Elísabet Siemsen skipuð í embætti rektors MR Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. október 2017 15:27 Menntaskólinn í Reykjavík á busadegi. Vísir/stefán Kristján Þór Júlíusson, mennta-og menningarmálaráðherra, hefur skipað Elísabetu Siemsen í stöðu rektors Menntaskólans í Reykjavík til fimm ára frá og með 1. nóvember 2017. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta-og menningarmálaráðuneytisins. Þar segir jafnframt að Ólafur H. Sigurjónsson verði áfram í starfi skólameistara Fjölbrautaskólans við Ármúla. Níu umsóknir bárust um embætti rektors MR og að fenginni umsögn skólanefndar ákvað ráðherra að skipa Elísabetu Siemsen í embætti rektors skólans. Skólanefndin hafði í umsögn sinni mælt með henni í starfið. Elísabet Siemsen hefur M.Paed. í þýsku frá Háskóla Íslands (2004), kennslufræði til kennsluréttinda frá Háskóla Íslands (1985), framhaldsnám í þýsku, samanburðarmálfræði (þýs-dan) og merkingarfræði Nordisk og tysk fakultet frá Kaupmannahafnarháskóla (1982), BA-próf í þýsku og íslensku frá Háskóla Íslands (1978). Elísabet hefur rúmlega þriggja áratuga kennslureynslu á framhaldsskólastigi og hefur meðal annars sinnt starfi kennara, deildarstjóra, kennslustjóra, forvarnafulltrúa, áfangastjóra, aðstoðarskólameistara og sem skólameistari í fjarveru skipaðs skólameistara. Frá árinu 2005 hefur hún starfað óslitið við stjórnunarteymi Fjölbrautaskólans í Garðabæ og sótt sér reglulega menntun í stjórnun frá þeim tíma. Þá varð ráðherrann við áskorun skólanefndar og starfsfólks Fjölbrautaskólans við Ármúla þar sem óskað var eindregið eftir því að ráðningu nýs skólameistara yrði frestað til loka skólaárs. Tímabundin setning Ólafs H. Sigurjónssonar í starf skólameistara FÁ hefur verið framlengd til 31. júlí 2018. Ráðherra hefur tekið ákvörðun um að hætta við ráðningu í embætti skólameistara Fjölbrautskólans við Ármúla að svo stöddu. Ráðningar Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, mennta-og menningarmálaráðherra, hefur skipað Elísabetu Siemsen í stöðu rektors Menntaskólans í Reykjavík til fimm ára frá og með 1. nóvember 2017. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta-og menningarmálaráðuneytisins. Þar segir jafnframt að Ólafur H. Sigurjónsson verði áfram í starfi skólameistara Fjölbrautaskólans við Ármúla. Níu umsóknir bárust um embætti rektors MR og að fenginni umsögn skólanefndar ákvað ráðherra að skipa Elísabetu Siemsen í embætti rektors skólans. Skólanefndin hafði í umsögn sinni mælt með henni í starfið. Elísabet Siemsen hefur M.Paed. í þýsku frá Háskóla Íslands (2004), kennslufræði til kennsluréttinda frá Háskóla Íslands (1985), framhaldsnám í þýsku, samanburðarmálfræði (þýs-dan) og merkingarfræði Nordisk og tysk fakultet frá Kaupmannahafnarháskóla (1982), BA-próf í þýsku og íslensku frá Háskóla Íslands (1978). Elísabet hefur rúmlega þriggja áratuga kennslureynslu á framhaldsskólastigi og hefur meðal annars sinnt starfi kennara, deildarstjóra, kennslustjóra, forvarnafulltrúa, áfangastjóra, aðstoðarskólameistara og sem skólameistari í fjarveru skipaðs skólameistara. Frá árinu 2005 hefur hún starfað óslitið við stjórnunarteymi Fjölbrautaskólans í Garðabæ og sótt sér reglulega menntun í stjórnun frá þeim tíma. Þá varð ráðherrann við áskorun skólanefndar og starfsfólks Fjölbrautaskólans við Ármúla þar sem óskað var eindregið eftir því að ráðningu nýs skólameistara yrði frestað til loka skólaárs. Tímabundin setning Ólafs H. Sigurjónssonar í starf skólameistara FÁ hefur verið framlengd til 31. júlí 2018. Ráðherra hefur tekið ákvörðun um að hætta við ráðningu í embætti skólameistara Fjölbrautskólans við Ármúla að svo stöddu.
Ráðningar Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira