Var byrlað nauðgunarlyf: Vísað út af dyraverði Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 1. október 2017 19:00 Síðasta föstudagskvöld fór Hrund Snorradóttir á bar með vinkonu sinni eftir matarboð sem þær voru í. „Og ég fer á barinn og sæki drykki handa okkur. Ég veit ekki hvort það hafi eitthvað að segja en ég fer tvær ferðir frá barnum að borðinu okkar. Hálftíma síðar er ég farin að æla óstjórnlega.“ Hrund vissi strax að eitthvað undarlegt væri á seyði en fyrir utan óstjórnleg uppköst var hún svo máttlaus að hún gat ekki staðið upp og taugakerfið hrundi svo hún grét háum hljóðum. Þá kemur dyravörður að henni „Sem segir að ég geti ekki bara setið þarna og ælt í bjórglös fyrir framan aðra gesti og vísar mér út. Það er á þeim tímapunkti sem ég bið um að það sé hringt á sjúkrabíl því ég get ekki staðið upp.“ Hrund segir alvarlegt að fólk sé strax dæmt ofurölvi og fái ekki að njóta vafans. „Og þótt þetta hefði verið ofurölvun, þá hvað? Er manni bara sópað út og skilinn eftir? Ber þeim ekki skylda að koma manni í öruggar hendur? Hverjir eru verkferlarnir þegar svona er?“Viðmót lögreglu kalt Hrund missti meðvitund, líkamshitinn lækkaði, hún fékk krampa og mikinn hjartslátt. Læknar gátu ekki greint eitrunina en sögðu einkennin svo sterk og áfengismagnið það lítið að allar líkur væru á lyfjabyrlun. Nú tveimur dögum síðar er Hrund enn að ná fullri heilsu. „Andlega er ég bara reið. Ég vil að það sé vakin athygli á þessu, að starfsfólk skemmtistaða þekki einkennin og bregðist rétt við þeim.“ Hrund gagnrýnir einnig vinnubrögð lögreglu, sem tók á móti henni í sjúkrabílnum. Hún man þó ekki eftir því sjálf en vinkona hennar var með henni og hefur sagt henni frá atburðarásinni. „Vinkona mín segir að við hefðum mætt mjög miklum kulda. Eins og okkur væri ekki trúað, lögregla skráði þetta ekki og fylgdi því ekki á eftir. Mér finnst það mjög alvarlegt mál.“ Eins bendir Hrund á að ef miðaldra karlmaður kæmi með sömu einkenni og hún á spítala væri hjartað athugað undir eins. Hún var spurð um annað. „Það var látið við mig eins og ég væri hysterísk, spurt hvernig ég væri andlega, og hvort þetta gæti verið ælupest," segir Hrund.Ekki vitað um fjölda tilfella Vegna þess hve erfitt er að greina lyfjabyrlun er ekki hægt að fá staðfestar tölur um fjölda þeirra sem leita til Bráðamóttökunnar vegna slíkra mála. Samkvæmt upplýsingum frá yfirlækni Bráðamóttökunnar ætlar spítalinn aftur á móti í samstarf við lögreglu og gera ítarlegri greiningar á atvikum þar sem grunur leikur á um lyfjabyrlun, svo hægt sé að fá hugmynd um tíðni atvika. Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Sjá meira
Síðasta föstudagskvöld fór Hrund Snorradóttir á bar með vinkonu sinni eftir matarboð sem þær voru í. „Og ég fer á barinn og sæki drykki handa okkur. Ég veit ekki hvort það hafi eitthvað að segja en ég fer tvær ferðir frá barnum að borðinu okkar. Hálftíma síðar er ég farin að æla óstjórnlega.“ Hrund vissi strax að eitthvað undarlegt væri á seyði en fyrir utan óstjórnleg uppköst var hún svo máttlaus að hún gat ekki staðið upp og taugakerfið hrundi svo hún grét háum hljóðum. Þá kemur dyravörður að henni „Sem segir að ég geti ekki bara setið þarna og ælt í bjórglös fyrir framan aðra gesti og vísar mér út. Það er á þeim tímapunkti sem ég bið um að það sé hringt á sjúkrabíl því ég get ekki staðið upp.“ Hrund segir alvarlegt að fólk sé strax dæmt ofurölvi og fái ekki að njóta vafans. „Og þótt þetta hefði verið ofurölvun, þá hvað? Er manni bara sópað út og skilinn eftir? Ber þeim ekki skylda að koma manni í öruggar hendur? Hverjir eru verkferlarnir þegar svona er?“Viðmót lögreglu kalt Hrund missti meðvitund, líkamshitinn lækkaði, hún fékk krampa og mikinn hjartslátt. Læknar gátu ekki greint eitrunina en sögðu einkennin svo sterk og áfengismagnið það lítið að allar líkur væru á lyfjabyrlun. Nú tveimur dögum síðar er Hrund enn að ná fullri heilsu. „Andlega er ég bara reið. Ég vil að það sé vakin athygli á þessu, að starfsfólk skemmtistaða þekki einkennin og bregðist rétt við þeim.“ Hrund gagnrýnir einnig vinnubrögð lögreglu, sem tók á móti henni í sjúkrabílnum. Hún man þó ekki eftir því sjálf en vinkona hennar var með henni og hefur sagt henni frá atburðarásinni. „Vinkona mín segir að við hefðum mætt mjög miklum kulda. Eins og okkur væri ekki trúað, lögregla skráði þetta ekki og fylgdi því ekki á eftir. Mér finnst það mjög alvarlegt mál.“ Eins bendir Hrund á að ef miðaldra karlmaður kæmi með sömu einkenni og hún á spítala væri hjartað athugað undir eins. Hún var spurð um annað. „Það var látið við mig eins og ég væri hysterísk, spurt hvernig ég væri andlega, og hvort þetta gæti verið ælupest," segir Hrund.Ekki vitað um fjölda tilfella Vegna þess hve erfitt er að greina lyfjabyrlun er ekki hægt að fá staðfestar tölur um fjölda þeirra sem leita til Bráðamóttökunnar vegna slíkra mála. Samkvæmt upplýsingum frá yfirlækni Bráðamóttökunnar ætlar spítalinn aftur á móti í samstarf við lögreglu og gera ítarlegri greiningar á atvikum þar sem grunur leikur á um lyfjabyrlun, svo hægt sé að fá hugmynd um tíðni atvika.
Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Sjá meira