Náttúran og fullveldið – hvatning til stjórnmálaflokka Hilmar J. Malmquist skrifar 18. október 2017 07:00 Á næsta ári fagnar íslenska þjóðin 100 ára afmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands en með gildistöku sambandslaganna 1. desember 1918 varð Ísland frjálst og fullvalda ríki. Iðulega er litið á þennan áfanga sem einn þann merkasta í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Af þessu tilefni samþykkti Alþingi fyrir sléttu ári þingsályktun (nr. 70/145) um hvernig aldarafmælinu skuli fagnað. Að tillögunni stóðu formenn allra flokka sem sæti áttu á 145. þingi, þau Birgitta Jónsdóttir, Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir, Oddný G. Harðardóttir, Óttarr Proppé og Sigurður Ingi Jóhannsson. Ályktunin var samþykkt með 56 atkvæðum en sjö voru fjarstaddir. Í ályktun Alþingis er að finna tíu atriði um það hvernig fagna beri afmælinu og standa að því, og er áhersla lögð á menningu, tungu, náttúru og þátttöku landsmanna. Hvað náttúruna varðar er vikið að Náttúruminjasafni Íslands og þjóðgarðinum á Þingvöllum. Um Náttúruminjasafnið stendur: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að sjá til þess að í fjármálaáætlun til næstu fimm ára, sem lögð verður fyrir Alþingi vorið 2017, verði gert ráð fyrir uppbyggingu Náttúruminjasafns.“ Í greinargerð með tillögunni stendur um þetta atriði: „Mikilvægt er að koma á fót hér á landi slíkri byggingu er hýsi merkar náttúruminjar og tryggja Náttúruminjasafni með því aðstöðu til frambúðar.“Ekki staðið við ályktunina Skemmst er frá því að segja að ekki hefur verið staðið við þessa ályktun Alþingis. Því miður er hvergi í fjármálaáætlunum ríkisins, til eins, þriggja eða fimm ára, að finna stafkrók um uppbyggingu Náttúruminjasafns Íslands. Meðferðin á loforði Alþingis um Náttúruminjasafnið er undarleg í ljósi þess að öll hin níu atriðin sem tíunduð eru í þingsályktuninni hafa hlotið hljómgrunn og vinna við þau hafin á einn eða annan hátt. Málefni safnsins virðast enn gleymast. Nú fara í hönd alþingiskosningar og þá stendur jafnan ekki á loforðum stjórnmálamanna. Því er eðlilegt að spurt sé hvort formenn flokkanna sem stóðu að ályktuninni góðu, formenn Bjartrar framtíðar, Framsóknarflokks, Pírata, Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna, séu reiðubúnir að standa við loforðið um uppbyggingu Náttúruminjasafnsins? Og hver skyldi afstaða Flokks fólksins, Miðflokksins og Viðreisnar vera til þessa máls? Við stofnun lýðveldisins árið 1944 ákvað Alþingi að færa þjóðinni að gjöf húsnæði undir starfsemi Þjóðminjasafns Íslands, höfuðsafns þjóðarinnar á sviði menningarminja. Það var heillavænlegt skref fyrir land og þjóð. En árið 2018, mun Alþingi sem kosið verður 28. október standa við gefin loforð í tilefni af aldarafmæli fullveldisins og færa þjóðinni að gjöf húsnæði fyrir höfuðsafn sitt á sviði náttúrufræða? Það væri við hæfi og löngu tímabært. Höfum hugfast að náttúran leggur grunn að menningu okkar og lífi – Jörðin fæðir okkur og klæðir. Menningararfurinn byggir á gjöfulli náttúru. Sjálfstæði Íslands og höfuðatvinnuvegir byggja á beinni nýtingu náttúruauðlinda; fiskveiðum, sauðfjárbeit, beislun vatnsfalla og jarðvarma og ásýnd lands og náttúru í tengslum við ferðaþjónustu. Góð umgengni við náttúruna sem gagnast öllu samfélaginu og veitir gleði, hamingju og komandi kynslóðum tækifæri til að halda við lífinu á sjálfbæran hátt, grundvallast á virðingu, vísindalegri þekkingu og skilningi á náttúrunni og gangverki hennar. Það er hér sem kemur til kasta Náttúruminjasafnsins. Náttúruminjasafnið telst til grunnstoða menntakerfisins og meginhlutverk þess er að stunda rannsóknir á sérsviði sínu og miðla þekkingu og fróðleik um náttúru Íslands, náttúrusögu, nýtingu náttúruauðlinda og náttúruvernd með sýningahaldi, útgáfu og öðrum hætti. Nú er lag. Höfundur er forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Á næsta ári fagnar íslenska þjóðin 100 ára afmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands en með gildistöku sambandslaganna 1. desember 1918 varð Ísland frjálst og fullvalda ríki. Iðulega er litið á þennan áfanga sem einn þann merkasta í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Af þessu tilefni samþykkti Alþingi fyrir sléttu ári þingsályktun (nr. 70/145) um hvernig aldarafmælinu skuli fagnað. Að tillögunni stóðu formenn allra flokka sem sæti áttu á 145. þingi, þau Birgitta Jónsdóttir, Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir, Oddný G. Harðardóttir, Óttarr Proppé og Sigurður Ingi Jóhannsson. Ályktunin var samþykkt með 56 atkvæðum en sjö voru fjarstaddir. Í ályktun Alþingis er að finna tíu atriði um það hvernig fagna beri afmælinu og standa að því, og er áhersla lögð á menningu, tungu, náttúru og þátttöku landsmanna. Hvað náttúruna varðar er vikið að Náttúruminjasafni Íslands og þjóðgarðinum á Þingvöllum. Um Náttúruminjasafnið stendur: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að sjá til þess að í fjármálaáætlun til næstu fimm ára, sem lögð verður fyrir Alþingi vorið 2017, verði gert ráð fyrir uppbyggingu Náttúruminjasafns.“ Í greinargerð með tillögunni stendur um þetta atriði: „Mikilvægt er að koma á fót hér á landi slíkri byggingu er hýsi merkar náttúruminjar og tryggja Náttúruminjasafni með því aðstöðu til frambúðar.“Ekki staðið við ályktunina Skemmst er frá því að segja að ekki hefur verið staðið við þessa ályktun Alþingis. Því miður er hvergi í fjármálaáætlunum ríkisins, til eins, þriggja eða fimm ára, að finna stafkrók um uppbyggingu Náttúruminjasafns Íslands. Meðferðin á loforði Alþingis um Náttúruminjasafnið er undarleg í ljósi þess að öll hin níu atriðin sem tíunduð eru í þingsályktuninni hafa hlotið hljómgrunn og vinna við þau hafin á einn eða annan hátt. Málefni safnsins virðast enn gleymast. Nú fara í hönd alþingiskosningar og þá stendur jafnan ekki á loforðum stjórnmálamanna. Því er eðlilegt að spurt sé hvort formenn flokkanna sem stóðu að ályktuninni góðu, formenn Bjartrar framtíðar, Framsóknarflokks, Pírata, Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna, séu reiðubúnir að standa við loforðið um uppbyggingu Náttúruminjasafnsins? Og hver skyldi afstaða Flokks fólksins, Miðflokksins og Viðreisnar vera til þessa máls? Við stofnun lýðveldisins árið 1944 ákvað Alþingi að færa þjóðinni að gjöf húsnæði undir starfsemi Þjóðminjasafns Íslands, höfuðsafns þjóðarinnar á sviði menningarminja. Það var heillavænlegt skref fyrir land og þjóð. En árið 2018, mun Alþingi sem kosið verður 28. október standa við gefin loforð í tilefni af aldarafmæli fullveldisins og færa þjóðinni að gjöf húsnæði fyrir höfuðsafn sitt á sviði náttúrufræða? Það væri við hæfi og löngu tímabært. Höfum hugfast að náttúran leggur grunn að menningu okkar og lífi – Jörðin fæðir okkur og klæðir. Menningararfurinn byggir á gjöfulli náttúru. Sjálfstæði Íslands og höfuðatvinnuvegir byggja á beinni nýtingu náttúruauðlinda; fiskveiðum, sauðfjárbeit, beislun vatnsfalla og jarðvarma og ásýnd lands og náttúru í tengslum við ferðaþjónustu. Góð umgengni við náttúruna sem gagnast öllu samfélaginu og veitir gleði, hamingju og komandi kynslóðum tækifæri til að halda við lífinu á sjálfbæran hátt, grundvallast á virðingu, vísindalegri þekkingu og skilningi á náttúrunni og gangverki hennar. Það er hér sem kemur til kasta Náttúruminjasafnsins. Náttúruminjasafnið telst til grunnstoða menntakerfisins og meginhlutverk þess er að stunda rannsóknir á sérsviði sínu og miðla þekkingu og fróðleik um náttúru Íslands, náttúrusögu, nýtingu náttúruauðlinda og náttúruvernd með sýningahaldi, útgáfu og öðrum hætti. Nú er lag. Höfundur er forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun