Enginn vill tilnefna fulltrúa neytenda í verðlagsnefnd búvara Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. október 2017 06:00 Forystumenn launþega og neytenda hafa ekki áhuga á að eiga fulltrúa í verðlagsnefnd Búvara. mynd/lárus karl ingason Velferðarráðherra skipaði Þórólf Matthíasson hagfræðiprófessor og Dóru Siv Tynes í verðlagsnefnd búvöru í stað fulltrúa neytenda sem enginn vill tilnefna. Samkvæmt búvörulögum eiga ASÍ og BSRB að tilnefna sinn fulltrúann hvort. Hvorug samtakanna nýttu sér réttinn og féll það í skaut velferðarráðherra að tilnefna í þeirra stað. „ASÍ krafðist þess fyrir tveimur árum að þessi nefnd yrði lögð niður, enda væri starfsemi hennar tóm vitleysa,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, og segir ASÍ ekki vilja ábyrgð á þessu kerfi. Greinin eigi að falla undir samkeppnislög eins og aðrar atvinnugreinar. „BSRB og ASÍ hættu að tilnefna fulltrúa í verðlagsnefnd þegar mjólkurframleiðendur ályktuðu á aðalfundi að gera breytingar á verðlagsnefndinni og ákveða sjálfir hvernig þeir verðlegðu sínar vörur,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB. „Við verðum bara að treysta því að þarna séu neytendur inni því allir eru neytendur búvara,“ segir Elín, aðspurð hvort hún telji ekki slæmt að neytendur eigi ekki lengur fulltrúa í nefndinni. Neytendasamtökin eiga ekki tilnefningarrétt í nefndina og hafa ekki sóst eftir því að sögn Brynhildar Pétursdóttur, framkvæmdastjóra samtakanna. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að nefndin vinnur eftir fyrirfram gefnum forsendum sem nefndarmenn hafa lítið um að segja.“ Neytendasamtökin hafi oft hafa gagnrýnt landbúnaðarkerfið því ekki sé nægilegt tillit tekið til hagsmuna neytenda. Aðalhagfræðingur Viðskiptaráðs er nýskipaður formaður nefndarinnar, en Viðskiptaráð hefur gagnrýnt landbúnaðarkerfið harðlega á svipuðum forsendum og ASÍ, BSRB og Neytendasamtökin. Ólíkt samtökum launafólks og neytenda fagnar Viðskiptaráð hins vegar fjölbreyttri samsetningu nefndarinnar, að sögn Katrínar Olgu Jóhannesdóttur, formanns Viðskiptaráðs. Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Neytendur Tengdar fréttir Gunnar Bragi og Sigmundur æfir vegna skipunar Þórólfs í verðlagsnefnd Tala um skipan Þórólfs sem stríðsyfirlýsingu við bændur og landsbyggðina. 3. október 2017 16:29 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Velferðarráðherra skipaði Þórólf Matthíasson hagfræðiprófessor og Dóru Siv Tynes í verðlagsnefnd búvöru í stað fulltrúa neytenda sem enginn vill tilnefna. Samkvæmt búvörulögum eiga ASÍ og BSRB að tilnefna sinn fulltrúann hvort. Hvorug samtakanna nýttu sér réttinn og féll það í skaut velferðarráðherra að tilnefna í þeirra stað. „ASÍ krafðist þess fyrir tveimur árum að þessi nefnd yrði lögð niður, enda væri starfsemi hennar tóm vitleysa,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, og segir ASÍ ekki vilja ábyrgð á þessu kerfi. Greinin eigi að falla undir samkeppnislög eins og aðrar atvinnugreinar. „BSRB og ASÍ hættu að tilnefna fulltrúa í verðlagsnefnd þegar mjólkurframleiðendur ályktuðu á aðalfundi að gera breytingar á verðlagsnefndinni og ákveða sjálfir hvernig þeir verðlegðu sínar vörur,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB. „Við verðum bara að treysta því að þarna séu neytendur inni því allir eru neytendur búvara,“ segir Elín, aðspurð hvort hún telji ekki slæmt að neytendur eigi ekki lengur fulltrúa í nefndinni. Neytendasamtökin eiga ekki tilnefningarrétt í nefndina og hafa ekki sóst eftir því að sögn Brynhildar Pétursdóttur, framkvæmdastjóra samtakanna. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að nefndin vinnur eftir fyrirfram gefnum forsendum sem nefndarmenn hafa lítið um að segja.“ Neytendasamtökin hafi oft hafa gagnrýnt landbúnaðarkerfið því ekki sé nægilegt tillit tekið til hagsmuna neytenda. Aðalhagfræðingur Viðskiptaráðs er nýskipaður formaður nefndarinnar, en Viðskiptaráð hefur gagnrýnt landbúnaðarkerfið harðlega á svipuðum forsendum og ASÍ, BSRB og Neytendasamtökin. Ólíkt samtökum launafólks og neytenda fagnar Viðskiptaráð hins vegar fjölbreyttri samsetningu nefndarinnar, að sögn Katrínar Olgu Jóhannesdóttur, formanns Viðskiptaráðs.
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Neytendur Tengdar fréttir Gunnar Bragi og Sigmundur æfir vegna skipunar Þórólfs í verðlagsnefnd Tala um skipan Þórólfs sem stríðsyfirlýsingu við bændur og landsbyggðina. 3. október 2017 16:29 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Gunnar Bragi og Sigmundur æfir vegna skipunar Þórólfs í verðlagsnefnd Tala um skipan Þórólfs sem stríðsyfirlýsingu við bændur og landsbyggðina. 3. október 2017 16:29