Hagstjórnin og kvennastéttir Halla Gunnarsdóttir skrifar 17. október 2017 07:00 Kvenfrelsismál eru ofar á baugi í þessari kosningabaráttu en oft áður. Vegna þrotlausrar kvennabaráttu þarf ekki lengur að deila um hvort konur verði fyrir misrétti vegna kyns síns eða ekki, nú ræðum við um aðgerðir til að uppræta misréttið. Þetta gefur fyrirheit um að hægt verði að ná breiðri samstöðu á næsta kjörtímabili um að útrýma bæði kynbundnum launamun og kynbundnu ofbeldi. Aðgerðirnar þurfa að taka á margþættri mismunun sem konur af erlendum uppruna, fatlaðar konur, fátækar konur og hinsegin konur mæta í daglegu lífi. Tillaga Viðreisnar um þjóðarsátt um kjör kvennastétta – þar sem tekist væri á við hinn „útskýrða“ launamun milli kynjanna – er gott innlegg í umræðuna. Með samstillu átaki ríkis, sveitarfélaga, stéttarfélaga og atvinnurekenda mætti ná fram raunverulegri leiðréttingu á kjörum kvennastétta í eitt skipti fyrir öll, þannig að svokallaðar ófaglærðar og faglærðar kvennastéttir nytu mannsæmandi kjara, bæði á einkamarkaði og hinum opinbera.Sveltistefna eykur vinnuálag kvenna En meira þarf að koma til en launahækkanir. Stórbæta þarf vinnuaðstöðu, aðbúnað og mönnun í þeim störfum sem þessar stéttir inna af hendi og stytta vinnutímann þannig að allt vinnandi fólk geti betur samhæft atvinnu og fjölskyldulíf. Kynbundinn launamunur verður ekki leiðréttur nema ólaunuð vinna – sem konur bera hitann og þungann af – verði tekin með í reikninginn. Sveltistefnan í heilbrigðismálum og menntamálum hefur bein neikvæð áhrif á kjör stórra kvennastétta og eykur um leið ólaunað vinnuálag á konur. Þar sem heilbrigðis- og velferðarkerfinu sleppir taka konur oftast við. Það er ekki lengra en rúmur mánuður síðan fráfarandi ríkisstjórnarflokkar lögðu fram fjárlagafrumvarp þar sem hvergi sá þess stað að nokkur vilji væri til að taka á kjörum kvennastétta eða til að breyta um kúrs og kveðja sveltistefnuna. Hægri hagstjórn – eins og sú sem fráfarandi ríkisstjórnarflokkar sýndu í verki – er ekki ávísun á velferð eða á jafnrétti kynjanna. Slík hagstjórn hefur hvergi orðið til þess að ýta undir frelsi kvenna, heldur þvert á móti lagt auknar byrðar af illa launaðri og ólaunaðri vinnu á þeirra herðar, sem aftur dregur úr tækifærum kvenna til að láta til sín taka í samfélaginu.Bráðum betri tíð? Hvernig sem Alþingi verður skipað eftir kosningar þá er fagnaðarefni að fleiri stjórnmálaflokkar lýsi yfir vilja til að einbeita sér að kjörum kvennastétta. Uppbygging í heilbrigðismálum, menntamálum og velferðarmálum á ekki að mæta afgangi. Þetta er besta fjárfestingin til að tryggja efnahagslega velsæld til framtíðar. Tími samstilltra aðgerða er vonandi að renna upp. Höfundur er frambjóðandi VG í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Kvenfrelsismál eru ofar á baugi í þessari kosningabaráttu en oft áður. Vegna þrotlausrar kvennabaráttu þarf ekki lengur að deila um hvort konur verði fyrir misrétti vegna kyns síns eða ekki, nú ræðum við um aðgerðir til að uppræta misréttið. Þetta gefur fyrirheit um að hægt verði að ná breiðri samstöðu á næsta kjörtímabili um að útrýma bæði kynbundnum launamun og kynbundnu ofbeldi. Aðgerðirnar þurfa að taka á margþættri mismunun sem konur af erlendum uppruna, fatlaðar konur, fátækar konur og hinsegin konur mæta í daglegu lífi. Tillaga Viðreisnar um þjóðarsátt um kjör kvennastétta – þar sem tekist væri á við hinn „útskýrða“ launamun milli kynjanna – er gott innlegg í umræðuna. Með samstillu átaki ríkis, sveitarfélaga, stéttarfélaga og atvinnurekenda mætti ná fram raunverulegri leiðréttingu á kjörum kvennastétta í eitt skipti fyrir öll, þannig að svokallaðar ófaglærðar og faglærðar kvennastéttir nytu mannsæmandi kjara, bæði á einkamarkaði og hinum opinbera.Sveltistefna eykur vinnuálag kvenna En meira þarf að koma til en launahækkanir. Stórbæta þarf vinnuaðstöðu, aðbúnað og mönnun í þeim störfum sem þessar stéttir inna af hendi og stytta vinnutímann þannig að allt vinnandi fólk geti betur samhæft atvinnu og fjölskyldulíf. Kynbundinn launamunur verður ekki leiðréttur nema ólaunuð vinna – sem konur bera hitann og þungann af – verði tekin með í reikninginn. Sveltistefnan í heilbrigðismálum og menntamálum hefur bein neikvæð áhrif á kjör stórra kvennastétta og eykur um leið ólaunað vinnuálag á konur. Þar sem heilbrigðis- og velferðarkerfinu sleppir taka konur oftast við. Það er ekki lengra en rúmur mánuður síðan fráfarandi ríkisstjórnarflokkar lögðu fram fjárlagafrumvarp þar sem hvergi sá þess stað að nokkur vilji væri til að taka á kjörum kvennastétta eða til að breyta um kúrs og kveðja sveltistefnuna. Hægri hagstjórn – eins og sú sem fráfarandi ríkisstjórnarflokkar sýndu í verki – er ekki ávísun á velferð eða á jafnrétti kynjanna. Slík hagstjórn hefur hvergi orðið til þess að ýta undir frelsi kvenna, heldur þvert á móti lagt auknar byrðar af illa launaðri og ólaunaðri vinnu á þeirra herðar, sem aftur dregur úr tækifærum kvenna til að láta til sín taka í samfélaginu.Bráðum betri tíð? Hvernig sem Alþingi verður skipað eftir kosningar þá er fagnaðarefni að fleiri stjórnmálaflokkar lýsi yfir vilja til að einbeita sér að kjörum kvennastétta. Uppbygging í heilbrigðismálum, menntamálum og velferðarmálum á ekki að mæta afgangi. Þetta er besta fjárfestingin til að tryggja efnahagslega velsæld til framtíðar. Tími samstilltra aðgerða er vonandi að renna upp. Höfundur er frambjóðandi VG í Reykjavík norður.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun