Karlar, nú stoppum við hver annan! Fjölnir Sæmundsson skrifar 18. október 2017 07:00 Við getum auðveldlega fækkað kynferðisbrotum á Íslandi og það án þess að kosta þar til einni einustu krónu. Starfandi dómsmálaráðherra boðaði aðgerðaáætlun gegn kynferðisbrotum á dögunum og Samfylkingin vill verja milljörðum í málaflokkinn og það er auðvitað frábært og gengur vonandi eftir. Hið aukna fjármagn mun nýtast vel við rannsókn brota og fjármagna kostnað fagfólks til að vinna með þolendum úr áföllum kynferðisbrota en hin grafalvarlega staðreynd málsins er að peningar minnka ekki kynferðisáreiti sem karlar beita konur né fækka kynferðisbrotum úti í samfélginu. Ég legg því til að við karlmenn ráðumst sjálfir í verkefnið með þvi að standa upp og sýna alvöru karlmennsku í verki. Hér er nauðsynlegt að gangast inn á hugarfarsbreytingu. Hugarfarsbreytingin felst í orðræðu okkar og sumir karlar þurfa einnig að breyta hugarfari sínu því margir karlmenn segjast ekki þola hugtök á borð við „feðraveldi“ og „feminista“ sem er einmitt hluti af vandamáli okkar, við upplifum að okkur sé ógnað og förum í vörn. Við kærum okkur ekki um að láta minna okkur á syndir feðranna eða jafnvel okkar eigin mistök og við óttumst að missa á einhvern hátt stöðu okkar. En ég held að þannig sé það alls ekki, við erum karlmenn og alvöru karlmenn finna til sín þegar þeim tekst að vernda konurnar okkar og mæður. Karlmennskan okkar karlanna felst í því að vernda sína nánustu, að taka ábygð á samfélaginu. Við viljum koma í veg fyrir að eiginkonur okkar, dætur og systur verði fyrir ofbeldi. Við viljum vernda þær. Það er þarna sem kemur til okkar kasta, við þurfum að skipta okkur af hver öðrum, vakta hver annan og taka eftir því og aðhafast þegar einhver kynbræðra okkar fer yfir strikið. Við eigum að segja: „Heyrðu vinur, það er ekki í boði að klípa í konur eins og þú ert að gera,“ „Heyrðu kallinn, það er ekki ásættanlegt að klæmast við ungar afgreiðsludömur, “ og „Heyrðu félagi, hún bað þig að láta sig í friði.“ Við eigum að skipta okkur af og gera það að skyldu okkar að láta ekki kynbræður okkar vaða yfir og niðurlægja systur okkar. Nú þegar hefur fjöldi karlmanna staðið upp fyrir konur en ekki nógu margir. Allt of algengt er að við séum hljóðir áhorfendur, kunnum ekki við að segja álit okkar og lítum undan en þessu verðum við að breyta drengir. Allir! Það er ekki ásættanlegt að konurnar okkar verði fyrir ofbeldi, að þær upplifi óöryggi við vera einar á ferð. Við eigum ekki að líða það að dætur okkar verði fyrir áreiti í skólanum eða á vinnustaðnum. Hugarfarsbreyting okkar kostar ekki peninga, hún kostar okkur ekkert en hún mun auka vellíðan kvennanna okkar og ekki síður vellíðan okkar sjálfra. Konur hafa upplifað nægan sársauka, nógu mikla hræðslu og nógu mikla niðurlægingu, nú er komið að okkur að breyta þessu, okkur körlum þessa samfélags. Nú skulum við karlar standa upp og taka ábyrgð á hver öðrum og segja stopp. Og eins og ég segi, það kostar ekki krónu, það er hreinlega ókeypis að standa með konunum okkar. Höfundur er lögreglufulltrúi og skipar 4. sæti á framboðslista VG í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Fjölnir Sæmundsson Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Við getum auðveldlega fækkað kynferðisbrotum á Íslandi og það án þess að kosta þar til einni einustu krónu. Starfandi dómsmálaráðherra boðaði aðgerðaáætlun gegn kynferðisbrotum á dögunum og Samfylkingin vill verja milljörðum í málaflokkinn og það er auðvitað frábært og gengur vonandi eftir. Hið aukna fjármagn mun nýtast vel við rannsókn brota og fjármagna kostnað fagfólks til að vinna með þolendum úr áföllum kynferðisbrota en hin grafalvarlega staðreynd málsins er að peningar minnka ekki kynferðisáreiti sem karlar beita konur né fækka kynferðisbrotum úti í samfélginu. Ég legg því til að við karlmenn ráðumst sjálfir í verkefnið með þvi að standa upp og sýna alvöru karlmennsku í verki. Hér er nauðsynlegt að gangast inn á hugarfarsbreytingu. Hugarfarsbreytingin felst í orðræðu okkar og sumir karlar þurfa einnig að breyta hugarfari sínu því margir karlmenn segjast ekki þola hugtök á borð við „feðraveldi“ og „feminista“ sem er einmitt hluti af vandamáli okkar, við upplifum að okkur sé ógnað og förum í vörn. Við kærum okkur ekki um að láta minna okkur á syndir feðranna eða jafnvel okkar eigin mistök og við óttumst að missa á einhvern hátt stöðu okkar. En ég held að þannig sé það alls ekki, við erum karlmenn og alvöru karlmenn finna til sín þegar þeim tekst að vernda konurnar okkar og mæður. Karlmennskan okkar karlanna felst í því að vernda sína nánustu, að taka ábygð á samfélaginu. Við viljum koma í veg fyrir að eiginkonur okkar, dætur og systur verði fyrir ofbeldi. Við viljum vernda þær. Það er þarna sem kemur til okkar kasta, við þurfum að skipta okkur af hver öðrum, vakta hver annan og taka eftir því og aðhafast þegar einhver kynbræðra okkar fer yfir strikið. Við eigum að segja: „Heyrðu vinur, það er ekki í boði að klípa í konur eins og þú ert að gera,“ „Heyrðu kallinn, það er ekki ásættanlegt að klæmast við ungar afgreiðsludömur, “ og „Heyrðu félagi, hún bað þig að láta sig í friði.“ Við eigum að skipta okkur af og gera það að skyldu okkar að láta ekki kynbræður okkar vaða yfir og niðurlægja systur okkar. Nú þegar hefur fjöldi karlmanna staðið upp fyrir konur en ekki nógu margir. Allt of algengt er að við séum hljóðir áhorfendur, kunnum ekki við að segja álit okkar og lítum undan en þessu verðum við að breyta drengir. Allir! Það er ekki ásættanlegt að konurnar okkar verði fyrir ofbeldi, að þær upplifi óöryggi við vera einar á ferð. Við eigum ekki að líða það að dætur okkar verði fyrir áreiti í skólanum eða á vinnustaðnum. Hugarfarsbreyting okkar kostar ekki peninga, hún kostar okkur ekkert en hún mun auka vellíðan kvennanna okkar og ekki síður vellíðan okkar sjálfra. Konur hafa upplifað nægan sársauka, nógu mikla hræðslu og nógu mikla niðurlægingu, nú er komið að okkur að breyta þessu, okkur körlum þessa samfélags. Nú skulum við karlar standa upp og taka ábyrgð á hver öðrum og segja stopp. Og eins og ég segi, það kostar ekki krónu, það er hreinlega ókeypis að standa með konunum okkar. Höfundur er lögreglufulltrúi og skipar 4. sæti á framboðslista VG í Suðvesturkjördæmi.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun