Það er komið nóg Oddný G. Harðardóttir skrifar 2. október 2017 06:00 Við vitum öll hvað varð tveimur síðustu ríkisstjórnum að falli. Panamaskjölin og Wintrishneykslið sýndu almenningi inn í heim forréttindastéttar þar sem svik og undirferli, skattaundanskot og vafasöm fjármálaumsýsla þykja eðlileg og daglegt brauð. „Það getur verið erfitt að eiga peninga“, sagði maðurinn sem var að reyna að réttlæta ósómann. Hin síðari féll á leyndarhyggju og margítrekuðum tilraunum til yfirhylmingar óþægilegra staðreynda, jafnvel þótt þær upplýsingar væru nauðsynlegar í bataferli barna og fjölskyldna sem orðið höfðu fyrir óbærilegri lífsreynslu. Traust til beggja ríkisstjórnanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks annars vegar og Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hins vegar, var í algeru lágmarki þegar þær þurftu að taka pokann sinn. En var það eingöngu vegna þessara tveggja hneykslismála? Ég held ekki. Traustið var horfið þá þegar vegna langrar slóðar svikinna kosningaloforða. Við í Samfylkingunni viljum að eftir kosningar verði fyrst ráðist í að leysa þann bráðavanda sem blasir við og gera langtímaáætlanir um betra velferðarsamfélag. Taka á húsnæðisvandanum, efla gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu í opinberum rekstri, bæta kjör þeirra sem verst eru settir, styrkja menntakerfið til að taka við nýjum áskorunum ásamt því að laga vegi, efla lögregluna, gera réttlátar breytingar á skattkerfinu, auka stuðning við ungt fólk og barnafjölskyldur og setja sanngjarna auðlindastefnu. Ljúka heildarendurskoðun á stjórnarskrá, virða þjóðaratkvæðagreiðslur, vinna gegn spillingu og efla traust og gagnsæi. Þetta er allt hægt og við höfum efni á því. Í stuttu máli ætti næsta ríkisstjórn að sameinast um góða efnahagsstjórn og öflugra velferðarkerfi. Miklu sterkara opinbert heilbrigðiskerfi, framsækna skóla fyrir alla ásamt mannsæmandi kjörum aldraðra og öryrkja og vinnumarkaði sem tryggir réttindi og jafnrétti. Það þarf ríkisstjórn sem vinnur raunverulega að almannahag. Þó að hér hafi verið samsteypustjórnir þá hefur í þeim ávallt verið tryggt að sérhagsmunaöflin sem reka stjórnmálaaflið sem kallast Sjálfstæðisflokkur fari sínu fram og ráðskist með innviði samfélagsins að vild. Það er mál að linni.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Við vitum öll hvað varð tveimur síðustu ríkisstjórnum að falli. Panamaskjölin og Wintrishneykslið sýndu almenningi inn í heim forréttindastéttar þar sem svik og undirferli, skattaundanskot og vafasöm fjármálaumsýsla þykja eðlileg og daglegt brauð. „Það getur verið erfitt að eiga peninga“, sagði maðurinn sem var að reyna að réttlæta ósómann. Hin síðari féll á leyndarhyggju og margítrekuðum tilraunum til yfirhylmingar óþægilegra staðreynda, jafnvel þótt þær upplýsingar væru nauðsynlegar í bataferli barna og fjölskyldna sem orðið höfðu fyrir óbærilegri lífsreynslu. Traust til beggja ríkisstjórnanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks annars vegar og Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hins vegar, var í algeru lágmarki þegar þær þurftu að taka pokann sinn. En var það eingöngu vegna þessara tveggja hneykslismála? Ég held ekki. Traustið var horfið þá þegar vegna langrar slóðar svikinna kosningaloforða. Við í Samfylkingunni viljum að eftir kosningar verði fyrst ráðist í að leysa þann bráðavanda sem blasir við og gera langtímaáætlanir um betra velferðarsamfélag. Taka á húsnæðisvandanum, efla gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu í opinberum rekstri, bæta kjör þeirra sem verst eru settir, styrkja menntakerfið til að taka við nýjum áskorunum ásamt því að laga vegi, efla lögregluna, gera réttlátar breytingar á skattkerfinu, auka stuðning við ungt fólk og barnafjölskyldur og setja sanngjarna auðlindastefnu. Ljúka heildarendurskoðun á stjórnarskrá, virða þjóðaratkvæðagreiðslur, vinna gegn spillingu og efla traust og gagnsæi. Þetta er allt hægt og við höfum efni á því. Í stuttu máli ætti næsta ríkisstjórn að sameinast um góða efnahagsstjórn og öflugra velferðarkerfi. Miklu sterkara opinbert heilbrigðiskerfi, framsækna skóla fyrir alla ásamt mannsæmandi kjörum aldraðra og öryrkja og vinnumarkaði sem tryggir réttindi og jafnrétti. Það þarf ríkisstjórn sem vinnur raunverulega að almannahag. Þó að hér hafi verið samsteypustjórnir þá hefur í þeim ávallt verið tryggt að sérhagsmunaöflin sem reka stjórnmálaaflið sem kallast Sjálfstæðisflokkur fari sínu fram og ráðskist með innviði samfélagsins að vild. Það er mál að linni.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar