nefnilega tímabært að meðhöndla sjúkdóminn sjálfan en ekki bara einkenni hans. Höfundur skipar 2. sæti á lista Bjarta framtíð í Suðvestur.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun