Almenningur borgar alltaf fyrir skattahækkanir Jóhannes Stefánsson skrifar 17. október 2017 07:00 Stjórnmálaflokkarnir á vinstrivængnum eru þessa dagana á harðahlaupum undan eigin stefnu í skattamálum. Þessir flokkar hafa boðað stórfelldar skattahækkanir til að fjármagna stóraukin ríkisútgjöld eftir kosningar, sem eiga að eigin sögn ekki að bitna á almenningi. Ekkert af forystufólki vinstriflokkanna hafa hins vegar haft áhuga eða getu til þess að benda á hvaða skatta eigi að hækka eða hvernig almenningur á að vera ónæmur fyrir þeim, en „einhverjir aðrir“ eiga að sögn að borga fyrir loforðaflauminn. Besta dæmið um þetta er frammistaða Katrínar Jakobsdóttur, formanns VG, í leiðtogaumræðum og í forystusætinu á RÚV. Þar gat hún nær engu svarað þrátt fyrir að vera þráspurð um hvaða skatta hún ætlaði að hækka kæmist hún til valda eftir kosningarnar. Málflutningur Katrínar er auðvitað með öllu óraunhæfur og ábyrgðarlaus vegna þess að hún hefur boðað aukin útgjöld og skattheimtu sem hleypur á tugum milljarða. Ekkert annað en stórauknar álögur á almenning munu duga til að greiða fyrir slíkan útgjaldaauka.Almenningur mun borga brúsann Fullyrðingin um að hægt sé að hækka skatta verulega án þess að það bitni á almenningi er mýta sem má annað hvort rekja til fáfræði eða blekkingar. Staðreyndin er sú að allar skattahækkanir bitna að endingu á almenningi, hvort sem þeim er beint gegn einstaklingum eða fyrirtækjum. Það þarf ekki nema grundvallarskilning á efnahagsmálum og einfalda söguskoðun til að sjá í gegnum mýtuna um að almenningur borgi ekki fyrir skattahækkanir. Tökum skatta á atvinnulífið sem dæmi. Atvinnulífið er ekki annað en samstillt átak almennings til að viðhalda eða auka við lífskjör sín, sjá fjölskyldum sínum farborða og tryggja börnum sínum betri framtíð en foreldrarnir upplifðu sjálfir. Fyrirtæki eru enda félög sem þurfa að veita almenningi verðmæta þjónustu til að geta skilað eigendum sínum ávinningi, en til þess að það sé hægt þarf eðli máls samkvæmt bæði ánægt starfsfólk og viðskiptavini. Fyrirtækin geta ekki án almennings verið, og öfugt. Fyrirtæki eru því ekki líflaus og andlitslaus fyrirbæri sem er hægt að skattleggja án þess að það bitni á almenningi. Almenningur er enda viðskiptavinir fyrirtækjanna, starfsmenn þeirra og eigendur, hvort sem er beint, í gegnum lífeyrissjóði eða með sparnaði sínum. Fyrirtækin eru fyrir vikið órjúfanlegur hluti af mannlegu samfélagi. Skattahækkanir á atvinnulíf og fyrirtæki eru þess vegna skattahækkanir á eigendur þeirra, starfsmenn eða viðskiptavini. Almenningur borgar brúsann með hærra verði á vöru og þjónustu, lægri launum, færri störfum eða minni arðsemi af sparnaðinum. Þá er ónefnt svokallað allratap sem verður til við skattheimtu og dregur úr lífskjörum almennings.Fjármagnstekjuskattar bitna harðast á heimilum Sömu sögu má segja af skattahækkunum á fjármagnstekjur, eignir og sparnað. Almenningur borgar alltaf brúsann. Með hærri fjármagnstekjuskatti skapast hvati til að almenningur (og fyrirtæki) flytji fjármuni sína út úr íslensku efnahagslífi, sérstaklega þegar flutningur fjármagns er nú orðinn frjáls og engin gjaldeyrishöft lengur til að halda þeim innan landsteinanna. Þegar það gerist þá minnkar geta atvinnulífsins til að fjárfesta í nýsköpun og veita almenningi fjölbreytt tækifæri til að finna getu sinni og sköpunarkrafti viðspyrnu. Að sama skapi hækkar verð á fjármagni þegar fjármagnstekjuskattar hækka. Það þýðir einfaldlega að vextir hækka og þar með afborganir af íbúðalánum, leiguverð o.s.frv. Allt hefur þetta veruleg neikvæð áhrif á almenning. Að sjálfsögðu bitna slíkar skattahækkanir harðast á tekju- og eignalitlum fjölskyldum, sem geta ekki flutt sig eða sparnað fjölskyldunnar til annarra landa þar sem hagstæðari skattareglur gilda. Sömuleiðis er ungt fólk sem vill kaupa sínu fyrstu íbúð algjörlega berskjaldað fyrir slíkum sköttum, sem þýða að ennþá erfiðara getur verið að standast greiðslumat vegna hærri afborgana af íbúðalánum.Sporin hræða Þegar öllu er á botninn hvolft er það alltaf almenningur sem borgar fyrir skattahækkanir. Blekkingaleikur vinstriflokkanna sem halda því blákalt fram að einhverjir aðrir muni borga er því sérstaklega ámælisverður. Almenningur mun bera þungann af þeim skattahækkunum sem boðaðar eru. Almenningur er þar að auki ekki búinn að gleyma hrinu skattahækkana sem dundu á Íslendingum þegar skórinn kreppti hvað mest að þeim í kjölfar hrunsins. Þar fóru fremst Vinstri-græn, sem sátu í ráðherrastól í fjármálaráðuneytinu og eirðu engum með meira en 100 skatta- og gjaldahækkunum. Látum það ekki gerast aftur. Höfundur skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Stefánsson Kosningar 2017 Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Sjá meira
Stjórnmálaflokkarnir á vinstrivængnum eru þessa dagana á harðahlaupum undan eigin stefnu í skattamálum. Þessir flokkar hafa boðað stórfelldar skattahækkanir til að fjármagna stóraukin ríkisútgjöld eftir kosningar, sem eiga að eigin sögn ekki að bitna á almenningi. Ekkert af forystufólki vinstriflokkanna hafa hins vegar haft áhuga eða getu til þess að benda á hvaða skatta eigi að hækka eða hvernig almenningur á að vera ónæmur fyrir þeim, en „einhverjir aðrir“ eiga að sögn að borga fyrir loforðaflauminn. Besta dæmið um þetta er frammistaða Katrínar Jakobsdóttur, formanns VG, í leiðtogaumræðum og í forystusætinu á RÚV. Þar gat hún nær engu svarað þrátt fyrir að vera þráspurð um hvaða skatta hún ætlaði að hækka kæmist hún til valda eftir kosningarnar. Málflutningur Katrínar er auðvitað með öllu óraunhæfur og ábyrgðarlaus vegna þess að hún hefur boðað aukin útgjöld og skattheimtu sem hleypur á tugum milljarða. Ekkert annað en stórauknar álögur á almenning munu duga til að greiða fyrir slíkan útgjaldaauka.Almenningur mun borga brúsann Fullyrðingin um að hægt sé að hækka skatta verulega án þess að það bitni á almenningi er mýta sem má annað hvort rekja til fáfræði eða blekkingar. Staðreyndin er sú að allar skattahækkanir bitna að endingu á almenningi, hvort sem þeim er beint gegn einstaklingum eða fyrirtækjum. Það þarf ekki nema grundvallarskilning á efnahagsmálum og einfalda söguskoðun til að sjá í gegnum mýtuna um að almenningur borgi ekki fyrir skattahækkanir. Tökum skatta á atvinnulífið sem dæmi. Atvinnulífið er ekki annað en samstillt átak almennings til að viðhalda eða auka við lífskjör sín, sjá fjölskyldum sínum farborða og tryggja börnum sínum betri framtíð en foreldrarnir upplifðu sjálfir. Fyrirtæki eru enda félög sem þurfa að veita almenningi verðmæta þjónustu til að geta skilað eigendum sínum ávinningi, en til þess að það sé hægt þarf eðli máls samkvæmt bæði ánægt starfsfólk og viðskiptavini. Fyrirtækin geta ekki án almennings verið, og öfugt. Fyrirtæki eru því ekki líflaus og andlitslaus fyrirbæri sem er hægt að skattleggja án þess að það bitni á almenningi. Almenningur er enda viðskiptavinir fyrirtækjanna, starfsmenn þeirra og eigendur, hvort sem er beint, í gegnum lífeyrissjóði eða með sparnaði sínum. Fyrirtækin eru fyrir vikið órjúfanlegur hluti af mannlegu samfélagi. Skattahækkanir á atvinnulíf og fyrirtæki eru þess vegna skattahækkanir á eigendur þeirra, starfsmenn eða viðskiptavini. Almenningur borgar brúsann með hærra verði á vöru og þjónustu, lægri launum, færri störfum eða minni arðsemi af sparnaðinum. Þá er ónefnt svokallað allratap sem verður til við skattheimtu og dregur úr lífskjörum almennings.Fjármagnstekjuskattar bitna harðast á heimilum Sömu sögu má segja af skattahækkunum á fjármagnstekjur, eignir og sparnað. Almenningur borgar alltaf brúsann. Með hærri fjármagnstekjuskatti skapast hvati til að almenningur (og fyrirtæki) flytji fjármuni sína út úr íslensku efnahagslífi, sérstaklega þegar flutningur fjármagns er nú orðinn frjáls og engin gjaldeyrishöft lengur til að halda þeim innan landsteinanna. Þegar það gerist þá minnkar geta atvinnulífsins til að fjárfesta í nýsköpun og veita almenningi fjölbreytt tækifæri til að finna getu sinni og sköpunarkrafti viðspyrnu. Að sama skapi hækkar verð á fjármagni þegar fjármagnstekjuskattar hækka. Það þýðir einfaldlega að vextir hækka og þar með afborganir af íbúðalánum, leiguverð o.s.frv. Allt hefur þetta veruleg neikvæð áhrif á almenning. Að sjálfsögðu bitna slíkar skattahækkanir harðast á tekju- og eignalitlum fjölskyldum, sem geta ekki flutt sig eða sparnað fjölskyldunnar til annarra landa þar sem hagstæðari skattareglur gilda. Sömuleiðis er ungt fólk sem vill kaupa sínu fyrstu íbúð algjörlega berskjaldað fyrir slíkum sköttum, sem þýða að ennþá erfiðara getur verið að standast greiðslumat vegna hærri afborgana af íbúðalánum.Sporin hræða Þegar öllu er á botninn hvolft er það alltaf almenningur sem borgar fyrir skattahækkanir. Blekkingaleikur vinstriflokkanna sem halda því blákalt fram að einhverjir aðrir muni borga er því sérstaklega ámælisverður. Almenningur mun bera þungann af þeim skattahækkunum sem boðaðar eru. Almenningur er þar að auki ekki búinn að gleyma hrinu skattahækkana sem dundu á Íslendingum þegar skórinn kreppti hvað mest að þeim í kjölfar hrunsins. Þar fóru fremst Vinstri-græn, sem sátu í ráðherrastól í fjármálaráðuneytinu og eirðu engum með meira en 100 skatta- og gjaldahækkunum. Látum það ekki gerast aftur. Höfundur skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun