Freyja fær ekki að vera fósturforeldri og stefnir Barnaverndarstofu Sveinn Arnarsson skrifar 19. október 2017 05:00 Freyja segir að markmiðið með ráðstefnunni hafi verið að taka umræðuna á annað plan. Vísir/GVA Freyja Haraldsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður Bjartrar framtíðar og baráttukona fyrir bættum réttindum fatlaðs fólks, hefur stefnt Barnaverndarstofu vegna ákvörðunar stofnunarinnar um að neita henni um að gerast fósturforeldri. Freyja telur brotið á mannréttindum sínum. „Hún óskaði þess að gerast fósturforeldri en því var hafnað af Barnaverndarstofu. Þeirri synjun var skotið til úrskurðarnefndar velferðarmála sem staðfesti síðan synjun Barnaverndarstofu,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Freyja var varaþingmaður fyrir Bjarta framtíð árin 2013-2016 og lagði fram frumvarp árið 2015 um bann við mismunun og réttindi fatlaðs fólks. Einnig barðist hún fyrir innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar fyrir fatlað fólk. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu.vísir/valliBragi segist ekki geta rætt ástæður þess að Barnaverndarstofa synjaði ósk Freyju. „Hins vegar tel ég líklegt að þessar málsástæður Barnaverndarstofu komi allar fram við meðferð málsins fyrir dómstólum. Þá geta menn lagt mat á þetta. Mér er ekki heimilt að greina frá ástæðum sem lúta að persónulegum þáttum einstaklinga sem varða mál á okkar borðum.“ Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk er rætt um réttindi fatlaðra til fjölskyldulífs. Aðildarríki skulu gera ráðstafanir til að uppræta mismunun gagnvart fötluðu fólki í öllum málum sem lúta að fjölskyldu og foreldrahlutverki á sama hátt og gildir um aðra. Einnig mun jafnræðisregla stjórnarskrárinnar líka verða tekin til skoðunar við meðferð þessa máls. Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður Freyju, segir málið snúast að miklu leyti um réttlæti og jafna stöðu borgaranna. „Við viljum ekki tjá okkur um málið á þessu stigi að öðru leyti en því að í hnotskurn snýst þetta um það hvort fatlað fólk fái sömu meðferð og sama umsagnarferli og ófatlað fólk,“ segir Sigrún Ingibjörg. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
Freyja Haraldsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður Bjartrar framtíðar og baráttukona fyrir bættum réttindum fatlaðs fólks, hefur stefnt Barnaverndarstofu vegna ákvörðunar stofnunarinnar um að neita henni um að gerast fósturforeldri. Freyja telur brotið á mannréttindum sínum. „Hún óskaði þess að gerast fósturforeldri en því var hafnað af Barnaverndarstofu. Þeirri synjun var skotið til úrskurðarnefndar velferðarmála sem staðfesti síðan synjun Barnaverndarstofu,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Freyja var varaþingmaður fyrir Bjarta framtíð árin 2013-2016 og lagði fram frumvarp árið 2015 um bann við mismunun og réttindi fatlaðs fólks. Einnig barðist hún fyrir innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar fyrir fatlað fólk. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu.vísir/valliBragi segist ekki geta rætt ástæður þess að Barnaverndarstofa synjaði ósk Freyju. „Hins vegar tel ég líklegt að þessar málsástæður Barnaverndarstofu komi allar fram við meðferð málsins fyrir dómstólum. Þá geta menn lagt mat á þetta. Mér er ekki heimilt að greina frá ástæðum sem lúta að persónulegum þáttum einstaklinga sem varða mál á okkar borðum.“ Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk er rætt um réttindi fatlaðra til fjölskyldulífs. Aðildarríki skulu gera ráðstafanir til að uppræta mismunun gagnvart fötluðu fólki í öllum málum sem lúta að fjölskyldu og foreldrahlutverki á sama hátt og gildir um aðra. Einnig mun jafnræðisregla stjórnarskrárinnar líka verða tekin til skoðunar við meðferð þessa máls. Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður Freyju, segir málið snúast að miklu leyti um réttlæti og jafna stöðu borgaranna. „Við viljum ekki tjá okkur um málið á þessu stigi að öðru leyti en því að í hnotskurn snýst þetta um það hvort fatlað fólk fái sömu meðferð og sama umsagnarferli og ófatlað fólk,“ segir Sigrún Ingibjörg.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira