Demetrious Johnson með sögulegan sigur Pétur Marinó Jónsson skrifar 8. október 2017 06:09 Demetrious Johnson klárar Ray Borg í 5. lotu. Vísir/Getty UFC 216 fór fram í nótt í Las Vegas. Demetrious Johnson átti enn eina frábæru frammistöðuna og Tony Ferguson nældi sér í belti. Tony Ferguson mætti Kevin Lee í aðalbardaga kvöldsins á UFC 216 í nótt. Barist var upp á bráðabirgðarbelti UFC í léttvigtinni. Conor McGregor er ríkjandi léttvigtarmeistari UFC en þar sem hann er fjarri góðu gamni bjó UFC til svo kallaðan bráðabirgðartitil. Bardaginn byrjaði fjörlega og átti Kevin Lee frábæra fyrstu lotu. Það fjaraði síðan undan hjá honum og tók Tony Ferguson yfir bardagann þegar leið á. Kevin Lee, sem þekktur er fyrir góðar fellur, tók Ferguson niður í 3. lotu. Ferguson ógnaði vel af bakinu og náði Lee „triangle“ hengingu þegar tæp mínúta var eftir af 3. lotunni. Lee neyddist til þess að gefast upp og fagnaði Ferguson vel og innilega. Frábær sigur hjá Ferguson sem skoraði á léttvigtarmeistarann Conor McGregor að mæta sér eða láta beltið sitt af hendi. Kevin Lee var afar svekktur að leikslokum og sagði hann að niðurskurðurinn fyrir bardagann hefði verið erfiður. Hann hrósaði þó Ferguson í hástert eftir bardagann en mun hugsanlega fara upp í veltivigt í náinni framtíð. Þess má geta að Kevin Lee vigtaði sig inn 70 kg á föstudegi en var 84 kg í bardaganum í nótt að eigin sögn. Demetrious Johnson átti enn eina mögnuðu frammistöðuna þegar hann sigraði Ray Borg í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Johnson stjórnaði bardaganum frá upphafi til enda og náði Borg í eitt glæsilegasta uppgjafartak ársins í 5. lotu. Johnson lyfti Borg hátt til lofts og fleygði honum niður en á leiðinni niður nældi hann í höndina og kláraði með armlás. Þetta var sögulegur sigur Demetrious Johnson enda hans 11. titilvörn í UFC en það er met í bardagasamtökunum. Fluguvigtarmeistarinn hefur nú klárað sjö af ellefu titilbardögum sínum og er einfaldlega besti bardagamaður heims í dag. UFC 216 var ansi skemmtilegt kvöld en öll önnur úrslit má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Kevin Lee og Tony Ferguson berjast um lottómiðann stóra Á meðan Conor McGregor er fjarri góðu gamni þarf lífið að halda áfram í léttvigtinni. Í kvöld verður barist um bráðabirgðartitilinn í léttvigtinni og mun Conor McGregor fylgjast grannt með. 7. október 2017 07:00 Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Fleiri fréttir Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sjá meira
UFC 216 fór fram í nótt í Las Vegas. Demetrious Johnson átti enn eina frábæru frammistöðuna og Tony Ferguson nældi sér í belti. Tony Ferguson mætti Kevin Lee í aðalbardaga kvöldsins á UFC 216 í nótt. Barist var upp á bráðabirgðarbelti UFC í léttvigtinni. Conor McGregor er ríkjandi léttvigtarmeistari UFC en þar sem hann er fjarri góðu gamni bjó UFC til svo kallaðan bráðabirgðartitil. Bardaginn byrjaði fjörlega og átti Kevin Lee frábæra fyrstu lotu. Það fjaraði síðan undan hjá honum og tók Tony Ferguson yfir bardagann þegar leið á. Kevin Lee, sem þekktur er fyrir góðar fellur, tók Ferguson niður í 3. lotu. Ferguson ógnaði vel af bakinu og náði Lee „triangle“ hengingu þegar tæp mínúta var eftir af 3. lotunni. Lee neyddist til þess að gefast upp og fagnaði Ferguson vel og innilega. Frábær sigur hjá Ferguson sem skoraði á léttvigtarmeistarann Conor McGregor að mæta sér eða láta beltið sitt af hendi. Kevin Lee var afar svekktur að leikslokum og sagði hann að niðurskurðurinn fyrir bardagann hefði verið erfiður. Hann hrósaði þó Ferguson í hástert eftir bardagann en mun hugsanlega fara upp í veltivigt í náinni framtíð. Þess má geta að Kevin Lee vigtaði sig inn 70 kg á föstudegi en var 84 kg í bardaganum í nótt að eigin sögn. Demetrious Johnson átti enn eina mögnuðu frammistöðuna þegar hann sigraði Ray Borg í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Johnson stjórnaði bardaganum frá upphafi til enda og náði Borg í eitt glæsilegasta uppgjafartak ársins í 5. lotu. Johnson lyfti Borg hátt til lofts og fleygði honum niður en á leiðinni niður nældi hann í höndina og kláraði með armlás. Þetta var sögulegur sigur Demetrious Johnson enda hans 11. titilvörn í UFC en það er met í bardagasamtökunum. Fluguvigtarmeistarinn hefur nú klárað sjö af ellefu titilbardögum sínum og er einfaldlega besti bardagamaður heims í dag. UFC 216 var ansi skemmtilegt kvöld en öll önnur úrslit má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Kevin Lee og Tony Ferguson berjast um lottómiðann stóra Á meðan Conor McGregor er fjarri góðu gamni þarf lífið að halda áfram í léttvigtinni. Í kvöld verður barist um bráðabirgðartitilinn í léttvigtinni og mun Conor McGregor fylgjast grannt með. 7. október 2017 07:00 Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Fleiri fréttir Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sjá meira
Kevin Lee og Tony Ferguson berjast um lottómiðann stóra Á meðan Conor McGregor er fjarri góðu gamni þarf lífið að halda áfram í léttvigtinni. Í kvöld verður barist um bráðabirgðartitilinn í léttvigtinni og mun Conor McGregor fylgjast grannt með. 7. október 2017 07:00