Dýrkeypt þróun í heilbrigðismálum Gunnar Alexander Ólafsson og Ólafur Ólafsson skrifar 19. október 2017 07:00 Undanfarið hefur verið gagnrýnt á opinberum vettvangi, m.a. af Kára Stefánssyni og undirrituðum, að íslensk stjórnvöld verji minna til heilbrigðismála en önnur lönd, sérstaklega Norðurlönd. Undirritaðir hafa bent á að árið 2003 varði Ísland mest til heilbrigðismála (10,1%) af Norðurlöndum m.v. verga landsframleiðslu. Síðan þá hefur þróunin snúist við og árið 2015 varði Ísland minnst til heilbrigðismála af VLF meðal Norðurlanda (8,7%). Þegar þróun á útgjöldum til heilbrigðismála á Norðurlöndum er reiknuð í Bandaríkjadölum á svonefndu jafnvirðisgengi (Purchasing Power Parity-PPP), kemur í ljós að frá árinu 2000 hefur þessi aukning verið lægst á Íslandi. Ísland hefur aukið útgjöld sín til heilbrigðismála um 54% frá árinu 2000 til 2015 á meðan hin norrænu ríkin hafa aukið útgjöldin á bilinu 117% til 140%. Eins og taflan sýnir voru útgjöldin á Íslandi næst hæst árið 2000 mælt í PPP, en næst lægst árið 2015 (heimild: Talnagrunnur OECD). Ólafur Ólafsson, læknir Öllu alvarlegra er að þessi þróun virðist einnig fela í sér að heilbrigðisþjónustu á Íslandi hefur hrakað. Dánartíðni helstu sjúkdóma, m.a. kransæða- og æðasjúkdóma, hefur farið lækkandi í vestrænum ríkjum allt frá 1960 og ekki síst á Íslandi. Við nánari athugun kemur í ljós að dánartíðni í þessum sjúkdómum hefur frá 1990 lækkað marktækt minna á Íslandi (40%) en meðal hinna Norðurlandaþjóðanna (60%). Þessi alvarlega þróun útgjalda til heilbrigðisþjónustu á Íslandi hefur leitt til hrakandi gæða, skorts á fagfólki, vöntun á fjárfestingum í nýjum byggingum og tækjum, ásamt því að innleiðing á nýjum meðferðum og lyfjum hefur setið á hakanum. Að auki greiða Íslendingar meira úr eigin vasa fyrir heilbrigðisþjónustu en íbúar annarra norrænna ríkja. Rauntölur um heilbrigðisútgjöld sýna að ekki hefur verið veitt meira til heilbrigðisþjónustu, hvort sem mælt er í PPP eða sem hlutfall af VLF, þrátt fyrir orðaflaum ráðherra um annað. Sú aukning á fjármunum sem ráðamenn staðhæfa að hafi runnið til heilbrigðisþjónustu hefur runnið nær eingöngu til að mæta launahækkunum. Við eigum langt í land þegar kemur að því að ná sambærilegri stöðu í heilbrigðismálum og ríkir í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Það er mat okkar að við verðum sem þjóð að bretta upp ermar og gera stórátak til að auka hlut heilbrigðisþjónustu í VLF og þar með aukum við gæði í heilbrigðisþjónustunni. Við tökum undir áskorun Kára Stefánssonar um að 11% af VLF eigi að renna til heilbrigðisþjónustunnar. Við erum handvissir um að Íslendingar séu tilbúnir til að að takast á við þá áskorun. Gunnar Alexander Ólafsson er heilsuhagfræðingur.Ólafur Ólafsson er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Gunnar Alexander Ólafsson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið gagnrýnt á opinberum vettvangi, m.a. af Kára Stefánssyni og undirrituðum, að íslensk stjórnvöld verji minna til heilbrigðismála en önnur lönd, sérstaklega Norðurlönd. Undirritaðir hafa bent á að árið 2003 varði Ísland mest til heilbrigðismála (10,1%) af Norðurlöndum m.v. verga landsframleiðslu. Síðan þá hefur þróunin snúist við og árið 2015 varði Ísland minnst til heilbrigðismála af VLF meðal Norðurlanda (8,7%). Þegar þróun á útgjöldum til heilbrigðismála á Norðurlöndum er reiknuð í Bandaríkjadölum á svonefndu jafnvirðisgengi (Purchasing Power Parity-PPP), kemur í ljós að frá árinu 2000 hefur þessi aukning verið lægst á Íslandi. Ísland hefur aukið útgjöld sín til heilbrigðismála um 54% frá árinu 2000 til 2015 á meðan hin norrænu ríkin hafa aukið útgjöldin á bilinu 117% til 140%. Eins og taflan sýnir voru útgjöldin á Íslandi næst hæst árið 2000 mælt í PPP, en næst lægst árið 2015 (heimild: Talnagrunnur OECD). Ólafur Ólafsson, læknir Öllu alvarlegra er að þessi þróun virðist einnig fela í sér að heilbrigðisþjónustu á Íslandi hefur hrakað. Dánartíðni helstu sjúkdóma, m.a. kransæða- og æðasjúkdóma, hefur farið lækkandi í vestrænum ríkjum allt frá 1960 og ekki síst á Íslandi. Við nánari athugun kemur í ljós að dánartíðni í þessum sjúkdómum hefur frá 1990 lækkað marktækt minna á Íslandi (40%) en meðal hinna Norðurlandaþjóðanna (60%). Þessi alvarlega þróun útgjalda til heilbrigðisþjónustu á Íslandi hefur leitt til hrakandi gæða, skorts á fagfólki, vöntun á fjárfestingum í nýjum byggingum og tækjum, ásamt því að innleiðing á nýjum meðferðum og lyfjum hefur setið á hakanum. Að auki greiða Íslendingar meira úr eigin vasa fyrir heilbrigðisþjónustu en íbúar annarra norrænna ríkja. Rauntölur um heilbrigðisútgjöld sýna að ekki hefur verið veitt meira til heilbrigðisþjónustu, hvort sem mælt er í PPP eða sem hlutfall af VLF, þrátt fyrir orðaflaum ráðherra um annað. Sú aukning á fjármunum sem ráðamenn staðhæfa að hafi runnið til heilbrigðisþjónustu hefur runnið nær eingöngu til að mæta launahækkunum. Við eigum langt í land þegar kemur að því að ná sambærilegri stöðu í heilbrigðismálum og ríkir í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Það er mat okkar að við verðum sem þjóð að bretta upp ermar og gera stórátak til að auka hlut heilbrigðisþjónustu í VLF og þar með aukum við gæði í heilbrigðisþjónustunni. Við tökum undir áskorun Kára Stefánssonar um að 11% af VLF eigi að renna til heilbrigðisþjónustunnar. Við erum handvissir um að Íslendingar séu tilbúnir til að að takast á við þá áskorun. Gunnar Alexander Ólafsson er heilsuhagfræðingur.Ólafur Ólafsson er læknir.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun